„Óþekku börnin frá Grindavík“ vakti úlfúð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 13:47 Þórdís Jóna Sigurðardóttir,forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. aðsend. Erindi sem var flutt á ráðstefnunni Menntakvika á fimmtudaginn vakti töluverða úlfúð meðal Grindvíkinga en það bar heitið „Óþekku börnin frá Grindavík“. Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu biður Grindvíkinga afsökunar vegna málsins og segir nafnið, sem sé ekki í neinu samhengi við innihald erindisins, óheppilegt. „Þetta var sett fram með góðum ásetningi. Það sem er verið að fjalla um er áfallamiðuð nálgun í skólum og það er verið að benda á hvernig áföll geta birst í hegðun. Það er mikilvægt að við tökum þetta samtal því það er svo ólíkt hvernig börn bregðast við áföllum. Sum fara kannski inn í sig og maður heldur að það sé allt í lagi og hjá öðrum brýst þetta út í ákveðinni hegðun. Það þarf að vera með augun opin fyrir því hvernig þetta tengist allt saman. Framsetningin var ekki rétt og það er auðvitað þannig að maður finnur að fólki sárnar og það er síst af öllu sem okkur langar að gera er að særa.“ Þetta segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, í samtali við Vísi um málið. Menntakvika er árleg ráðstefna sem að Háskóli Íslands stendur fyrir en þar kemur fagfólk og hagsmunaaðilar saman og ræða menntavísindi á Íslandi og kynna rannsóknir á því sviði. Ekki sæmandi því starfi sem þau vilja vinna Þórdís segist miður sín vegna málsins en hún sendi frá sér formlega afsökunarbeiðni til Grindvíkinga á Facebook-síðu Grindavíkur í gær. „Mig langar að koma á því á framfæri að mér finnst þetta meiðandi og á engan hátt sæmandi því starfi sem við viljum standa fyrir. Þá lýsir þetta ekki neinn hátt neinu sem við höfum upplifað eða fundið fyrir, nema síður sé,“ sagði í færslunni. Þórdís segist skilja viðbrögð bæjarbúa mjög vel en þó nokkrir Grindvíkingar hafa kvartað vegna yfirheiti erindisins á Facebook. Erindið einskorðist ekki við börn frá Grindavík „Það er mjög skiljanlegt að fólki finnist þetta meiðandi. Það sem er verið að tala um í erindinu er ótrúlega áhugavert og ég trúi því að það muni hjálpa mikið. Ég veit ekki neitt annað en það að börn frá Grindavík hafi hagað sér mjög vel en svo þegar að tíminn líður og börn fara að finna meira fyrir þessu er svo mikilvægt að við séum vakandi fyrir því. Kannski verður það aldrei neitt vandamál en það er líklegt að þetta hafi áhrif á börn.“ Hún segir þetta alls ekki einskorðast við börn frá Grindavík heldur eigi erindið við um öll börn sem hafa gengið í gegnum eitthvað erfitt. „Þau sem sáu þetta voru mörg mjög sár og ég skil það mjög vel en við höfum líka fengið góð viðbrögð og kunnum að meta það.“ Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
„Þetta var sett fram með góðum ásetningi. Það sem er verið að fjalla um er áfallamiðuð nálgun í skólum og það er verið að benda á hvernig áföll geta birst í hegðun. Það er mikilvægt að við tökum þetta samtal því það er svo ólíkt hvernig börn bregðast við áföllum. Sum fara kannski inn í sig og maður heldur að það sé allt í lagi og hjá öðrum brýst þetta út í ákveðinni hegðun. Það þarf að vera með augun opin fyrir því hvernig þetta tengist allt saman. Framsetningin var ekki rétt og það er auðvitað þannig að maður finnur að fólki sárnar og það er síst af öllu sem okkur langar að gera er að særa.“ Þetta segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, í samtali við Vísi um málið. Menntakvika er árleg ráðstefna sem að Háskóli Íslands stendur fyrir en þar kemur fagfólk og hagsmunaaðilar saman og ræða menntavísindi á Íslandi og kynna rannsóknir á því sviði. Ekki sæmandi því starfi sem þau vilja vinna Þórdís segist miður sín vegna málsins en hún sendi frá sér formlega afsökunarbeiðni til Grindvíkinga á Facebook-síðu Grindavíkur í gær. „Mig langar að koma á því á framfæri að mér finnst þetta meiðandi og á engan hátt sæmandi því starfi sem við viljum standa fyrir. Þá lýsir þetta ekki neinn hátt neinu sem við höfum upplifað eða fundið fyrir, nema síður sé,“ sagði í færslunni. Þórdís segist skilja viðbrögð bæjarbúa mjög vel en þó nokkrir Grindvíkingar hafa kvartað vegna yfirheiti erindisins á Facebook. Erindið einskorðist ekki við börn frá Grindavík „Það er mjög skiljanlegt að fólki finnist þetta meiðandi. Það sem er verið að tala um í erindinu er ótrúlega áhugavert og ég trúi því að það muni hjálpa mikið. Ég veit ekki neitt annað en það að börn frá Grindavík hafi hagað sér mjög vel en svo þegar að tíminn líður og börn fara að finna meira fyrir þessu er svo mikilvægt að við séum vakandi fyrir því. Kannski verður það aldrei neitt vandamál en það er líklegt að þetta hafi áhrif á börn.“ Hún segir þetta alls ekki einskorðast við börn frá Grindavík heldur eigi erindið við um öll börn sem hafa gengið í gegnum eitthvað erfitt. „Þau sem sáu þetta voru mörg mjög sár og ég skil það mjög vel en við höfum líka fengið góð viðbrögð og kunnum að meta það.“
Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira