„Óþekku börnin frá Grindavík“ vakti úlfúð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 13:47 Þórdís Jóna Sigurðardóttir,forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. aðsend. Erindi sem var flutt á ráðstefnunni Menntakvika á fimmtudaginn vakti töluverða úlfúð meðal Grindvíkinga en það bar heitið „Óþekku börnin frá Grindavík“. Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu biður Grindvíkinga afsökunar vegna málsins og segir nafnið, sem sé ekki í neinu samhengi við innihald erindisins, óheppilegt. „Þetta var sett fram með góðum ásetningi. Það sem er verið að fjalla um er áfallamiðuð nálgun í skólum og það er verið að benda á hvernig áföll geta birst í hegðun. Það er mikilvægt að við tökum þetta samtal því það er svo ólíkt hvernig börn bregðast við áföllum. Sum fara kannski inn í sig og maður heldur að það sé allt í lagi og hjá öðrum brýst þetta út í ákveðinni hegðun. Það þarf að vera með augun opin fyrir því hvernig þetta tengist allt saman. Framsetningin var ekki rétt og það er auðvitað þannig að maður finnur að fólki sárnar og það er síst af öllu sem okkur langar að gera er að særa.“ Þetta segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, í samtali við Vísi um málið. Menntakvika er árleg ráðstefna sem að Háskóli Íslands stendur fyrir en þar kemur fagfólk og hagsmunaaðilar saman og ræða menntavísindi á Íslandi og kynna rannsóknir á því sviði. Ekki sæmandi því starfi sem þau vilja vinna Þórdís segist miður sín vegna málsins en hún sendi frá sér formlega afsökunarbeiðni til Grindvíkinga á Facebook-síðu Grindavíkur í gær. „Mig langar að koma á því á framfæri að mér finnst þetta meiðandi og á engan hátt sæmandi því starfi sem við viljum standa fyrir. Þá lýsir þetta ekki neinn hátt neinu sem við höfum upplifað eða fundið fyrir, nema síður sé,“ sagði í færslunni. Þórdís segist skilja viðbrögð bæjarbúa mjög vel en þó nokkrir Grindvíkingar hafa kvartað vegna yfirheiti erindisins á Facebook. Erindið einskorðist ekki við börn frá Grindavík „Það er mjög skiljanlegt að fólki finnist þetta meiðandi. Það sem er verið að tala um í erindinu er ótrúlega áhugavert og ég trúi því að það muni hjálpa mikið. Ég veit ekki neitt annað en það að börn frá Grindavík hafi hagað sér mjög vel en svo þegar að tíminn líður og börn fara að finna meira fyrir þessu er svo mikilvægt að við séum vakandi fyrir því. Kannski verður það aldrei neitt vandamál en það er líklegt að þetta hafi áhrif á börn.“ Hún segir þetta alls ekki einskorðast við börn frá Grindavík heldur eigi erindið við um öll börn sem hafa gengið í gegnum eitthvað erfitt. „Þau sem sáu þetta voru mörg mjög sár og ég skil það mjög vel en við höfum líka fengið góð viðbrögð og kunnum að meta það.“ Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
„Þetta var sett fram með góðum ásetningi. Það sem er verið að fjalla um er áfallamiðuð nálgun í skólum og það er verið að benda á hvernig áföll geta birst í hegðun. Það er mikilvægt að við tökum þetta samtal því það er svo ólíkt hvernig börn bregðast við áföllum. Sum fara kannski inn í sig og maður heldur að það sé allt í lagi og hjá öðrum brýst þetta út í ákveðinni hegðun. Það þarf að vera með augun opin fyrir því hvernig þetta tengist allt saman. Framsetningin var ekki rétt og það er auðvitað þannig að maður finnur að fólki sárnar og það er síst af öllu sem okkur langar að gera er að særa.“ Þetta segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, í samtali við Vísi um málið. Menntakvika er árleg ráðstefna sem að Háskóli Íslands stendur fyrir en þar kemur fagfólk og hagsmunaaðilar saman og ræða menntavísindi á Íslandi og kynna rannsóknir á því sviði. Ekki sæmandi því starfi sem þau vilja vinna Þórdís segist miður sín vegna málsins en hún sendi frá sér formlega afsökunarbeiðni til Grindvíkinga á Facebook-síðu Grindavíkur í gær. „Mig langar að koma á því á framfæri að mér finnst þetta meiðandi og á engan hátt sæmandi því starfi sem við viljum standa fyrir. Þá lýsir þetta ekki neinn hátt neinu sem við höfum upplifað eða fundið fyrir, nema síður sé,“ sagði í færslunni. Þórdís segist skilja viðbrögð bæjarbúa mjög vel en þó nokkrir Grindvíkingar hafa kvartað vegna yfirheiti erindisins á Facebook. Erindið einskorðist ekki við börn frá Grindavík „Það er mjög skiljanlegt að fólki finnist þetta meiðandi. Það sem er verið að tala um í erindinu er ótrúlega áhugavert og ég trúi því að það muni hjálpa mikið. Ég veit ekki neitt annað en það að börn frá Grindavík hafi hagað sér mjög vel en svo þegar að tíminn líður og börn fara að finna meira fyrir þessu er svo mikilvægt að við séum vakandi fyrir því. Kannski verður það aldrei neitt vandamál en það er líklegt að þetta hafi áhrif á börn.“ Hún segir þetta alls ekki einskorðast við börn frá Grindavík heldur eigi erindið við um öll börn sem hafa gengið í gegnum eitthvað erfitt. „Þau sem sáu þetta voru mörg mjög sár og ég skil það mjög vel en við höfum líka fengið góð viðbrögð og kunnum að meta það.“
Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira