Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2024 13:18 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. vísir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Þetta segir Sólveig Anna í samtali við Vísi en Rúv greindi fyrst frá. Fundarhöld hófust milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu eftir að sumarfrí en Efling vísaði deilunni til ríkissáttasemjara þar sem aðilum varð lítið ágengt á tveim. „Samninganefnd Eflingar átti síðan fund í gær þar sem við tókum ákvörðun um að ef ekki kæmi fram raunveruleg lausn á þeim vanda sem við höfum verið að benda á, á hverjum einasta fundi, væri til lítils að sitja við samningaborðið. Við myndum því hefja næsta leik í þessari vegferð,“ segir Sólveig Anna. Ástand sem líðist ekki lengur Um 2.300 félagar í Eflingu starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum, 82,5 prósent konur að sögn Sólveigar. Hún segir langstærstan hluta starfsfólks í ummönun hjá Eflingu. „Staðan er sú að í það minnsta tíu ár hafa viðmið um mönnun ekki náðst. Það hefur haft þær afleiðingar að Eflingarfólk þarf einfaldlega að taka á sig sífellt fleiri verkefni, hlaupa hraðar og vinna meira. Nú er svo komið að við ætlum að krefjast þess að raunverulegar úrbætur komi svo þetta ástand líðist ekki lengur. Við erum ekki tilbúin að skrifa undir fjögurra ára kjarasamning, líkt og við höfum gert fyrir hönd annarra, nema að ásættanleg lausn finnist.“ Sólveig Anna segir ekki tímabært að segja til um hvenær verkfallsaðgeðir hefjist og ætlar að mæta til fundar á mánudag til að gera ásættanlegan kjarasamning. Kjaramál Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta segir Sólveig Anna í samtali við Vísi en Rúv greindi fyrst frá. Fundarhöld hófust milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu eftir að sumarfrí en Efling vísaði deilunni til ríkissáttasemjara þar sem aðilum varð lítið ágengt á tveim. „Samninganefnd Eflingar átti síðan fund í gær þar sem við tókum ákvörðun um að ef ekki kæmi fram raunveruleg lausn á þeim vanda sem við höfum verið að benda á, á hverjum einasta fundi, væri til lítils að sitja við samningaborðið. Við myndum því hefja næsta leik í þessari vegferð,“ segir Sólveig Anna. Ástand sem líðist ekki lengur Um 2.300 félagar í Eflingu starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum, 82,5 prósent konur að sögn Sólveigar. Hún segir langstærstan hluta starfsfólks í ummönun hjá Eflingu. „Staðan er sú að í það minnsta tíu ár hafa viðmið um mönnun ekki náðst. Það hefur haft þær afleiðingar að Eflingarfólk þarf einfaldlega að taka á sig sífellt fleiri verkefni, hlaupa hraðar og vinna meira. Nú er svo komið að við ætlum að krefjast þess að raunverulegar úrbætur komi svo þetta ástand líðist ekki lengur. Við erum ekki tilbúin að skrifa undir fjögurra ára kjarasamning, líkt og við höfum gert fyrir hönd annarra, nema að ásættanleg lausn finnist.“ Sólveig Anna segir ekki tímabært að segja til um hvenær verkfallsaðgeðir hefjist og ætlar að mæta til fundar á mánudag til að gera ásættanlegan kjarasamning.
Kjaramál Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira