Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2024 13:18 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. vísir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Þetta segir Sólveig Anna í samtali við Vísi en Rúv greindi fyrst frá. Fundarhöld hófust milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu eftir að sumarfrí en Efling vísaði deilunni til ríkissáttasemjara þar sem aðilum varð lítið ágengt á tveim. „Samninganefnd Eflingar átti síðan fund í gær þar sem við tókum ákvörðun um að ef ekki kæmi fram raunveruleg lausn á þeim vanda sem við höfum verið að benda á, á hverjum einasta fundi, væri til lítils að sitja við samningaborðið. Við myndum því hefja næsta leik í þessari vegferð,“ segir Sólveig Anna. Ástand sem líðist ekki lengur Um 2.300 félagar í Eflingu starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum, 82,5 prósent konur að sögn Sólveigar. Hún segir langstærstan hluta starfsfólks í ummönun hjá Eflingu. „Staðan er sú að í það minnsta tíu ár hafa viðmið um mönnun ekki náðst. Það hefur haft þær afleiðingar að Eflingarfólk þarf einfaldlega að taka á sig sífellt fleiri verkefni, hlaupa hraðar og vinna meira. Nú er svo komið að við ætlum að krefjast þess að raunverulegar úrbætur komi svo þetta ástand líðist ekki lengur. Við erum ekki tilbúin að skrifa undir fjögurra ára kjarasamning, líkt og við höfum gert fyrir hönd annarra, nema að ásættanleg lausn finnist.“ Sólveig Anna segir ekki tímabært að segja til um hvenær verkfallsaðgeðir hefjist og ætlar að mæta til fundar á mánudag til að gera ásættanlegan kjarasamning. Kjaramál Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Þetta segir Sólveig Anna í samtali við Vísi en Rúv greindi fyrst frá. Fundarhöld hófust milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu eftir að sumarfrí en Efling vísaði deilunni til ríkissáttasemjara þar sem aðilum varð lítið ágengt á tveim. „Samninganefnd Eflingar átti síðan fund í gær þar sem við tókum ákvörðun um að ef ekki kæmi fram raunveruleg lausn á þeim vanda sem við höfum verið að benda á, á hverjum einasta fundi, væri til lítils að sitja við samningaborðið. Við myndum því hefja næsta leik í þessari vegferð,“ segir Sólveig Anna. Ástand sem líðist ekki lengur Um 2.300 félagar í Eflingu starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum, 82,5 prósent konur að sögn Sólveigar. Hún segir langstærstan hluta starfsfólks í ummönun hjá Eflingu. „Staðan er sú að í það minnsta tíu ár hafa viðmið um mönnun ekki náðst. Það hefur haft þær afleiðingar að Eflingarfólk þarf einfaldlega að taka á sig sífellt fleiri verkefni, hlaupa hraðar og vinna meira. Nú er svo komið að við ætlum að krefjast þess að raunverulegar úrbætur komi svo þetta ástand líðist ekki lengur. Við erum ekki tilbúin að skrifa undir fjögurra ára kjarasamning, líkt og við höfum gert fyrir hönd annarra, nema að ásættanleg lausn finnist.“ Sólveig Anna segir ekki tímabært að segja til um hvenær verkfallsaðgeðir hefjist og ætlar að mæta til fundar á mánudag til að gera ásættanlegan kjarasamning.
Kjaramál Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira