„Verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 12:17 Mikið margmenni safnaðist saman við Reykjanesbrautina þegar að síðasta eldgos varð. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi á jöfnum hraða. Verkfræðingur í innviðahópi almannavarna segir mikilvægt að undirbúa sig fyrir það að mögulega muni hraun renna yfir Reykjanesbrautina og í átt að Vogum. Mikil verðmæti séu fólgin í því að halda brautinni opinni. Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að landris undir Svartsengi hafi verið mjög stöðugt síðustu vikur en nú hafa safnast um 6,5 milljón rúmmetrar af kviku í kvikuhólfinu. Allt sé með kyrrum kjörum á svæðinu, minniháttar skjálftavirkni í Fagradalsfjalli og við Kleifarvatn og má búast við rólegum októbermánuði á svæðinu að sögn Hildar. „Hver dagur þar telur“ Á Upplýsingafundi í Vogum á fimmtudaginn var meðal annars ræddur möguleikinn á að reisa varnargarða við bæinn og við Reykjanesbrautina til að verjast hraunflæði frá næsta gosi eða gosum á svæðinu. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís á sæti í innviðahóp almannavarna og sat á fundinum. Hann segir ólíklegt að hraun flæði alla leið að Vogum en að mikilvægt sé að vera undirbúin fyrir allar mögulegar sviðsmyndir. „Árið 2021 var innviðahópurinn að skoða varnir við Voga og þá voru settar línur um lítinn garð upp við Voga en þá var hugmyndin að hleypa hraunflæði niður í sjó en nú er það þannig að það eru töluverð verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni, hver dagur þar telur.“ Varnargarðar við Reykjanesbraut frábrugðnir öðrum Hann tekur fram að það sé vandkvæðum bundið að reisa varnargarða fyrir sunnan Reykjanesbrautina og að þeir yrðu frábrugðnir þeim sem búið er að reisa við Grindavík og Svartsengi. Hann segir að niðurstöðu um hvað verði gert megi vænta frá hópnum á næstu vikum. „Í Grindavík erum við með svokallaða leiðigarða og þar er mun hentugra að leiða hraunið og breyta stefnu hraunsins og leið það til sjávar. Þarna erum við ekki með það, við erum ekki með sömu sviðsmynd, við erum að stífla og nýta þessa rýmd fyrir innan. Við höfum verið að sjá að þetta er að fara norðar en það eru raunverulega jafnar líkur á því að það komi upp næsti atburður þarna sunnan megin eða norðan megin. Við verðum að búa okkur undir það að það gæti komið upp þarna norðan megin og með þessum afleiðingum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að landris undir Svartsengi hafi verið mjög stöðugt síðustu vikur en nú hafa safnast um 6,5 milljón rúmmetrar af kviku í kvikuhólfinu. Allt sé með kyrrum kjörum á svæðinu, minniháttar skjálftavirkni í Fagradalsfjalli og við Kleifarvatn og má búast við rólegum októbermánuði á svæðinu að sögn Hildar. „Hver dagur þar telur“ Á Upplýsingafundi í Vogum á fimmtudaginn var meðal annars ræddur möguleikinn á að reisa varnargarða við bæinn og við Reykjanesbrautina til að verjast hraunflæði frá næsta gosi eða gosum á svæðinu. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís á sæti í innviðahóp almannavarna og sat á fundinum. Hann segir ólíklegt að hraun flæði alla leið að Vogum en að mikilvægt sé að vera undirbúin fyrir allar mögulegar sviðsmyndir. „Árið 2021 var innviðahópurinn að skoða varnir við Voga og þá voru settar línur um lítinn garð upp við Voga en þá var hugmyndin að hleypa hraunflæði niður í sjó en nú er það þannig að það eru töluverð verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni, hver dagur þar telur.“ Varnargarðar við Reykjanesbraut frábrugðnir öðrum Hann tekur fram að það sé vandkvæðum bundið að reisa varnargarða fyrir sunnan Reykjanesbrautina og að þeir yrðu frábrugðnir þeim sem búið er að reisa við Grindavík og Svartsengi. Hann segir að niðurstöðu um hvað verði gert megi vænta frá hópnum á næstu vikum. „Í Grindavík erum við með svokallaða leiðigarða og þar er mun hentugra að leiða hraunið og breyta stefnu hraunsins og leið það til sjávar. Þarna erum við ekki með það, við erum ekki með sömu sviðsmynd, við erum að stífla og nýta þessa rýmd fyrir innan. Við höfum verið að sjá að þetta er að fara norðar en það eru raunverulega jafnar líkur á því að það komi upp næsti atburður þarna sunnan megin eða norðan megin. Við verðum að búa okkur undir það að það gæti komið upp þarna norðan megin og með þessum afleiðingum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira