„Verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 12:17 Mikið margmenni safnaðist saman við Reykjanesbrautina þegar að síðasta eldgos varð. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi á jöfnum hraða. Verkfræðingur í innviðahópi almannavarna segir mikilvægt að undirbúa sig fyrir það að mögulega muni hraun renna yfir Reykjanesbrautina og í átt að Vogum. Mikil verðmæti séu fólgin í því að halda brautinni opinni. Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að landris undir Svartsengi hafi verið mjög stöðugt síðustu vikur en nú hafa safnast um 6,5 milljón rúmmetrar af kviku í kvikuhólfinu. Allt sé með kyrrum kjörum á svæðinu, minniháttar skjálftavirkni í Fagradalsfjalli og við Kleifarvatn og má búast við rólegum októbermánuði á svæðinu að sögn Hildar. „Hver dagur þar telur“ Á Upplýsingafundi í Vogum á fimmtudaginn var meðal annars ræddur möguleikinn á að reisa varnargarða við bæinn og við Reykjanesbrautina til að verjast hraunflæði frá næsta gosi eða gosum á svæðinu. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís á sæti í innviðahóp almannavarna og sat á fundinum. Hann segir ólíklegt að hraun flæði alla leið að Vogum en að mikilvægt sé að vera undirbúin fyrir allar mögulegar sviðsmyndir. „Árið 2021 var innviðahópurinn að skoða varnir við Voga og þá voru settar línur um lítinn garð upp við Voga en þá var hugmyndin að hleypa hraunflæði niður í sjó en nú er það þannig að það eru töluverð verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni, hver dagur þar telur.“ Varnargarðar við Reykjanesbraut frábrugðnir öðrum Hann tekur fram að það sé vandkvæðum bundið að reisa varnargarða fyrir sunnan Reykjanesbrautina og að þeir yrðu frábrugðnir þeim sem búið er að reisa við Grindavík og Svartsengi. Hann segir að niðurstöðu um hvað verði gert megi vænta frá hópnum á næstu vikum. „Í Grindavík erum við með svokallaða leiðigarða og þar er mun hentugra að leiða hraunið og breyta stefnu hraunsins og leið það til sjávar. Þarna erum við ekki með það, við erum ekki með sömu sviðsmynd, við erum að stífla og nýta þessa rýmd fyrir innan. Við höfum verið að sjá að þetta er að fara norðar en það eru raunverulega jafnar líkur á því að það komi upp næsti atburður þarna sunnan megin eða norðan megin. Við verðum að búa okkur undir það að það gæti komið upp þarna norðan megin og með þessum afleiðingum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að landris undir Svartsengi hafi verið mjög stöðugt síðustu vikur en nú hafa safnast um 6,5 milljón rúmmetrar af kviku í kvikuhólfinu. Allt sé með kyrrum kjörum á svæðinu, minniháttar skjálftavirkni í Fagradalsfjalli og við Kleifarvatn og má búast við rólegum októbermánuði á svæðinu að sögn Hildar. „Hver dagur þar telur“ Á Upplýsingafundi í Vogum á fimmtudaginn var meðal annars ræddur möguleikinn á að reisa varnargarða við bæinn og við Reykjanesbrautina til að verjast hraunflæði frá næsta gosi eða gosum á svæðinu. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís á sæti í innviðahóp almannavarna og sat á fundinum. Hann segir ólíklegt að hraun flæði alla leið að Vogum en að mikilvægt sé að vera undirbúin fyrir allar mögulegar sviðsmyndir. „Árið 2021 var innviðahópurinn að skoða varnir við Voga og þá voru settar línur um lítinn garð upp við Voga en þá var hugmyndin að hleypa hraunflæði niður í sjó en nú er það þannig að það eru töluverð verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni, hver dagur þar telur.“ Varnargarðar við Reykjanesbraut frábrugðnir öðrum Hann tekur fram að það sé vandkvæðum bundið að reisa varnargarða fyrir sunnan Reykjanesbrautina og að þeir yrðu frábrugðnir þeim sem búið er að reisa við Grindavík og Svartsengi. Hann segir að niðurstöðu um hvað verði gert megi vænta frá hópnum á næstu vikum. „Í Grindavík erum við með svokallaða leiðigarða og þar er mun hentugra að leiða hraunið og breyta stefnu hraunsins og leið það til sjávar. Þarna erum við ekki með það, við erum ekki með sömu sviðsmynd, við erum að stífla og nýta þessa rýmd fyrir innan. Við höfum verið að sjá að þetta er að fara norðar en það eru raunverulega jafnar líkur á því að það komi upp næsti atburður þarna sunnan megin eða norðan megin. Við verðum að búa okkur undir það að það gæti komið upp þarna norðan megin og með þessum afleiðingum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira