Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 18:02 Netanjahú var mikið niðri fyrir þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag, 27. september 2024. AP/Pamela Smith Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. Töluverður órói var í salnum í kringum ávarp Netanjahú og þurfti fundarstjóri að þagga niður í fundarmönnum. Áður en ísraelski forsætisráðherrann tók til máls hafði Robert Golob, forsætisráðherra Slóveníu, krafist þess að hann byndi enda á stríðið. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sakaði Ísraela um kerfisbundna slátrun á Palestínumönnum, beint á undan ávarpi Netanjahú. „Ég ætlaði mér ekki að koma hingað í ár. Landið mitt berst fyrir lífi sínu í stríði. En eftir að ég heyrði lygarnar og rógburðinn um landið mitt sem margir ræðumenn bera út úr þessu ræðupúlti ákvað ég að koma hingað og leiðrétta þá,“ sagði Netanjahú. Ekkert í máli Netanjahú benti til þess að það sjái fyrir endann á óöldinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Hét hann því að halda herferðinni gegn Hezbollah í Líbanon áfram þar til Ísraelsher nær markmiðum sínum þar. Ísraelsk stjórnvöld gætu ekki liðið daglegar eldflaugaárásir þaðan. „Ímyndið ykkur bara ef hryðjuverkamenn breyttu El Paso og San Diego í draugabæi. Hversu lengi liði bandaríska ríkisstjórnin það? Samt hefur Ísrael þolað þessa óþolandi stöðu í næstum því ár. Ég er kominn hingað í dag til þess að segja: nú er nóg komið,“ sagði Netanjahú og vísaði til bandarískra landamæraborga. Um stríðið á Gasaströndinni sagði Netanjahú að hægt væri að ljúka því hvenær sem er. Forsenda þess væri nú sem fyrr að Hamas-samtökin gæfust upp, legðu niður vopn og frelsuðu alla gíslana sem þau tóku í árásinni á Ísrael 7. október. „En ef þau gera það ekki berjumst við þar til við náum fullnaðarsigri. Fullnaðarsigri. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir hann.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. 27. september 2024 13:02 Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. 27. september 2024 06:59 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Töluverður órói var í salnum í kringum ávarp Netanjahú og þurfti fundarstjóri að þagga niður í fundarmönnum. Áður en ísraelski forsætisráðherrann tók til máls hafði Robert Golob, forsætisráðherra Slóveníu, krafist þess að hann byndi enda á stríðið. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sakaði Ísraela um kerfisbundna slátrun á Palestínumönnum, beint á undan ávarpi Netanjahú. „Ég ætlaði mér ekki að koma hingað í ár. Landið mitt berst fyrir lífi sínu í stríði. En eftir að ég heyrði lygarnar og rógburðinn um landið mitt sem margir ræðumenn bera út úr þessu ræðupúlti ákvað ég að koma hingað og leiðrétta þá,“ sagði Netanjahú. Ekkert í máli Netanjahú benti til þess að það sjái fyrir endann á óöldinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Hét hann því að halda herferðinni gegn Hezbollah í Líbanon áfram þar til Ísraelsher nær markmiðum sínum þar. Ísraelsk stjórnvöld gætu ekki liðið daglegar eldflaugaárásir þaðan. „Ímyndið ykkur bara ef hryðjuverkamenn breyttu El Paso og San Diego í draugabæi. Hversu lengi liði bandaríska ríkisstjórnin það? Samt hefur Ísrael þolað þessa óþolandi stöðu í næstum því ár. Ég er kominn hingað í dag til þess að segja: nú er nóg komið,“ sagði Netanjahú og vísaði til bandarískra landamæraborga. Um stríðið á Gasaströndinni sagði Netanjahú að hægt væri að ljúka því hvenær sem er. Forsenda þess væri nú sem fyrr að Hamas-samtökin gæfust upp, legðu niður vopn og frelsuðu alla gíslana sem þau tóku í árásinni á Ísrael 7. október. „En ef þau gera það ekki berjumst við þar til við náum fullnaðarsigri. Fullnaðarsigri. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir hann.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. 27. september 2024 13:02 Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. 27. september 2024 06:59 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. 27. september 2024 13:02
Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. 27. september 2024 06:59