Ísold eltir annan draum: „Erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í lífinu“ Aron Guðmundsson skrifar 28. september 2024 09:00 Ísold í leik með Stjörnunni á síðasta tímabili Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hin sautján ára gamla Ísold Sævarsdóttir. Sem var einn besti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta á síðasta tímabili. Hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að taka sér hlé frá körfuboltaiðkuninni til þess að elta annan draum. Það má með sanni segja að Ísold hafi skotist upp á stjörnuhiminn hér heima með ungu og efnilegu liði Stjörnunnar sem var nýliði í efstu deild á síðasta tímabili og fór alla leið í oddaleik í undanúrslitaeinvígi deildarinnar. Ísold var einn besti leikmaður deildarinnar, var valinn besti varnarmaður hennar og það aðeins sautján ára gömul og í kjölfar framúrskarandi tímabils fékk hún frumraun sína með íslenska kvennalandsliðinu. Þau sem þekkja til Ísoldar vita að færni hennar á körfuboltavellinum er ekki það eina sem hún skarar fram úr í. Hún er ein af okkar efnilegustu frjálsíþróttakonum. Ríkjandi Norðurlandameistari undir átján ára stúlkna í sjöþraut. Meistaratitil sem hún tryggði sér eftir langt og strangt tímabil í körfuboltanum og án lítils undirbúnings. Var farið að taka sinn toll Ísold hefur nú ákveðið að taka sér hlé frá körfuboltaiðkun og einblína á frjálsíþróttaferilinn. „Ég hafði fullmikið að gera. Bæði í skólanum, frjálsum en einnig körfunni og allt var þetta að eiga sér stað á sama tíma. Svo var ég að glíma við smá meiðsli eftir síðasta landsliðsverkefni með undir 18 ára landsliðinu á EM. Þar endaði ég í töluverðu veseni með öklanna mína. Ég þurfti bara á pásu að halda. Að hafa minna að gera. Hvíla mig þannig í leiðinni og einbeita mér meira að ferli mínum í frjálsum íþróttum.“ Um afar erfiða ákvörðun sé að ræða. „Þetta er held ég bara erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í lífinu eins og er. Ef við hefðum farið til baka eitt og hálft ár aftur í tímann. Þar sem að þið hefðuð sagt mér að ég væri ekki að fara vera í körfubolta tímabilið 2024 til 2025. Þá myndi ég örugglega ekki trúa því. Það var búið að vera svo mikið að gera. Ég enda í smá burnout-i fyrir svona einu ári síðan. Það var þá sem ég tók eftir því að ég gæti ekki verið að gera allt það sem að mig langaði að gera. Ég er þannig manneskja að ég get ekki gert eitthvað af hálfum huga. Ég þarf að leggja mig alla fram. Það er svo erfitt að gera það í tveimur mjög svo krefjandi íþróttum. Með það í huga sem og stöðuna á ökklunum, ákvað ég eftir mjög mikla umhugsun að taka smá pásu frá körfuboltanum.“ Ísold og liðsfélagar hennar í Stjörnunni á góðri stunduVísir/Vilhelm Ekkert meitlað í stein Hún kemur því ekki til með að hefja komandi tímabil með Stjörnunni í Bónus deildinni þar sem að liðinu er spáð 5.sæti. Hins vegar þarf ekki að vera svo að Ísold hafi kvatt körfuboltann fyrir fullt og allt. „Ef mig langar aftur í körfuboltann þá kem ég bara aftur. Það að taki mér pásu núna þarf ekki að þýða að ég snúi aldrei aftur. Akkúrat núna er ég að setja hugann meira að frjálsum af því að ég er svo lítið búin að gera það. Karfan var alltaf minn aðal fókus. Ég var að leggja mig alla fram þar fyrir liðsheildina. Ég þurfti að vera þarna fyrir liðið mitt. Núna hef ég körfuna smá á ísinn en ef mig langar að koma til baka þá að sjálfsögðu geri ég það. Hver veit. Kannski bara eftir ár verð ég komin aftur í körfuna.“ Það voru þung skref fyrir Ísold greina liðsfélögunum í Stjörnunni frá ákvörðuninni. „Það var náttúrulega ótrúlega erfitt því ég hef verið með þessum stelpum síðan að ég var pínulítil. Þetta eru mínar bestu vinkonur. Okkur gekk svo ótrúlega vel á síðasta tímabili og það að þurfa hætta núna, án þess að hafa náð að taka Íslandsmeistaratitilinn eða bikarmeistaratitilinn. Að fara núna var smá sárt aðallega vegna þess að við erum allar svo efnilegar og þetta komandi tímabil lofaði bara enn betur en það sem við áttum síðast. Það er ótrúlega sárt að skilja við þær núna. En ég ætla að reyna fylgjast eins mikið með og ég get. Mæta á nokkrar æfingar og vera í sambandi við þjálfarann og leikmennina.“ Liðsfundur hjá StjörnunniVísir/Hulda Við munum væntanlega sjá þig í stúkunni hér í Garðabænum í vetur? „Já að sjálfsögðu. Ég missi ekki af leik.“ Eins og fyrr sagði átti Stjarnan skínandi tímabil sem nýliði í efstu deild á síðasta tímabili og fór alla leið í oddaleik í undanúrslitum deildarinnar þar sem verðandi og nú ríkjandi Íslandsmeistarar Keflavíkur höfðu betur. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt tímabil og oddaleikurinn í Keflavík var eitt skemmtilegasta augnablik á mínum íþróttaferli til þessa. Það var sögulegt. Ég vildi að ég gæti upplifað það aftur. En ekki í ár allavegana.“ Draumur um Ólympíuleika En óneitanlega verður spennandi að sjá Ísold helga frjálsum íþróttum hug sinn allan þar sem markmiðin eiga sér engin takmörk og draumur um Ólympíuleika lifir. „Ég er búinn að vera æfa frjálsar rosalega lítið undanfarið en hef samt náð að komast alveg ótrúlega langt. Núna þegar allur minn hugur fer á frjálsíþróttaferilinn og ég leyfi mér að hugsa fram til næsta sumars. Þá væri markmiðið að komast á Evrópumót undir 20 ára á yngra ári og vera kannski í topp topp tíu til topp fimm sætunum. Verða Norðurlandameistari. Ef ég leyfi mér svo að horfa lengra til framtíðar þá eru það bara Ólympíuleikarnir. Að sjálfsögðu.“ Ísold stórbætti árangur sinn í sjöþraut síðastliðið sumar eftir að, eins og hún segir sjálf, hafa undirbúning sem hafði staðið yfir í um það bil mánuð. „Sem íþróttamaður í tveimur íþróttum hugsar maður alltaf hvað ef. Hvað ef maður leggur meira í þetta. Meira í hitt. Þess vegna er það bara ótrúlega spennandi að fá að prófa það. Sérstaklega eftir að hafa orðið Norðurlandameistari í sumar í kjölfar þess að hafa æft í um það bil mánuð það tímabilið. Ég er mjög spennt að setja meiri tíma í frjálsar íþróttir og sjá hversu langt ég get komist þar.“ Bónus-deild kvenna Stjarnan Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Varð margfaldur meistari í tveimur íþróttagreinum um helgina Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið að gera hjá Ísold Sævarsdóttur um helgina. Þessi fimmtán ára stelpa safnaði þá að sér titlum í tveimur íþróttagreinum. 22. mars 2022 11:31 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Það má með sanni segja að Ísold hafi skotist upp á stjörnuhiminn hér heima með ungu og efnilegu liði Stjörnunnar sem var nýliði í efstu deild á síðasta tímabili og fór alla leið í oddaleik í undanúrslitaeinvígi deildarinnar. Ísold var einn besti leikmaður deildarinnar, var valinn besti varnarmaður hennar og það aðeins sautján ára gömul og í kjölfar framúrskarandi tímabils fékk hún frumraun sína með íslenska kvennalandsliðinu. Þau sem þekkja til Ísoldar vita að færni hennar á körfuboltavellinum er ekki það eina sem hún skarar fram úr í. Hún er ein af okkar efnilegustu frjálsíþróttakonum. Ríkjandi Norðurlandameistari undir átján ára stúlkna í sjöþraut. Meistaratitil sem hún tryggði sér eftir langt og strangt tímabil í körfuboltanum og án lítils undirbúnings. Var farið að taka sinn toll Ísold hefur nú ákveðið að taka sér hlé frá körfuboltaiðkun og einblína á frjálsíþróttaferilinn. „Ég hafði fullmikið að gera. Bæði í skólanum, frjálsum en einnig körfunni og allt var þetta að eiga sér stað á sama tíma. Svo var ég að glíma við smá meiðsli eftir síðasta landsliðsverkefni með undir 18 ára landsliðinu á EM. Þar endaði ég í töluverðu veseni með öklanna mína. Ég þurfti bara á pásu að halda. Að hafa minna að gera. Hvíla mig þannig í leiðinni og einbeita mér meira að ferli mínum í frjálsum íþróttum.“ Um afar erfiða ákvörðun sé að ræða. „Þetta er held ég bara erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í lífinu eins og er. Ef við hefðum farið til baka eitt og hálft ár aftur í tímann. Þar sem að þið hefðuð sagt mér að ég væri ekki að fara vera í körfubolta tímabilið 2024 til 2025. Þá myndi ég örugglega ekki trúa því. Það var búið að vera svo mikið að gera. Ég enda í smá burnout-i fyrir svona einu ári síðan. Það var þá sem ég tók eftir því að ég gæti ekki verið að gera allt það sem að mig langaði að gera. Ég er þannig manneskja að ég get ekki gert eitthvað af hálfum huga. Ég þarf að leggja mig alla fram. Það er svo erfitt að gera það í tveimur mjög svo krefjandi íþróttum. Með það í huga sem og stöðuna á ökklunum, ákvað ég eftir mjög mikla umhugsun að taka smá pásu frá körfuboltanum.“ Ísold og liðsfélagar hennar í Stjörnunni á góðri stunduVísir/Vilhelm Ekkert meitlað í stein Hún kemur því ekki til með að hefja komandi tímabil með Stjörnunni í Bónus deildinni þar sem að liðinu er spáð 5.sæti. Hins vegar þarf ekki að vera svo að Ísold hafi kvatt körfuboltann fyrir fullt og allt. „Ef mig langar aftur í körfuboltann þá kem ég bara aftur. Það að taki mér pásu núna þarf ekki að þýða að ég snúi aldrei aftur. Akkúrat núna er ég að setja hugann meira að frjálsum af því að ég er svo lítið búin að gera það. Karfan var alltaf minn aðal fókus. Ég var að leggja mig alla fram þar fyrir liðsheildina. Ég þurfti að vera þarna fyrir liðið mitt. Núna hef ég körfuna smá á ísinn en ef mig langar að koma til baka þá að sjálfsögðu geri ég það. Hver veit. Kannski bara eftir ár verð ég komin aftur í körfuna.“ Það voru þung skref fyrir Ísold greina liðsfélögunum í Stjörnunni frá ákvörðuninni. „Það var náttúrulega ótrúlega erfitt því ég hef verið með þessum stelpum síðan að ég var pínulítil. Þetta eru mínar bestu vinkonur. Okkur gekk svo ótrúlega vel á síðasta tímabili og það að þurfa hætta núna, án þess að hafa náð að taka Íslandsmeistaratitilinn eða bikarmeistaratitilinn. Að fara núna var smá sárt aðallega vegna þess að við erum allar svo efnilegar og þetta komandi tímabil lofaði bara enn betur en það sem við áttum síðast. Það er ótrúlega sárt að skilja við þær núna. En ég ætla að reyna fylgjast eins mikið með og ég get. Mæta á nokkrar æfingar og vera í sambandi við þjálfarann og leikmennina.“ Liðsfundur hjá StjörnunniVísir/Hulda Við munum væntanlega sjá þig í stúkunni hér í Garðabænum í vetur? „Já að sjálfsögðu. Ég missi ekki af leik.“ Eins og fyrr sagði átti Stjarnan skínandi tímabil sem nýliði í efstu deild á síðasta tímabili og fór alla leið í oddaleik í undanúrslitum deildarinnar þar sem verðandi og nú ríkjandi Íslandsmeistarar Keflavíkur höfðu betur. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt tímabil og oddaleikurinn í Keflavík var eitt skemmtilegasta augnablik á mínum íþróttaferli til þessa. Það var sögulegt. Ég vildi að ég gæti upplifað það aftur. En ekki í ár allavegana.“ Draumur um Ólympíuleika En óneitanlega verður spennandi að sjá Ísold helga frjálsum íþróttum hug sinn allan þar sem markmiðin eiga sér engin takmörk og draumur um Ólympíuleika lifir. „Ég er búinn að vera æfa frjálsar rosalega lítið undanfarið en hef samt náð að komast alveg ótrúlega langt. Núna þegar allur minn hugur fer á frjálsíþróttaferilinn og ég leyfi mér að hugsa fram til næsta sumars. Þá væri markmiðið að komast á Evrópumót undir 20 ára á yngra ári og vera kannski í topp topp tíu til topp fimm sætunum. Verða Norðurlandameistari. Ef ég leyfi mér svo að horfa lengra til framtíðar þá eru það bara Ólympíuleikarnir. Að sjálfsögðu.“ Ísold stórbætti árangur sinn í sjöþraut síðastliðið sumar eftir að, eins og hún segir sjálf, hafa undirbúning sem hafði staðið yfir í um það bil mánuð. „Sem íþróttamaður í tveimur íþróttum hugsar maður alltaf hvað ef. Hvað ef maður leggur meira í þetta. Meira í hitt. Þess vegna er það bara ótrúlega spennandi að fá að prófa það. Sérstaklega eftir að hafa orðið Norðurlandameistari í sumar í kjölfar þess að hafa æft í um það bil mánuð það tímabilið. Ég er mjög spennt að setja meiri tíma í frjálsar íþróttir og sjá hversu langt ég get komist þar.“
Bónus-deild kvenna Stjarnan Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Varð margfaldur meistari í tveimur íþróttagreinum um helgina Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið að gera hjá Ísold Sævarsdóttur um helgina. Þessi fimmtán ára stelpa safnaði þá að sér titlum í tveimur íþróttagreinum. 22. mars 2022 11:31 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Varð margfaldur meistari í tveimur íþróttagreinum um helgina Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið að gera hjá Ísold Sævarsdóttur um helgina. Þessi fimmtán ára stelpa safnaði þá að sér titlum í tveimur íþróttagreinum. 22. mars 2022 11:31