Uppgjörið: Fram - Haukar 37-34 | Framarar gengu á lagið í síðari hálfleik Hinrik Wöhler skrifar 27. september 2024 21:10 Framarar fögnuðu sínum þriðja sigri á tímabilinu í kvöld. Vísir/Anton Brink Fram lagði Hauka í miklum markaleik í Úlfarsárdal í kvöld en leikurinn fór 37-34. Framarar léku við hvern sinn fingur, sérstaklega í síðari hálfleik og skoruðu 21 mark gegn andlausum varnarmönnum Hauka. Þetta er þriðji sigur Fram á tímabilinu en liðið tapaði á móti FH í fyrstu umferð en síðan hefur sigrað þrjá leiki í röð í Olís-deild karla í handknattleik. Haukar fóru illa að ráði sínu í upphafi leiks. Hafnfirðingar töpuðu boltanum trekk í trekk í sókninni og Framarar skoruðu auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Eftir 12 minútur hafði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, séð nóg og tók leikhlé í stöðunni 9-5. Gestirnir frá Hafnarfirði náðu að vinna sig smátt saman inn í leikinn. Staðan var jöfn í hálfleik og skoraði hvort lið 16 mörk. Markaskorunin dreifðist mikið í liði Hauka og voru 11 leikmenn komnir á blað í hálfleik. Reynir Þór Stefánsson hrökk í gang í síðari hálfleik.Vísir/Anton Brink Haukar náðu ekki að fylgja eftir góðum takti í lok fyrri hálfleiks. Heimamenn komu sterkari til leiks í síðari hálfleik og áttu auðvelt með að finna glufur í vörn Hauka. Sóknarleikur Fram var afar skilvirkur og áttu varnarmenn Hauka fá svör. Eftir tæplega tíu mínútur í síðari hálfleik voru heimamenn komnir með þriggja marka forystu. Skarphéðinn Ívar Einarsson var sprækur í sóknarleik gestanna og hélt Haukum inn í leiknum en Hafnfirðingar náðu þó aldrei að snúa við blaðinu. Framarar skoruðu 21 mark í síðari hálfleik og voru lokatölur í Úlfarsárdal í kvöld 37-34, heimamönnum í vil. Atvik leiksins Frammistaða Reynis Þór Stefánssonar á stuttum kafla í upphafi síðari hálfleiks var mögnuð og skráist sem atvik leiksins. Það fór lítið fyrir leikmanninum í fyrri hálfleik en hann skoraði fjögur mörk á örfáum mínútum í upphafi síðari hálfleiks, mörk í öllum regnbogans litum. Eftir þann kafla leiddu Framarar leikinn og sigldu heim þriggja marka sigri. Stjörnur og skúrkar Hornamenn Fram, Ívar Logi Styrmisson og Eiður Rafn Valsson, skoruðu samanlagt 18 mörk úr 20 tilraunum. Sóknarleikur Fram snerist mikið um að finna þá í hornunum og lagði grunninn að góðum sigri. Reynir Þór Stefánsson var feikilega öflugur í síðari hálfleik í liði Fram. Það vantaði alla baráttu í hjarta varnarinnar hjá Haukum. Þráinn Orri Jónsson og Ólafur Ægir Ólafsson hafa átt betri leik í vörn Hauka og var varnarleikur Hauka ekki upp á marga fiska í kvöld. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson héldu ágætri línu í leiknum í kvöld. Það var talsvert um tveggja mínútna brottvísanir við mismikla hrifningu leikmanna en það féll á bæði lið svo það hafði lítil áhrif á úrslit leiksins. Blátt spjald fór á loft undir lok leiks. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson stöðvaði fríkast Hauka á síðustu sekúndum leiksins og uppskar blátt spjald fyrir vikið.Vísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Það voru nokkrar rauðar treyjur upp í stúku og ungir Framarar héldu uppi stuðinu á trommunum. Stemningin hefur verið betri í Lambhagahöllinni. Viðtöl Ívar Logi: „Get farið sáttur á koddann” Ívar Logi átti stórbrotinn leik í kvöld og skoraði 11 mörk.Vísir/Anton Brink Ívar Logi Styrmisson var frábær í liði Fram í kvöld. Hann skoraði 11 mörk úr 13 tilraunum úr vinstra horninu. Hann segir að liðið hafi skuldað góða frammistöðu eftir síðustu leiki. „Við þurftum að sanna okkur fyrir okkur sjálfum. Okkar finnst að frammistaðan hafi ekki verið góð í síðustu tveimur leikjum þótt við höfum sigrað. Okkar fannst að við skulduðum góða frammistöðu fyrir fólkið okkar sem var að horfa,“ sagði hornamaðurinn eftir leikinn. Það var lítið stress hjá hornamanninum og honum fannst liðið vera með tök á Haukum í dag þrátt fyrir jafnan leik. „Mér leið bara vel allan leikinn. Einhvern veginn eins og við vorum með tak á þeim en þeir eru ógeðslega gott lið en við bara klaufar að tapa boltum og klikka á dauðafærum í fyrri hálfleik. Þess vegna var það jafnt í hálfleik,“ Hvernig metur Ívar sína frammistöðu í kvöld? „Ég get farið sáttur á koddann í kvöld.“ „Mér fannst ég vera í flæði. Alltaf í takt við leikinn en hann [Aron Rafn Eðvarðsson] varði víti frá mér og svo lélegt skot þegar ég reyndi að klobba [Vilius] Rasimas. Það er alltaf rými til bætingar,“ sagði Ívar Logi með hógværðina uppmálaða. Olís-deild karla Fram Haukar
Fram lagði Hauka í miklum markaleik í Úlfarsárdal í kvöld en leikurinn fór 37-34. Framarar léku við hvern sinn fingur, sérstaklega í síðari hálfleik og skoruðu 21 mark gegn andlausum varnarmönnum Hauka. Þetta er þriðji sigur Fram á tímabilinu en liðið tapaði á móti FH í fyrstu umferð en síðan hefur sigrað þrjá leiki í röð í Olís-deild karla í handknattleik. Haukar fóru illa að ráði sínu í upphafi leiks. Hafnfirðingar töpuðu boltanum trekk í trekk í sókninni og Framarar skoruðu auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Eftir 12 minútur hafði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, séð nóg og tók leikhlé í stöðunni 9-5. Gestirnir frá Hafnarfirði náðu að vinna sig smátt saman inn í leikinn. Staðan var jöfn í hálfleik og skoraði hvort lið 16 mörk. Markaskorunin dreifðist mikið í liði Hauka og voru 11 leikmenn komnir á blað í hálfleik. Reynir Þór Stefánsson hrökk í gang í síðari hálfleik.Vísir/Anton Brink Haukar náðu ekki að fylgja eftir góðum takti í lok fyrri hálfleiks. Heimamenn komu sterkari til leiks í síðari hálfleik og áttu auðvelt með að finna glufur í vörn Hauka. Sóknarleikur Fram var afar skilvirkur og áttu varnarmenn Hauka fá svör. Eftir tæplega tíu mínútur í síðari hálfleik voru heimamenn komnir með þriggja marka forystu. Skarphéðinn Ívar Einarsson var sprækur í sóknarleik gestanna og hélt Haukum inn í leiknum en Hafnfirðingar náðu þó aldrei að snúa við blaðinu. Framarar skoruðu 21 mark í síðari hálfleik og voru lokatölur í Úlfarsárdal í kvöld 37-34, heimamönnum í vil. Atvik leiksins Frammistaða Reynis Þór Stefánssonar á stuttum kafla í upphafi síðari hálfleiks var mögnuð og skráist sem atvik leiksins. Það fór lítið fyrir leikmanninum í fyrri hálfleik en hann skoraði fjögur mörk á örfáum mínútum í upphafi síðari hálfleiks, mörk í öllum regnbogans litum. Eftir þann kafla leiddu Framarar leikinn og sigldu heim þriggja marka sigri. Stjörnur og skúrkar Hornamenn Fram, Ívar Logi Styrmisson og Eiður Rafn Valsson, skoruðu samanlagt 18 mörk úr 20 tilraunum. Sóknarleikur Fram snerist mikið um að finna þá í hornunum og lagði grunninn að góðum sigri. Reynir Þór Stefánsson var feikilega öflugur í síðari hálfleik í liði Fram. Það vantaði alla baráttu í hjarta varnarinnar hjá Haukum. Þráinn Orri Jónsson og Ólafur Ægir Ólafsson hafa átt betri leik í vörn Hauka og var varnarleikur Hauka ekki upp á marga fiska í kvöld. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson héldu ágætri línu í leiknum í kvöld. Það var talsvert um tveggja mínútna brottvísanir við mismikla hrifningu leikmanna en það féll á bæði lið svo það hafði lítil áhrif á úrslit leiksins. Blátt spjald fór á loft undir lok leiks. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson stöðvaði fríkast Hauka á síðustu sekúndum leiksins og uppskar blátt spjald fyrir vikið.Vísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Það voru nokkrar rauðar treyjur upp í stúku og ungir Framarar héldu uppi stuðinu á trommunum. Stemningin hefur verið betri í Lambhagahöllinni. Viðtöl Ívar Logi: „Get farið sáttur á koddann” Ívar Logi átti stórbrotinn leik í kvöld og skoraði 11 mörk.Vísir/Anton Brink Ívar Logi Styrmisson var frábær í liði Fram í kvöld. Hann skoraði 11 mörk úr 13 tilraunum úr vinstra horninu. Hann segir að liðið hafi skuldað góða frammistöðu eftir síðustu leiki. „Við þurftum að sanna okkur fyrir okkur sjálfum. Okkar finnst að frammistaðan hafi ekki verið góð í síðustu tveimur leikjum þótt við höfum sigrað. Okkar fannst að við skulduðum góða frammistöðu fyrir fólkið okkar sem var að horfa,“ sagði hornamaðurinn eftir leikinn. Það var lítið stress hjá hornamanninum og honum fannst liðið vera með tök á Haukum í dag þrátt fyrir jafnan leik. „Mér leið bara vel allan leikinn. Einhvern veginn eins og við vorum með tak á þeim en þeir eru ógeðslega gott lið en við bara klaufar að tapa boltum og klikka á dauðafærum í fyrri hálfleik. Þess vegna var það jafnt í hálfleik,“ Hvernig metur Ívar sína frammistöðu í kvöld? „Ég get farið sáttur á koddann í kvöld.“ „Mér fannst ég vera í flæði. Alltaf í takt við leikinn en hann [Aron Rafn Eðvarðsson] varði víti frá mér og svo lélegt skot þegar ég reyndi að klobba [Vilius] Rasimas. Það er alltaf rými til bætingar,“ sagði Ívar Logi með hógværðina uppmálaða.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik