Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 13:02 Björgunarsveitarmenn að störfum eftir loftárás Ísraela í Beirút. AP/Bilal Hussein Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsamtökum og frá því í að Hezbollah-liðar byrjuðu að skjóta eldflaugum að norðanverðu Ísrael í kjölfar árása Ísraela á Gasaströndina, hafi rúmlega tvö hundruð þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja að 1.540 manns hafi fallið í árásum Ísraela á þessum tíma. Allt að sjötíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín í norðanverðu landinu, vegna árása Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þeir vilji reka vígamenn Hezbollah frá sunnanverðu Líbanon til að stöðva þessar árásir. Þeir hafa jafnvel gefið til kynna að innrás sé í vændum. Sjá einnig: Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Árásir Ísraela hafa verið sérstaklega umfangsmiklar. Óttast sömu örlög og Gasa Fólk í Líbanon óttast að þau muni hljóta sömu örlög og íbúar Gasastrandarinnar. Það er að segja að árásirnar muni valda gífurlegri eyðileggingu og miklu mannfalli meðal óbreytta borgara. Ísraelar hafa sent íbúum tiltekinna svæða í Líbanon skilaboð um að flýja í aðdraganda árása og að halda sig frá stöðum þar sem vopn Hezbollah eru geymd. Flestir íbúa Líbanon hafa þó enga hugmynd um hvar þeir staðir eru. Háttsettir embættismenn og ráðamenn í Ísrael hafa hótað árásum af slíku umfangi, hætti Hezbollah-liðar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael. Sjá einnig: Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í morgun að ríkisstjórn hans myndi halda áfram að ræða mögulegt vopnahlé á komandi dögum en utanríkisráðherra hans hafnaði vopnahléi alfarið í gær og að aðrir embættismenn hafi tekið undir það. Þeirra á meðal var Netanjahús sjálfur. Í frétt Reuters er haft eftir forsætisráðherranum að ísraelskir erindrekar hafi rætt við erindreka frá Bandaríkjunum um tillögur að vopnahléi og að hann kunni að meta viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á friði. Í yfirlýsingu frá Netanjahú vísaði hann ekkert til áðurnefndra ummæla utanríkisráðherrans. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsamtökum og frá því í að Hezbollah-liðar byrjuðu að skjóta eldflaugum að norðanverðu Ísrael í kjölfar árása Ísraela á Gasaströndina, hafi rúmlega tvö hundruð þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja að 1.540 manns hafi fallið í árásum Ísraela á þessum tíma. Allt að sjötíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín í norðanverðu landinu, vegna árása Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þeir vilji reka vígamenn Hezbollah frá sunnanverðu Líbanon til að stöðva þessar árásir. Þeir hafa jafnvel gefið til kynna að innrás sé í vændum. Sjá einnig: Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Árásir Ísraela hafa verið sérstaklega umfangsmiklar. Óttast sömu örlög og Gasa Fólk í Líbanon óttast að þau muni hljóta sömu örlög og íbúar Gasastrandarinnar. Það er að segja að árásirnar muni valda gífurlegri eyðileggingu og miklu mannfalli meðal óbreytta borgara. Ísraelar hafa sent íbúum tiltekinna svæða í Líbanon skilaboð um að flýja í aðdraganda árása og að halda sig frá stöðum þar sem vopn Hezbollah eru geymd. Flestir íbúa Líbanon hafa þó enga hugmynd um hvar þeir staðir eru. Háttsettir embættismenn og ráðamenn í Ísrael hafa hótað árásum af slíku umfangi, hætti Hezbollah-liðar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael. Sjá einnig: Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í morgun að ríkisstjórn hans myndi halda áfram að ræða mögulegt vopnahlé á komandi dögum en utanríkisráðherra hans hafnaði vopnahléi alfarið í gær og að aðrir embættismenn hafi tekið undir það. Þeirra á meðal var Netanjahús sjálfur. Í frétt Reuters er haft eftir forsætisráðherranum að ísraelskir erindrekar hafi rætt við erindreka frá Bandaríkjunum um tillögur að vopnahléi og að hann kunni að meta viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á friði. Í yfirlýsingu frá Netanjahú vísaði hann ekkert til áðurnefndra ummæla utanríkisráðherrans.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15
Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40
Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03