Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 13:02 Björgunarsveitarmenn að störfum eftir loftárás Ísraela í Beirút. AP/Bilal Hussein Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsamtökum og frá því í að Hezbollah-liðar byrjuðu að skjóta eldflaugum að norðanverðu Ísrael í kjölfar árása Ísraela á Gasaströndina, hafi rúmlega tvö hundruð þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja að 1.540 manns hafi fallið í árásum Ísraela á þessum tíma. Allt að sjötíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín í norðanverðu landinu, vegna árása Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þeir vilji reka vígamenn Hezbollah frá sunnanverðu Líbanon til að stöðva þessar árásir. Þeir hafa jafnvel gefið til kynna að innrás sé í vændum. Sjá einnig: Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Árásir Ísraela hafa verið sérstaklega umfangsmiklar. Óttast sömu örlög og Gasa Fólk í Líbanon óttast að þau muni hljóta sömu örlög og íbúar Gasastrandarinnar. Það er að segja að árásirnar muni valda gífurlegri eyðileggingu og miklu mannfalli meðal óbreytta borgara. Ísraelar hafa sent íbúum tiltekinna svæða í Líbanon skilaboð um að flýja í aðdraganda árása og að halda sig frá stöðum þar sem vopn Hezbollah eru geymd. Flestir íbúa Líbanon hafa þó enga hugmynd um hvar þeir staðir eru. Háttsettir embættismenn og ráðamenn í Ísrael hafa hótað árásum af slíku umfangi, hætti Hezbollah-liðar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael. Sjá einnig: Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í morgun að ríkisstjórn hans myndi halda áfram að ræða mögulegt vopnahlé á komandi dögum en utanríkisráðherra hans hafnaði vopnahléi alfarið í gær og að aðrir embættismenn hafi tekið undir það. Þeirra á meðal var Netanjahús sjálfur. Í frétt Reuters er haft eftir forsætisráðherranum að ísraelskir erindrekar hafi rætt við erindreka frá Bandaríkjunum um tillögur að vopnahléi og að hann kunni að meta viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á friði. Í yfirlýsingu frá Netanjahú vísaði hann ekkert til áðurnefndra ummæla utanríkisráðherrans. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsamtökum og frá því í að Hezbollah-liðar byrjuðu að skjóta eldflaugum að norðanverðu Ísrael í kjölfar árása Ísraela á Gasaströndina, hafi rúmlega tvö hundruð þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja að 1.540 manns hafi fallið í árásum Ísraela á þessum tíma. Allt að sjötíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín í norðanverðu landinu, vegna árása Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þeir vilji reka vígamenn Hezbollah frá sunnanverðu Líbanon til að stöðva þessar árásir. Þeir hafa jafnvel gefið til kynna að innrás sé í vændum. Sjá einnig: Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Árásir Ísraela hafa verið sérstaklega umfangsmiklar. Óttast sömu örlög og Gasa Fólk í Líbanon óttast að þau muni hljóta sömu örlög og íbúar Gasastrandarinnar. Það er að segja að árásirnar muni valda gífurlegri eyðileggingu og miklu mannfalli meðal óbreytta borgara. Ísraelar hafa sent íbúum tiltekinna svæða í Líbanon skilaboð um að flýja í aðdraganda árása og að halda sig frá stöðum þar sem vopn Hezbollah eru geymd. Flestir íbúa Líbanon hafa þó enga hugmynd um hvar þeir staðir eru. Háttsettir embættismenn og ráðamenn í Ísrael hafa hótað árásum af slíku umfangi, hætti Hezbollah-liðar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael. Sjá einnig: Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í morgun að ríkisstjórn hans myndi halda áfram að ræða mögulegt vopnahlé á komandi dögum en utanríkisráðherra hans hafnaði vopnahléi alfarið í gær og að aðrir embættismenn hafi tekið undir það. Þeirra á meðal var Netanjahús sjálfur. Í frétt Reuters er haft eftir forsætisráðherranum að ísraelskir erindrekar hafi rætt við erindreka frá Bandaríkjunum um tillögur að vopnahléi og að hann kunni að meta viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á friði. Í yfirlýsingu frá Netanjahú vísaði hann ekkert til áðurnefndra ummæla utanríkisráðherrans.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15
Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40
Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent