Valdatafl Skák og Mát! Lárus Guðmundsson skrifar 27. september 2024 11:00 Hið pólitíska valdatafl er hafið, fólk í hinum ýmsu flokkum farið að gera sig gildandi og framboðstitringurinn áberandi. Enginn vill vera peð en margir vilja verða riddarar, hrókar eða biskupar, svo eru það þau sem stefna á kónginn eða drottninguna. Áhugaverðir tímar fram undan í íslenskri pólitík! En kíkjum aðeins á stöðuna. Sjálfstæðisflokkur: Þar situr Bjarni Kóngur enn sem karlinn í brúnni og hefur í langan tíma ekki vitað í hvorn fótinn hann eigi að stíga, hægri eða vinstri. Fylgiskannanir alger martröð og Bjarni virðist kominn á endastöð sem formaður. Sleppir ekki tökunum, keppnisskapið bannar honum að yfirgefa flokkinn á lægsta punkti jafnvel þó hann sé mát. Vonbiðlarnir í formanninn eru nokkrir, hrókar, riddarar og biskupar sem láta sig dreyma um að enda sem kóngur eða drottning. Stöllurnar Þórdís Kolbrún , Áslaug Arna og Jón Gunnarsson. Engin af þeim líkleg til að leiða flokkinn úr ógöngunum ? Mögulega kemur svo riddarinn á hvíta hestinum einhvers staðar undan feldi og reynist bjargvættur. Miðflokkurinn með minnsta þingflokkinn geysist áfram á Gullvagninum og fylgið mælist í hæstu hæðum! Þar sitja þeir Sigmundur Davíð og Bergþór fremstir í vagninum og kyrja í kór "Sendu nú gullvagninn að sækja mig" eins og segir í laginu góða. Og þeir eru sannarlega margir sem vilja verða sóttir, gullvagninn laðar að, ekki bara fylgi heldur líka þá sem vilja komast um borð í vagninn, biskupar, riddarar og hrókar. Samfylkingin með drottninguna Kristrúnu Frosta er á toppnum. Fáir skilja ástæðuna en mælska Kristrúnar og skörungsskapur er líklegasta skýringin. Ekki eru það málefnin því að þau eru vægast sagt mjög óljós. En svo er það órólega deildin í flokknum sem mun sýna sig betur þegar nær dregur, sú deild er lítt hrifin af léttri hægri sveiflu sem greina má undir yfirborðinu á orðaflaumi Kristrúnar. Vinstri græn, úff! Þar er fátt um fína drætti ! Peðin áberandi og formannsefnið Svandís Svavarsdóttir aðeins skugginn af þeirri drottningu sem hana langar til að verða. Hvað er til ráða? Svandís kafar líklega ofan í gamlar skúffur föður síns og leitar gömlu málefnanna sem VG stóð einhvern tímann fyrir. Tíminn er orðinn naumur fyrir Svandísi. Axarsköftin of mörg í samstarfinu við Sjálfstæðis og Framsóknarflokk í ríkisstjórnartíð Kötu Jak. Ef VG nær inn á þing eftir kosningar verða mögulega hlutverkaskipti við Miðflokkinn þegar kemur að því að vera minnsti flokkurinn á þingi. Held þó að kannanir sem sýni að VG nái ekki inn á þing, muni ekki standast. Píratar hafa verið að missa peð úr flokknum og ókyrrð merkjanleg í forystu þeirra. Einstaka riddari er þó innanborðs en fátt um fína drætti. Finnst þó Björn Leví þeirra frambærilegastur. Átta mig ekki á stefnumálunum ef einhver eru? Framsókn ætti að fá sér nýtt slagorð, þeir hafa verið bestir í því í fortíðinni. Mín tillaga fyrir þeirra hönd er: Það er ekkert að frétta! Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins er með þingkonurnar Ingu Sæland og Ásthildi Lóu. Þær eru einlægar í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minna mega sín og ég virði það. En dálítið þreytandi þessi hvassi tónn sem Inga Sæland notar alltaf í sínum ræðum og málflutningi. Veikleikinn flokksins felst í skorti á öflugu fólki í þeirra röðum. Viðreisn er miðjumoð og litlaus flokkur, endalaust tal um Evrópusambandið einkennir flokkinn og áberandi þreytumerki eru kringum formann hans. Þurfa nauðsynlega nýtt blóð, er Jón Gnarr svarið? Sósíalistaflokkurinn með Sönnu gæti náð inn á þing, en hún þarf að sanna sig á nýjum vettvangi. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar á næstu mánuðum og andrúmsloftið verður þrungið spennu, baráttan er rétt að byrja. Skákin er hafin og mannfórnir verða, á endanum verða svo einhverjir mát. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Hið pólitíska valdatafl er hafið, fólk í hinum ýmsu flokkum farið að gera sig gildandi og framboðstitringurinn áberandi. Enginn vill vera peð en margir vilja verða riddarar, hrókar eða biskupar, svo eru það þau sem stefna á kónginn eða drottninguna. Áhugaverðir tímar fram undan í íslenskri pólitík! En kíkjum aðeins á stöðuna. Sjálfstæðisflokkur: Þar situr Bjarni Kóngur enn sem karlinn í brúnni og hefur í langan tíma ekki vitað í hvorn fótinn hann eigi að stíga, hægri eða vinstri. Fylgiskannanir alger martröð og Bjarni virðist kominn á endastöð sem formaður. Sleppir ekki tökunum, keppnisskapið bannar honum að yfirgefa flokkinn á lægsta punkti jafnvel þó hann sé mát. Vonbiðlarnir í formanninn eru nokkrir, hrókar, riddarar og biskupar sem láta sig dreyma um að enda sem kóngur eða drottning. Stöllurnar Þórdís Kolbrún , Áslaug Arna og Jón Gunnarsson. Engin af þeim líkleg til að leiða flokkinn úr ógöngunum ? Mögulega kemur svo riddarinn á hvíta hestinum einhvers staðar undan feldi og reynist bjargvættur. Miðflokkurinn með minnsta þingflokkinn geysist áfram á Gullvagninum og fylgið mælist í hæstu hæðum! Þar sitja þeir Sigmundur Davíð og Bergþór fremstir í vagninum og kyrja í kór "Sendu nú gullvagninn að sækja mig" eins og segir í laginu góða. Og þeir eru sannarlega margir sem vilja verða sóttir, gullvagninn laðar að, ekki bara fylgi heldur líka þá sem vilja komast um borð í vagninn, biskupar, riddarar og hrókar. Samfylkingin með drottninguna Kristrúnu Frosta er á toppnum. Fáir skilja ástæðuna en mælska Kristrúnar og skörungsskapur er líklegasta skýringin. Ekki eru það málefnin því að þau eru vægast sagt mjög óljós. En svo er það órólega deildin í flokknum sem mun sýna sig betur þegar nær dregur, sú deild er lítt hrifin af léttri hægri sveiflu sem greina má undir yfirborðinu á orðaflaumi Kristrúnar. Vinstri græn, úff! Þar er fátt um fína drætti ! Peðin áberandi og formannsefnið Svandís Svavarsdóttir aðeins skugginn af þeirri drottningu sem hana langar til að verða. Hvað er til ráða? Svandís kafar líklega ofan í gamlar skúffur föður síns og leitar gömlu málefnanna sem VG stóð einhvern tímann fyrir. Tíminn er orðinn naumur fyrir Svandísi. Axarsköftin of mörg í samstarfinu við Sjálfstæðis og Framsóknarflokk í ríkisstjórnartíð Kötu Jak. Ef VG nær inn á þing eftir kosningar verða mögulega hlutverkaskipti við Miðflokkinn þegar kemur að því að vera minnsti flokkurinn á þingi. Held þó að kannanir sem sýni að VG nái ekki inn á þing, muni ekki standast. Píratar hafa verið að missa peð úr flokknum og ókyrrð merkjanleg í forystu þeirra. Einstaka riddari er þó innanborðs en fátt um fína drætti. Finnst þó Björn Leví þeirra frambærilegastur. Átta mig ekki á stefnumálunum ef einhver eru? Framsókn ætti að fá sér nýtt slagorð, þeir hafa verið bestir í því í fortíðinni. Mín tillaga fyrir þeirra hönd er: Það er ekkert að frétta! Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins er með þingkonurnar Ingu Sæland og Ásthildi Lóu. Þær eru einlægar í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minna mega sín og ég virði það. En dálítið þreytandi þessi hvassi tónn sem Inga Sæland notar alltaf í sínum ræðum og málflutningi. Veikleikinn flokksins felst í skorti á öflugu fólki í þeirra röðum. Viðreisn er miðjumoð og litlaus flokkur, endalaust tal um Evrópusambandið einkennir flokkinn og áberandi þreytumerki eru kringum formann hans. Þurfa nauðsynlega nýtt blóð, er Jón Gnarr svarið? Sósíalistaflokkurinn með Sönnu gæti náð inn á þing, en hún þarf að sanna sig á nýjum vettvangi. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar á næstu mánuðum og andrúmsloftið verður þrungið spennu, baráttan er rétt að byrja. Skákin er hafin og mannfórnir verða, á endanum verða svo einhverjir mát. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar