Matvælastofnun kærði tvo búfjáreigendur til lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 06:37 Hrönn Ólína Jörundardóttir er forstjóri MAST. Matvælastofnun hefur kært tvo einstaklinga til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlitsmanns stofnunarinnar. Um er að ræða tvo aðskilin atvik en báðir kærðu eru búfjáreigendur. Það var Bændablaðið sem greindi fyrst frá en Hrönn Ólína Jörundardóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við Morgunblaðið að vinnureglur séu skýrar hvað varðar mál af þessu tagi. „Í þessum tilfellum upplifði okkar fólk hótanir í sinn garð við eftirlitsstörf með búfénaði. Hjá okkur er verklagið mjög skýrt ef starfsfólk lendir í slíkum aðstæðum. Allt slíkt er kært til lögreglu hvort sem það eru hótanir eða einhvers konar ofbeldi. Þá er málið bara í höndum lögreglunnar,“ segir Hrönn. Frá árinu 2020 hefur MAST fimm sinnum kært búfjáreigendur til lögreglu vegna framkomu þeirra við eftirlitsmenn. Hrönn segir tilfelli sem þessi sem betur fer sjaldgæf ef horft er til fjölda eftirlitsheimsókna. „Í flestum tilfellum eru samskiptin mjög góð. Hótanir eru ekki algengar en koma þó upp,“ segir hún. Í ágúst síðastliðnum var greint frá því að Hrönn og tveir starfsmenn MAST hefðu kært einstakling sem sagður var hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni af hálfu starfsmanna stofnunarinnar. Leiða má líkur að því að umræddur einstaklingur sé Ester Hilmarsdóttir, sem skrifaði aðsenda grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Þar fjallaði hún um rekstrarleyfi MAST til handa Arnarlaxi ehf. á nokkrum stöðu í Ísafjarðardjúpi. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,“ sagði meðal annars í greininni. Lögreglumál Landbúnaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Það var Bændablaðið sem greindi fyrst frá en Hrönn Ólína Jörundardóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við Morgunblaðið að vinnureglur séu skýrar hvað varðar mál af þessu tagi. „Í þessum tilfellum upplifði okkar fólk hótanir í sinn garð við eftirlitsstörf með búfénaði. Hjá okkur er verklagið mjög skýrt ef starfsfólk lendir í slíkum aðstæðum. Allt slíkt er kært til lögreglu hvort sem það eru hótanir eða einhvers konar ofbeldi. Þá er málið bara í höndum lögreglunnar,“ segir Hrönn. Frá árinu 2020 hefur MAST fimm sinnum kært búfjáreigendur til lögreglu vegna framkomu þeirra við eftirlitsmenn. Hrönn segir tilfelli sem þessi sem betur fer sjaldgæf ef horft er til fjölda eftirlitsheimsókna. „Í flestum tilfellum eru samskiptin mjög góð. Hótanir eru ekki algengar en koma þó upp,“ segir hún. Í ágúst síðastliðnum var greint frá því að Hrönn og tveir starfsmenn MAST hefðu kært einstakling sem sagður var hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni af hálfu starfsmanna stofnunarinnar. Leiða má líkur að því að umræddur einstaklingur sé Ester Hilmarsdóttir, sem skrifaði aðsenda grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Þar fjallaði hún um rekstrarleyfi MAST til handa Arnarlaxi ehf. á nokkrum stöðu í Ísafjarðardjúpi. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,“ sagði meðal annars í greininni.
Lögreglumál Landbúnaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira