Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 20:31 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Stöð 2 Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Sumir blaðamannanna höfðu unnið fréttir upp úr tölvupóstum úr síma Páls en þær fjölluðu um sjálfsyfirlýsta „skæruliðadeild“ Samherji. Það var lítill hópur starfsmanna Samherja, þar á meðal tveir lögfræðingar, sem reyndi að hafa áhrif á umræðu um Samherja, meðal annars með því að skrifa greinar í fjölmiðla sem voru birtar í nafni Páls. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, sagði það einu réttu niðurstöðuna í málinu að fella það niður enda hefði málatilbúnaður lögreglu verið tilhæfulaus með öllu frá upphafi. Blaðamennirnir hefðu verið til rannsóknar fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. „Það er með ólíkindum að lögreglustjórinn skuli líta á það sem mögulega refsiverða háttsemi,“ sagði Sigríður Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Réttaróvissa á meðan á rannsókninni stóð Sumir þeirra blaðamanna sem höfðu réttastöðu sakbornings í málinu hafa síðan yfirgefið stéttina. Sigríður Dögg sagði málið hafa hvílt ofboðslega þungt á mörgum og fjölskyldum þeirra sömuleiðis. Það sé ekki að ástæðulausu að Evrópuráðið hafi mælst til þess að lögregla hugsi sig vel um og rökstyðji það vandlega áður en hún ákveður að rannsaka blaðamenn. „Vegna þess að þetta hefur kælingaráhrif, ekki bara á þessa blaðamenn sem um ræðir, heldur alla stéttina,“ sagði formaðurinn. Á meðan rannsókninni stóð hafi réttaróvissa verið í landinu um hvað blaðamönnum væri heimilt að gera í störfum sínum. „Það er bara mjög alvarlegt þegar slíkt gerist.“ Blaðamennirnir sem höfðu réttarstöðu sakbornings voru þau Þóra Arnórsdóttir, þáverandi ritstjóri Kveiks á RÚV, Þórður Snær Júlíusson, þáverandi ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson, þáverandi blaðamaður Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, þáverandi blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, þáverandi blaðamaður Heimildarinnar, og Arnar Þórisson, yfirframleiðandi Kveiks. Fordæmalaus yfirlýsing lögreglustjórans Yfirlýsing lögreglustjórans um ákvörðun hans um að fella rannsóknina niður var um margt sérstæð. Í henni var ákvörðunin rökstudd í löngu máli en fá dæmi eru um að lögregla birti slíkan rökstuðning í opinberum yfirlýsingum, hvað þá svo ítarlega. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Lögreglustjórinn lýsir þannig þeirri afstöðu sinni að þrátt fyrir að rannsóknin hafi verið fellt niður „gætu“ blaðamennirnir hafa sýnt af sér atferli sem gæti flokkast undir brot á friðhelgi einkalífs Páls. Þá er andlegt ástand fyrrverandi eiginkonu Páls, sem tók síma hans og kom til fjölmiðla, reifað í yfirlýsingunni. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir Þeir blaðamenn og lögfræðingar sem Sigríður Dögg ræddi við í dag sögðust aldrei hafa séð aðra eins yfirlýsingu frá lögreglu. Lögmaður Blaðamannafélagsins hefði meðal annars kannað það í dag. „Hann er sammála því að þetta er algerlega fordæmalaus yfirlýsing,“ sagði Sigríður Dögg sem velti fyrir sér hvers vegna lögreglustjórinn hafi ákveðið að rökstyðja niðurstöðuna í svo löngu máli. Lögreglustjórinn hafi kennt blaðamönnunum sjálfum um hversu langan tíma rannsóknin tók vegna þess að þeir ákváðu að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan á henni stóð. Lögreglumál Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Sumir blaðamannanna höfðu unnið fréttir upp úr tölvupóstum úr síma Páls en þær fjölluðu um sjálfsyfirlýsta „skæruliðadeild“ Samherji. Það var lítill hópur starfsmanna Samherja, þar á meðal tveir lögfræðingar, sem reyndi að hafa áhrif á umræðu um Samherja, meðal annars með því að skrifa greinar í fjölmiðla sem voru birtar í nafni Páls. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, sagði það einu réttu niðurstöðuna í málinu að fella það niður enda hefði málatilbúnaður lögreglu verið tilhæfulaus með öllu frá upphafi. Blaðamennirnir hefðu verið til rannsóknar fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. „Það er með ólíkindum að lögreglustjórinn skuli líta á það sem mögulega refsiverða háttsemi,“ sagði Sigríður Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Réttaróvissa á meðan á rannsókninni stóð Sumir þeirra blaðamanna sem höfðu réttastöðu sakbornings í málinu hafa síðan yfirgefið stéttina. Sigríður Dögg sagði málið hafa hvílt ofboðslega þungt á mörgum og fjölskyldum þeirra sömuleiðis. Það sé ekki að ástæðulausu að Evrópuráðið hafi mælst til þess að lögregla hugsi sig vel um og rökstyðji það vandlega áður en hún ákveður að rannsaka blaðamenn. „Vegna þess að þetta hefur kælingaráhrif, ekki bara á þessa blaðamenn sem um ræðir, heldur alla stéttina,“ sagði formaðurinn. Á meðan rannsókninni stóð hafi réttaróvissa verið í landinu um hvað blaðamönnum væri heimilt að gera í störfum sínum. „Það er bara mjög alvarlegt þegar slíkt gerist.“ Blaðamennirnir sem höfðu réttarstöðu sakbornings voru þau Þóra Arnórsdóttir, þáverandi ritstjóri Kveiks á RÚV, Þórður Snær Júlíusson, þáverandi ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson, þáverandi blaðamaður Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, þáverandi blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, þáverandi blaðamaður Heimildarinnar, og Arnar Þórisson, yfirframleiðandi Kveiks. Fordæmalaus yfirlýsing lögreglustjórans Yfirlýsing lögreglustjórans um ákvörðun hans um að fella rannsóknina niður var um margt sérstæð. Í henni var ákvörðunin rökstudd í löngu máli en fá dæmi eru um að lögregla birti slíkan rökstuðning í opinberum yfirlýsingum, hvað þá svo ítarlega. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Lögreglustjórinn lýsir þannig þeirri afstöðu sinni að þrátt fyrir að rannsóknin hafi verið fellt niður „gætu“ blaðamennirnir hafa sýnt af sér atferli sem gæti flokkast undir brot á friðhelgi einkalífs Páls. Þá er andlegt ástand fyrrverandi eiginkonu Páls, sem tók síma hans og kom til fjölmiðla, reifað í yfirlýsingunni. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir Þeir blaðamenn og lögfræðingar sem Sigríður Dögg ræddi við í dag sögðust aldrei hafa séð aðra eins yfirlýsingu frá lögreglu. Lögmaður Blaðamannafélagsins hefði meðal annars kannað það í dag. „Hann er sammála því að þetta er algerlega fordæmalaus yfirlýsing,“ sagði Sigríður Dögg sem velti fyrir sér hvers vegna lögreglustjórinn hafi ákveðið að rökstyðja niðurstöðuna í svo löngu máli. Lögreglustjórinn hafi kennt blaðamönnunum sjálfum um hversu langan tíma rannsóknin tók vegna þess að þeir ákváðu að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan á henni stóð.
Lögreglumál Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira