Hvers vegna er skiltið í Kúrlandi svo hátt uppi? Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 20:51 Skiltið við Kúrland fær alla jafna að vera í friði, í það minnsta síðustu átta ár. Vísir/Rúnar Skilti í Reykjavík fá almennt að standa algjörlega óáreitt að sögn skrifstofustjóra hjá borginni. Frægur skiltastuldur olli því ekki að skiltið við Kúrland var hækkað verulega. Í gegnum árin hefur marga grunað það tengjast tíðum stuldi á skiltinu, líkt og gerðist árið 2016 þegar skiltinu var stolið og vakti það mikla athygli þegar það sást síðan á samfélagsmiðlum hengt uppi á vegg í svefnherbergi úti í bæ. 🤔 pic.twitter.com/6tL0rsIoxb— Ásdís Sigurbergsdóttir (@asdissig) August 29, 2016 Skiljanlega kannski, hver myndi ekki vilja gista í kósý Kúrlandi? En er það ástæðan fyrir því að skiltið er svo hátt uppi? „Nei, hér er þetta bara einhver tilviljun. Ég myndi segja að þetta væri bara út af því að það hafi verið sett skilti sem hafi verið tekið í burtu og þetta skilti ekki lækkað,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstur og umhirðu borgarlandsins. Það er nefnilega þannig að þegar ný skilti eru sett á staura þar sem þegar eru götuskilti, til dæmis þegar bæta þarf við biðskylduskilti eða öðru slíku, er götuheitið fært ofar. Þarna hafi það verið gert að öllum líkindum en Kúrlandsskiltið ekki fært neðar þegar hitt var fjarlægt. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir/Rúnar Þjófnaðurinn því alls ótengdur hækkuninni. Hjalti segir meira að segja að þjófnaður á skiltum sé mjög óalgengur. Meira að segja skiltið við Svarthöfða hefur fengið að standa óáreitt í tæp níu ár. „Auðvitað er ýmislegt tekið sem er lauslegt. En samt sem áður er það ekki algengt. Götugögnin eins og við köllum þetta eru yfirleitt látin í friði. Kannski færð til út af einhverju en látin í friði. Við verðum ekki fyrir miklum afföllum út af því að einhver er að stela eða taka keilur eða önnur götugögn. Skilti og svo framvegis,“ segir Hjalti. Og þá bara að kaupa Kúrlandsskilti, frekar en að stela því? „Bara fara í næstu skiltagerð og segja: „Ég vil fá nákvæmlega svona skilti, Kúrland. Ég ætla að setja það einhvers staðar inni hjá mér.“ Já, gera það bara svoleiðis,“ segir Hjalti. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Í gegnum árin hefur marga grunað það tengjast tíðum stuldi á skiltinu, líkt og gerðist árið 2016 þegar skiltinu var stolið og vakti það mikla athygli þegar það sást síðan á samfélagsmiðlum hengt uppi á vegg í svefnherbergi úti í bæ. 🤔 pic.twitter.com/6tL0rsIoxb— Ásdís Sigurbergsdóttir (@asdissig) August 29, 2016 Skiljanlega kannski, hver myndi ekki vilja gista í kósý Kúrlandi? En er það ástæðan fyrir því að skiltið er svo hátt uppi? „Nei, hér er þetta bara einhver tilviljun. Ég myndi segja að þetta væri bara út af því að það hafi verið sett skilti sem hafi verið tekið í burtu og þetta skilti ekki lækkað,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstur og umhirðu borgarlandsins. Það er nefnilega þannig að þegar ný skilti eru sett á staura þar sem þegar eru götuskilti, til dæmis þegar bæta þarf við biðskylduskilti eða öðru slíku, er götuheitið fært ofar. Þarna hafi það verið gert að öllum líkindum en Kúrlandsskiltið ekki fært neðar þegar hitt var fjarlægt. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir/Rúnar Þjófnaðurinn því alls ótengdur hækkuninni. Hjalti segir meira að segja að þjófnaður á skiltum sé mjög óalgengur. Meira að segja skiltið við Svarthöfða hefur fengið að standa óáreitt í tæp níu ár. „Auðvitað er ýmislegt tekið sem er lauslegt. En samt sem áður er það ekki algengt. Götugögnin eins og við köllum þetta eru yfirleitt látin í friði. Kannski færð til út af einhverju en látin í friði. Við verðum ekki fyrir miklum afföllum út af því að einhver er að stela eða taka keilur eða önnur götugögn. Skilti og svo framvegis,“ segir Hjalti. Og þá bara að kaupa Kúrlandsskilti, frekar en að stela því? „Bara fara í næstu skiltagerð og segja: „Ég vil fá nákvæmlega svona skilti, Kúrland. Ég ætla að setja það einhvers staðar inni hjá mér.“ Já, gera það bara svoleiðis,“ segir Hjalti.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira