Hvers vegna er skiltið í Kúrlandi svo hátt uppi? Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 20:51 Skiltið við Kúrland fær alla jafna að vera í friði, í það minnsta síðustu átta ár. Vísir/Rúnar Skilti í Reykjavík fá almennt að standa algjörlega óáreitt að sögn skrifstofustjóra hjá borginni. Frægur skiltastuldur olli því ekki að skiltið við Kúrland var hækkað verulega. Í gegnum árin hefur marga grunað það tengjast tíðum stuldi á skiltinu, líkt og gerðist árið 2016 þegar skiltinu var stolið og vakti það mikla athygli þegar það sást síðan á samfélagsmiðlum hengt uppi á vegg í svefnherbergi úti í bæ. 🤔 pic.twitter.com/6tL0rsIoxb— Ásdís Sigurbergsdóttir (@asdissig) August 29, 2016 Skiljanlega kannski, hver myndi ekki vilja gista í kósý Kúrlandi? En er það ástæðan fyrir því að skiltið er svo hátt uppi? „Nei, hér er þetta bara einhver tilviljun. Ég myndi segja að þetta væri bara út af því að það hafi verið sett skilti sem hafi verið tekið í burtu og þetta skilti ekki lækkað,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstur og umhirðu borgarlandsins. Það er nefnilega þannig að þegar ný skilti eru sett á staura þar sem þegar eru götuskilti, til dæmis þegar bæta þarf við biðskylduskilti eða öðru slíku, er götuheitið fært ofar. Þarna hafi það verið gert að öllum líkindum en Kúrlandsskiltið ekki fært neðar þegar hitt var fjarlægt. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir/Rúnar Þjófnaðurinn því alls ótengdur hækkuninni. Hjalti segir meira að segja að þjófnaður á skiltum sé mjög óalgengur. Meira að segja skiltið við Svarthöfða hefur fengið að standa óáreitt í tæp níu ár. „Auðvitað er ýmislegt tekið sem er lauslegt. En samt sem áður er það ekki algengt. Götugögnin eins og við köllum þetta eru yfirleitt látin í friði. Kannski færð til út af einhverju en látin í friði. Við verðum ekki fyrir miklum afföllum út af því að einhver er að stela eða taka keilur eða önnur götugögn. Skilti og svo framvegis,“ segir Hjalti. Og þá bara að kaupa Kúrlandsskilti, frekar en að stela því? „Bara fara í næstu skiltagerð og segja: „Ég vil fá nákvæmlega svona skilti, Kúrland. Ég ætla að setja það einhvers staðar inni hjá mér.“ Já, gera það bara svoleiðis,“ segir Hjalti. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Í gegnum árin hefur marga grunað það tengjast tíðum stuldi á skiltinu, líkt og gerðist árið 2016 þegar skiltinu var stolið og vakti það mikla athygli þegar það sást síðan á samfélagsmiðlum hengt uppi á vegg í svefnherbergi úti í bæ. 🤔 pic.twitter.com/6tL0rsIoxb— Ásdís Sigurbergsdóttir (@asdissig) August 29, 2016 Skiljanlega kannski, hver myndi ekki vilja gista í kósý Kúrlandi? En er það ástæðan fyrir því að skiltið er svo hátt uppi? „Nei, hér er þetta bara einhver tilviljun. Ég myndi segja að þetta væri bara út af því að það hafi verið sett skilti sem hafi verið tekið í burtu og þetta skilti ekki lækkað,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstur og umhirðu borgarlandsins. Það er nefnilega þannig að þegar ný skilti eru sett á staura þar sem þegar eru götuskilti, til dæmis þegar bæta þarf við biðskylduskilti eða öðru slíku, er götuheitið fært ofar. Þarna hafi það verið gert að öllum líkindum en Kúrlandsskiltið ekki fært neðar þegar hitt var fjarlægt. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir/Rúnar Þjófnaðurinn því alls ótengdur hækkuninni. Hjalti segir meira að segja að þjófnaður á skiltum sé mjög óalgengur. Meira að segja skiltið við Svarthöfða hefur fengið að standa óáreitt í tæp níu ár. „Auðvitað er ýmislegt tekið sem er lauslegt. En samt sem áður er það ekki algengt. Götugögnin eins og við köllum þetta eru yfirleitt látin í friði. Kannski færð til út af einhverju en látin í friði. Við verðum ekki fyrir miklum afföllum út af því að einhver er að stela eða taka keilur eða önnur götugögn. Skilti og svo framvegis,“ segir Hjalti. Og þá bara að kaupa Kúrlandsskilti, frekar en að stela því? „Bara fara í næstu skiltagerð og segja: „Ég vil fá nákvæmlega svona skilti, Kúrland. Ég ætla að setja það einhvers staðar inni hjá mér.“ Já, gera það bara svoleiðis,“ segir Hjalti.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira