Viðskipti innlent

Spá enn einum fundinum án breytingar

Árni Sæberg skrifar
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms.

Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að ýmsar vísbendingar séu um að verðbólguþrýstingur fari hjaðnandi og spenna í hagkerfinu sé á undanhaldi. Greiningardeildin spái því að vaxtalækkunarferli hefjist í nóvember og að það herði á lækkunartaktinum eftir því sem hagkerfið kólnar frekar og verðbólga hjaðnar.

„Eftir fremur harðan tón peningastefnunefndar í ágúst, þar sem vaxtalækkun bar yfir höfuð ekki á góma, eru litlar líkur á að nefndinni hafi snúist hugur um þörfina fyrir peningalegt aðhald á næstunni. Ágústákvörðunin var einnig sú fyrsta þetta árið þar sem allir meðlimir nefndarinnar voru sammála um að halda vöxtunum óbreyttum. Það væru hins vegar að okkar mati gild rök fyrir því að opna aftur á hugsanlega lækkun vaxta á næstunni í yfirlýsingu nefndarinnar, líkt og gefið var í skyn við vaxtaákvarðanir fyrr á árinu.“


Tengdar fréttir

Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025

Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×