Jón Gnarr skráður í Viðreisn og ætlar á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2024 10:23 Jón Gnarr greiðir atkvæði í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn. Vísir/Anton Brink Jón Gnarr ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir Vísis. Jón hefur skráð sig í flokkinn sem heldur haustþing um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Jón að mæta á fundinn sem fram fer í Hlégarði í Mosfellsbæ á laugardaginn. Jón Gnarr er búsettur í gamla vesturbænum í Reykjavík og má telja líklegt að hann bjóði fram í Reykjavíkurkjördæmi norður hljóti hann náð nýrra flokksfélaga sinna. Flokkurinn fékk fimm þingmenn í síðustu kosningum og tvo í Reykjavík. Hönnu Katrínu Friðriksson í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viðreisn mældist með 11,3 prósent í síðustu skoðanakönnun Maskínu. Flokkurinn fékk 8,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Að óbreyttu verður kosið til Alþingis haustið 2025. Jón Gnarr er 57 ára leikari og útvarpsmaður sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum 2010 fyrir Besta flokkinn sem var stofnaður ári fyrr. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur og varð Jón borgarstjóri til ársins 2014. Þá kvaddi flokkurinn pólitíska sviðið en sumir borgarfulltrúar sneru sér að þingmennsku fyrir Bjarta framtíð. Jón gekk í raðir Samfylkingarinnar árið 2017. „Mér líst bara rosalega vel á Samfylkinguna. Mér finnst þetta mjög spennandi frambjóðendur og það er mikið af nýju fólki,“ sagði Jón á þeim tímapunkti. Hann útilokaði ekki störf fyrir flokkinn á þeim tímapunkti. Jón bauð svo fram krafta sína til embættis forseta Íslands í vor. Hann hlaut 10,1 prósent fylgi og endaði í fjórða sæti frambjóðenda. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar. Viðreisn Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Jón að mæta á fundinn sem fram fer í Hlégarði í Mosfellsbæ á laugardaginn. Jón Gnarr er búsettur í gamla vesturbænum í Reykjavík og má telja líklegt að hann bjóði fram í Reykjavíkurkjördæmi norður hljóti hann náð nýrra flokksfélaga sinna. Flokkurinn fékk fimm þingmenn í síðustu kosningum og tvo í Reykjavík. Hönnu Katrínu Friðriksson í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viðreisn mældist með 11,3 prósent í síðustu skoðanakönnun Maskínu. Flokkurinn fékk 8,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Að óbreyttu verður kosið til Alþingis haustið 2025. Jón Gnarr er 57 ára leikari og útvarpsmaður sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum 2010 fyrir Besta flokkinn sem var stofnaður ári fyrr. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur og varð Jón borgarstjóri til ársins 2014. Þá kvaddi flokkurinn pólitíska sviðið en sumir borgarfulltrúar sneru sér að þingmennsku fyrir Bjarta framtíð. Jón gekk í raðir Samfylkingarinnar árið 2017. „Mér líst bara rosalega vel á Samfylkinguna. Mér finnst þetta mjög spennandi frambjóðendur og það er mikið af nýju fólki,“ sagði Jón á þeim tímapunkti. Hann útilokaði ekki störf fyrir flokkinn á þeim tímapunkti. Jón bauð svo fram krafta sína til embættis forseta Íslands í vor. Hann hlaut 10,1 prósent fylgi og endaði í fjórða sæti frambjóðenda. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar.
Viðreisn Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent