Svikin loforð gagnvart börnum? Hildur Rós Guðbjargardóttir skrifar 25. september 2024 17:32 Á kjörtímabilinu 2002-2006 var Hafnarfjörður undir stjórn Samfylkingarinnar fyrst allra sveitarfélaga til að taka upp frístundastyrk fyrir börn og ungmenni. Markmið með styrknum er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnarstarf. Allar götur síðan hafa fulltrúar Samfylkingarinnar verið ötulir talsmenn styrksins. En það er nefnilega það, frístundastyrkurinn er eitt öflugasta tæki sem sveitarfélög hafa til að auka þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þátttaka í slíku starfi er ein öflugasta forvörnum sem völ er á. Í huga meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er frístundastyrkurinn ekki merkilegri en svo að meirihlutinn samþykkti ekki tillögur Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um að lækka aldursviðmiðin úr 6 ára í 5 ára og hækka frístundastyrkinn næstu áramót svo hann yrði 65.000 kr. fyrir hvert barn frá og með 1. Janúar 2025 og 75.000 kr. frá og með 1. Janúar 2026. En frístundastyrkurinn í Hafnarfirði hefur ekki fylgt verðlagsþróun og er lægri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Og miklu lægri en í Reykjavík, þar sem hann er 75.000 kr. á hvern einstakling. Hljóð og mynd fara ekki saman Það er mér ráðgáta af hverju það gerist, þegar tillögur koma fram sem snúa að því að styðja frekar við barnafjölskyldur í Hafnarfirði þá mæta þær andstöðu meirihlutans. Fyrst var það þessi mikla andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í boði ríkisins. Bæjarstjóri í broddi fylkingar lýsti endurtekið andstöðu sinni, þrátt fyrir að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins væri kveðið á um að á kjörtímabilinu yrðu markviss skref tekinn í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Aftur samþykkja þau ekki að hækka frístundastyrkinn eða lækka aldursviðmiðin. Þess má þó geta að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins sé talað um að lækka aldursviðmiðin fyrir frístundastyrkinn niður í þriggja ára aldur. Nú er síðari hluti kjörtímabilsins hafinn og það virðist augljóst að engin áform eru uppi um að standa við þessi gefnu loforð. Hljóð og mynd fara ekki saman. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Íþróttir barna Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Skoðun Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Á kjörtímabilinu 2002-2006 var Hafnarfjörður undir stjórn Samfylkingarinnar fyrst allra sveitarfélaga til að taka upp frístundastyrk fyrir börn og ungmenni. Markmið með styrknum er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnarstarf. Allar götur síðan hafa fulltrúar Samfylkingarinnar verið ötulir talsmenn styrksins. En það er nefnilega það, frístundastyrkurinn er eitt öflugasta tæki sem sveitarfélög hafa til að auka þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þátttaka í slíku starfi er ein öflugasta forvörnum sem völ er á. Í huga meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er frístundastyrkurinn ekki merkilegri en svo að meirihlutinn samþykkti ekki tillögur Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um að lækka aldursviðmiðin úr 6 ára í 5 ára og hækka frístundastyrkinn næstu áramót svo hann yrði 65.000 kr. fyrir hvert barn frá og með 1. Janúar 2025 og 75.000 kr. frá og með 1. Janúar 2026. En frístundastyrkurinn í Hafnarfirði hefur ekki fylgt verðlagsþróun og er lægri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Og miklu lægri en í Reykjavík, þar sem hann er 75.000 kr. á hvern einstakling. Hljóð og mynd fara ekki saman Það er mér ráðgáta af hverju það gerist, þegar tillögur koma fram sem snúa að því að styðja frekar við barnafjölskyldur í Hafnarfirði þá mæta þær andstöðu meirihlutans. Fyrst var það þessi mikla andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í boði ríkisins. Bæjarstjóri í broddi fylkingar lýsti endurtekið andstöðu sinni, þrátt fyrir að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins væri kveðið á um að á kjörtímabilinu yrðu markviss skref tekinn í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Aftur samþykkja þau ekki að hækka frístundastyrkinn eða lækka aldursviðmiðin. Þess má þó geta að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins sé talað um að lækka aldursviðmiðin fyrir frístundastyrkinn niður í þriggja ára aldur. Nú er síðari hluti kjörtímabilsins hafinn og það virðist augljóst að engin áform eru uppi um að standa við þessi gefnu loforð. Hljóð og mynd fara ekki saman. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun