Svikin loforð gagnvart börnum? Hildur Rós Guðbjargardóttir skrifar 25. september 2024 17:32 Á kjörtímabilinu 2002-2006 var Hafnarfjörður undir stjórn Samfylkingarinnar fyrst allra sveitarfélaga til að taka upp frístundastyrk fyrir börn og ungmenni. Markmið með styrknum er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnarstarf. Allar götur síðan hafa fulltrúar Samfylkingarinnar verið ötulir talsmenn styrksins. En það er nefnilega það, frístundastyrkurinn er eitt öflugasta tæki sem sveitarfélög hafa til að auka þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þátttaka í slíku starfi er ein öflugasta forvörnum sem völ er á. Í huga meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er frístundastyrkurinn ekki merkilegri en svo að meirihlutinn samþykkti ekki tillögur Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um að lækka aldursviðmiðin úr 6 ára í 5 ára og hækka frístundastyrkinn næstu áramót svo hann yrði 65.000 kr. fyrir hvert barn frá og með 1. Janúar 2025 og 75.000 kr. frá og með 1. Janúar 2026. En frístundastyrkurinn í Hafnarfirði hefur ekki fylgt verðlagsþróun og er lægri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Og miklu lægri en í Reykjavík, þar sem hann er 75.000 kr. á hvern einstakling. Hljóð og mynd fara ekki saman Það er mér ráðgáta af hverju það gerist, þegar tillögur koma fram sem snúa að því að styðja frekar við barnafjölskyldur í Hafnarfirði þá mæta þær andstöðu meirihlutans. Fyrst var það þessi mikla andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í boði ríkisins. Bæjarstjóri í broddi fylkingar lýsti endurtekið andstöðu sinni, þrátt fyrir að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins væri kveðið á um að á kjörtímabilinu yrðu markviss skref tekinn í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Aftur samþykkja þau ekki að hækka frístundastyrkinn eða lækka aldursviðmiðin. Þess má þó geta að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins sé talað um að lækka aldursviðmiðin fyrir frístundastyrkinn niður í þriggja ára aldur. Nú er síðari hluti kjörtímabilsins hafinn og það virðist augljóst að engin áform eru uppi um að standa við þessi gefnu loforð. Hljóð og mynd fara ekki saman. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Íþróttir barna Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Á kjörtímabilinu 2002-2006 var Hafnarfjörður undir stjórn Samfylkingarinnar fyrst allra sveitarfélaga til að taka upp frístundastyrk fyrir börn og ungmenni. Markmið með styrknum er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnarstarf. Allar götur síðan hafa fulltrúar Samfylkingarinnar verið ötulir talsmenn styrksins. En það er nefnilega það, frístundastyrkurinn er eitt öflugasta tæki sem sveitarfélög hafa til að auka þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þátttaka í slíku starfi er ein öflugasta forvörnum sem völ er á. Í huga meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er frístundastyrkurinn ekki merkilegri en svo að meirihlutinn samþykkti ekki tillögur Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um að lækka aldursviðmiðin úr 6 ára í 5 ára og hækka frístundastyrkinn næstu áramót svo hann yrði 65.000 kr. fyrir hvert barn frá og með 1. Janúar 2025 og 75.000 kr. frá og með 1. Janúar 2026. En frístundastyrkurinn í Hafnarfirði hefur ekki fylgt verðlagsþróun og er lægri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Og miklu lægri en í Reykjavík, þar sem hann er 75.000 kr. á hvern einstakling. Hljóð og mynd fara ekki saman Það er mér ráðgáta af hverju það gerist, þegar tillögur koma fram sem snúa að því að styðja frekar við barnafjölskyldur í Hafnarfirði þá mæta þær andstöðu meirihlutans. Fyrst var það þessi mikla andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í boði ríkisins. Bæjarstjóri í broddi fylkingar lýsti endurtekið andstöðu sinni, þrátt fyrir að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins væri kveðið á um að á kjörtímabilinu yrðu markviss skref tekinn í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Aftur samþykkja þau ekki að hækka frístundastyrkinn eða lækka aldursviðmiðin. Þess má þó geta að í meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins sé talað um að lækka aldursviðmiðin fyrir frístundastyrkinn niður í þriggja ára aldur. Nú er síðari hluti kjörtímabilsins hafinn og það virðist augljóst að engin áform eru uppi um að standa við þessi gefnu loforð. Hljóð og mynd fara ekki saman. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar