Opið bréf til fjölmiðla Magnús Guðmundsson skrifar 26. september 2024 09:03 Nú er komið nóg, kaupin á eyrinni ganga ekki svona fyrir sig. Fréttaflutningur margra fjölmiðla af áformum Kleifa fiskeldis um sjókvíaeldi á Norðurlandi hefur hljómað í eyrum landsmanna undanfarnar vikur, nú síðast á RÚV 22.09.2024. RÚV hefði verið í lófa lagið að kynna sér laxeldislögin frá 2019 , sem eru í fullu gildi, í stað þess að rjúka til og spyrja fólk á Norðurlandi um afstöðu til þessa sjókvíaeldis. Í 4. og 6. gr. laganna kemur fram. 6. gr. b. Burðarþolsmat. “Ráðherra ákveður hvaða firði eða hafsvæði skuli meta til burðarþols og hvenær það skuli gert.” 4. gr. a. Skipting hafsvæða í eldissvæði, auglýsing og úthlutun þeirra. “Auglýsa skal opinberlega úthlutun eldissvæða. Við mat á tilboðum kemur m.a. til skoðunar upphæð tilboðs, reynsla af fiskeldisstarfsemi, fjárhagslegur styrkur, mælikvarðar sem mæla hvernig tilboðsgjafi hefur stundað rekstur sinn og upplýsingar um það hvernig tilboðsgjafi hyggst stunda reksturinn, m.a. út frá umhverfissjónarmiðum.” “Ráðherra ákveður hvenær eldissvæðum er úthlutað og hversu mörgum er úthlutað hverju sinni.” Eyjafjörður er auglýstur friðaður og Héðinsfjörður er eyðifjörður. Það er stefna stjórnvalda að leyfa ekki sjókvíaeldi í eyðifjörðum. Eins og sést í lögunum er það ráðherra, sem tekur ákvörðun um hvaða hafsvæði á að burðarþolsmeta og eftir atvikum úthluta. Kleifar fiskeldi virðist hafa misst af því að gamla úrelda aðferðin, þar sem fyrirtækin sóttu um eldissvæði og sáu svo sjálf um rest, er ekk lengur í gildi. Til að kaupa velvild sveitarfélaganna eru Kleifar með gylliboð til þeirra um ókeypis hlut í sjókvíaeldinu. Samþykki sveitarfélögin það fá þau 10,1% af arðgreiðslum félagsins. Sveitarfélögin þurfa ekki að vera að hugsa um þetta gylliboð Kleifa, því eins og sést að ofan er það ráðherra sem tekur ákvarðanir um allt ferlið og á endanum er allt boðið út. Kleifar ganga því ekki að neinu vísu. Patreksfjörður Yfirgangur laxeldisfyrirtækja fyrir vestan, og hjálpsemi ríkisstofnana sem styðja við yfirganginn er fréttnæmur. Má þar nefna Kvígindisdal í Patreksfirði þar sem stóra slysasleppingin var í fyrra. MAST kærði slysasleppinguna til lögreglu og hún er enn í rannsókn. Þrátt fyrir það endurnýjaði MAST rekstrarleyfi Arctic Sea Farm á svæðinu til 16 ára. Sú endurnýjun er í kæruferli. Stóri lúsafaraldurinn í Patreks- og Tálknafirði í fyrra var vegna þess að fjarlægðamörk, smitvarnir og dýravelferð í reglugerðum voru ekki virt. Ekkert er gert til að leiðrétta það í endurnýjaða rekstrarleyfinu. Ísafjarðardjúp Ísafjarðardjúp er ein sorgarsaga frá upphafi strandsvæðaskipulagsvinnunnar til úthlutunar rekstrarleyfa. Eldissvæðin í nýja skipulaginu eru öll inni í hvítum ljósgeirum þriggja vita í Djúpinu. Þrátt fyrir það streyma rekstrarleyfin frá MAST út til Arctic Sea Farm og Arnarlax. Svæði við Sandeyri á Snæfjallaströnd fékk m.a.s. byggingarleyfi hjá HMS, þrátt fyrir að vera innan hvíts ljósgeira frá Óshólavita. Þarna á Vegagerðin að stíga inn og vitna í 4. grein vitalaga https://www.althingi.is/lagas/nuna/1999132.html , sem er svona: " Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin] 1) látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu." Vegagerðin á erfitt verk fyrir höndum, því um 70% alls sjókvíaeldis við landið er í hvítum ljósgeirum vita. Það vantar sárlega að fjölmiðlar fjalli á gagnrýninn hátt um skaðleg áhrif sjókvíaeldis á náttúru, umhverfi og aðra atvinnustarfsemi. Seyðisfjörður Seyðisfjörður er síðasti fjörðurinn, sem fór inn í umsóknarferli, áður en ákvæði um útboðsskyldu kom í lög árið 2019. Seyðisfjörður átti aldrei að fara í burðarþols- og umhverfismat vegna annarrar starfssemi í firðinum. Farice-1 strengurinn er með helgunarsvæði upp á 463 m til beggja handa. Ríkisfyrirtækið Farice ehf hefur verið hundsað allt frá því aðvaranir þess komu út í skýrslu til Skipulagsstofnunar 23.12.2020, og það lítur út fyrir að svo verði áfram þrátt fyrir að um þjóðaröryggismál og netöryggi tveggja þjóða sé að ræða, þ.e. Íslands og Færeyja. Skipan þjóðaröryggisráðs: Forsætisráðherra, formaður Utanríkisráðherra Dómsmálaráðherra Ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, og dómsmálaráðuneytis Fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar Ríkislögreglustjóri Forstjóri Landhelgisgæslu Íslands Tveir þingmenn og skal annar þingmaðurinn vera úr þingflokki sem skipar meiri hluta á þingi en hinn úr þingflokki minni hluta VÁ veit ekki til þess að þjóðaröryggisráð hafi komið að málefnum Farice-1 strengsins á nokkurn hátt, né gefið frá sér neina yfirlýsingu. Það vantar fréttaflutning af þessu því þetta er hagsmunamál almennings. Innsiglingin Innsiglingin inn Seyðisfjörð að góðri höfn er þröng. Höfnin er ein af 32 grunnnetshöfnum og ein af 5 megingáttum til landsins, í samevrópska flutningsnetinu, ferjuhöfn til 50 ára og önnur stærsta ferðamannagátt landsins. Grunnnetshafnir njóta siglingaverndar, sem þýðir að það á að tryggja skipum af öllum stærðum og gerðum, farmi , farþegum og áhöfn örugga siglingaleið að höfn. Á Íslandi er siglingaöryggi ekki betur tryggt en svo, að það eru sjókvíaeldisfyrirtækin, sem fá verkfræðistofur til að vinna fyrir sig áhættumat siglinga. Við gerð strandsvæðaskipulagsins átti siglingaöryggið að liggja fyrir, sem grunnforsenda fyrir skipulaginu. Ofanflóð Í Seyðisfirði er víða ofanflóðahætta, m.a. í Selsstaðavík þar sem gert er ráð fyrir eldissvæði. Veðurstofan lagði mikla áherslu á það í athugasemdum sínum í skipulagsvinnunni að áhættumat ofanflóða væri virt. Umsóknaraðilinn Kaldvík hefur nú látið gera nýtt ofanflóðamat, sem það bað um á röngum forsendum, þ.e. út frá sjókvíum eingöngu en ekki eldissvæðinu öllu. Þessar röngu forsendur breyta fyrra ofanflóðamati Veðurstofunnar, sem getur aldrei gengið og eru ótæk vinnubrögð. En enn og aftur er það sjókvíaeldisfyrirtækið, sem tekur völdin af ríkisstofnunum. Öryggismálum og almannahagsmunum er vikið til hliðar. Umhverfið Í Seyðisfirði eru umhverfislög brotin. Grænt svæði í umhverfismati var þurrkað út til að koma fyrIr sjókvíaeldissvæði, í stað þess að stækka græna svæðið og friða fjöruna eins og gert er víða um land. Sagan endurtekur sig. Sjókvíaeldið og hagsmunir eigenda þess ráða en umhverfinu er fórnað. Íbúalýðræðið Skv. skoðanakönnun Gallup, sem Múlaþing lét gera, vill 75 % kosningabærra íbúa ekki sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Það er sárt fyrir fólk að búa í samfélagi þar sem hagsmunir eins fyrirtækis eru teknir fram yfir eindreginn vilja íbúanna og hagsmuni þeirrar atvinnustarfsemi sem fyrir er. Loftmynd af Seyðisfjarðarkaupstað Til að glöggva sig á lágmarks stærð á einni eldisstöð fyrir 12 kvíar 100*100 m og tilheyrandi akkerisfestingar höfum við sett gulan ferhyrning yfir kaupstaðinn. Eins og sést nær svæðið frá brúnni yfir Fjarðará að miðju frystihúsi. Sótt er um þrjár svona stöðvar í innsiglingunni inn fjörðinn. Eldisstöðvarnar komast ekki fyrir í firðinum nema að loka siglingaleiðinni fyrir stórum skipum og vaða yfir helgunarsvæði Farice-1 fjarskiptastrengsins. Vonandi vaknar meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings áður en siglingaleiðin að góðri höfn, sem aflar mikilla tekna, verður illfær. Með þeim ráðherrum sem sitja í Þjóðaröryggisráði, koma alls sjö ráðherrar að sjókvíaeldismálinu í Seyðisfirði. Ráðherrar verða að átta sig á því að það gengur ekki upp að ógna netöryggi tveggja þjóða fyrir stundarhagsmuni eins sjókvíaeldisfyrirtækis. Farice-1 er mikilvægur innviður í eign ríkisins. Höfundur er félagi í VÁ – félagi um vernd fjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú er komið nóg, kaupin á eyrinni ganga ekki svona fyrir sig. Fréttaflutningur margra fjölmiðla af áformum Kleifa fiskeldis um sjókvíaeldi á Norðurlandi hefur hljómað í eyrum landsmanna undanfarnar vikur, nú síðast á RÚV 22.09.2024. RÚV hefði verið í lófa lagið að kynna sér laxeldislögin frá 2019 , sem eru í fullu gildi, í stað þess að rjúka til og spyrja fólk á Norðurlandi um afstöðu til þessa sjókvíaeldis. Í 4. og 6. gr. laganna kemur fram. 6. gr. b. Burðarþolsmat. “Ráðherra ákveður hvaða firði eða hafsvæði skuli meta til burðarþols og hvenær það skuli gert.” 4. gr. a. Skipting hafsvæða í eldissvæði, auglýsing og úthlutun þeirra. “Auglýsa skal opinberlega úthlutun eldissvæða. Við mat á tilboðum kemur m.a. til skoðunar upphæð tilboðs, reynsla af fiskeldisstarfsemi, fjárhagslegur styrkur, mælikvarðar sem mæla hvernig tilboðsgjafi hefur stundað rekstur sinn og upplýsingar um það hvernig tilboðsgjafi hyggst stunda reksturinn, m.a. út frá umhverfissjónarmiðum.” “Ráðherra ákveður hvenær eldissvæðum er úthlutað og hversu mörgum er úthlutað hverju sinni.” Eyjafjörður er auglýstur friðaður og Héðinsfjörður er eyðifjörður. Það er stefna stjórnvalda að leyfa ekki sjókvíaeldi í eyðifjörðum. Eins og sést í lögunum er það ráðherra, sem tekur ákvörðun um hvaða hafsvæði á að burðarþolsmeta og eftir atvikum úthluta. Kleifar fiskeldi virðist hafa misst af því að gamla úrelda aðferðin, þar sem fyrirtækin sóttu um eldissvæði og sáu svo sjálf um rest, er ekk lengur í gildi. Til að kaupa velvild sveitarfélaganna eru Kleifar með gylliboð til þeirra um ókeypis hlut í sjókvíaeldinu. Samþykki sveitarfélögin það fá þau 10,1% af arðgreiðslum félagsins. Sveitarfélögin þurfa ekki að vera að hugsa um þetta gylliboð Kleifa, því eins og sést að ofan er það ráðherra sem tekur ákvarðanir um allt ferlið og á endanum er allt boðið út. Kleifar ganga því ekki að neinu vísu. Patreksfjörður Yfirgangur laxeldisfyrirtækja fyrir vestan, og hjálpsemi ríkisstofnana sem styðja við yfirganginn er fréttnæmur. Má þar nefna Kvígindisdal í Patreksfirði þar sem stóra slysasleppingin var í fyrra. MAST kærði slysasleppinguna til lögreglu og hún er enn í rannsókn. Þrátt fyrir það endurnýjaði MAST rekstrarleyfi Arctic Sea Farm á svæðinu til 16 ára. Sú endurnýjun er í kæruferli. Stóri lúsafaraldurinn í Patreks- og Tálknafirði í fyrra var vegna þess að fjarlægðamörk, smitvarnir og dýravelferð í reglugerðum voru ekki virt. Ekkert er gert til að leiðrétta það í endurnýjaða rekstrarleyfinu. Ísafjarðardjúp Ísafjarðardjúp er ein sorgarsaga frá upphafi strandsvæðaskipulagsvinnunnar til úthlutunar rekstrarleyfa. Eldissvæðin í nýja skipulaginu eru öll inni í hvítum ljósgeirum þriggja vita í Djúpinu. Þrátt fyrir það streyma rekstrarleyfin frá MAST út til Arctic Sea Farm og Arnarlax. Svæði við Sandeyri á Snæfjallaströnd fékk m.a.s. byggingarleyfi hjá HMS, þrátt fyrir að vera innan hvíts ljósgeira frá Óshólavita. Þarna á Vegagerðin að stíga inn og vitna í 4. grein vitalaga https://www.althingi.is/lagas/nuna/1999132.html , sem er svona: " Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin] 1) látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu." Vegagerðin á erfitt verk fyrir höndum, því um 70% alls sjókvíaeldis við landið er í hvítum ljósgeirum vita. Það vantar sárlega að fjölmiðlar fjalli á gagnrýninn hátt um skaðleg áhrif sjókvíaeldis á náttúru, umhverfi og aðra atvinnustarfsemi. Seyðisfjörður Seyðisfjörður er síðasti fjörðurinn, sem fór inn í umsóknarferli, áður en ákvæði um útboðsskyldu kom í lög árið 2019. Seyðisfjörður átti aldrei að fara í burðarþols- og umhverfismat vegna annarrar starfssemi í firðinum. Farice-1 strengurinn er með helgunarsvæði upp á 463 m til beggja handa. Ríkisfyrirtækið Farice ehf hefur verið hundsað allt frá því aðvaranir þess komu út í skýrslu til Skipulagsstofnunar 23.12.2020, og það lítur út fyrir að svo verði áfram þrátt fyrir að um þjóðaröryggismál og netöryggi tveggja þjóða sé að ræða, þ.e. Íslands og Færeyja. Skipan þjóðaröryggisráðs: Forsætisráðherra, formaður Utanríkisráðherra Dómsmálaráðherra Ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, og dómsmálaráðuneytis Fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar Ríkislögreglustjóri Forstjóri Landhelgisgæslu Íslands Tveir þingmenn og skal annar þingmaðurinn vera úr þingflokki sem skipar meiri hluta á þingi en hinn úr þingflokki minni hluta VÁ veit ekki til þess að þjóðaröryggisráð hafi komið að málefnum Farice-1 strengsins á nokkurn hátt, né gefið frá sér neina yfirlýsingu. Það vantar fréttaflutning af þessu því þetta er hagsmunamál almennings. Innsiglingin Innsiglingin inn Seyðisfjörð að góðri höfn er þröng. Höfnin er ein af 32 grunnnetshöfnum og ein af 5 megingáttum til landsins, í samevrópska flutningsnetinu, ferjuhöfn til 50 ára og önnur stærsta ferðamannagátt landsins. Grunnnetshafnir njóta siglingaverndar, sem þýðir að það á að tryggja skipum af öllum stærðum og gerðum, farmi , farþegum og áhöfn örugga siglingaleið að höfn. Á Íslandi er siglingaöryggi ekki betur tryggt en svo, að það eru sjókvíaeldisfyrirtækin, sem fá verkfræðistofur til að vinna fyrir sig áhættumat siglinga. Við gerð strandsvæðaskipulagsins átti siglingaöryggið að liggja fyrir, sem grunnforsenda fyrir skipulaginu. Ofanflóð Í Seyðisfirði er víða ofanflóðahætta, m.a. í Selsstaðavík þar sem gert er ráð fyrir eldissvæði. Veðurstofan lagði mikla áherslu á það í athugasemdum sínum í skipulagsvinnunni að áhættumat ofanflóða væri virt. Umsóknaraðilinn Kaldvík hefur nú látið gera nýtt ofanflóðamat, sem það bað um á röngum forsendum, þ.e. út frá sjókvíum eingöngu en ekki eldissvæðinu öllu. Þessar röngu forsendur breyta fyrra ofanflóðamati Veðurstofunnar, sem getur aldrei gengið og eru ótæk vinnubrögð. En enn og aftur er það sjókvíaeldisfyrirtækið, sem tekur völdin af ríkisstofnunum. Öryggismálum og almannahagsmunum er vikið til hliðar. Umhverfið Í Seyðisfirði eru umhverfislög brotin. Grænt svæði í umhverfismati var þurrkað út til að koma fyrIr sjókvíaeldissvæði, í stað þess að stækka græna svæðið og friða fjöruna eins og gert er víða um land. Sagan endurtekur sig. Sjókvíaeldið og hagsmunir eigenda þess ráða en umhverfinu er fórnað. Íbúalýðræðið Skv. skoðanakönnun Gallup, sem Múlaþing lét gera, vill 75 % kosningabærra íbúa ekki sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Það er sárt fyrir fólk að búa í samfélagi þar sem hagsmunir eins fyrirtækis eru teknir fram yfir eindreginn vilja íbúanna og hagsmuni þeirrar atvinnustarfsemi sem fyrir er. Loftmynd af Seyðisfjarðarkaupstað Til að glöggva sig á lágmarks stærð á einni eldisstöð fyrir 12 kvíar 100*100 m og tilheyrandi akkerisfestingar höfum við sett gulan ferhyrning yfir kaupstaðinn. Eins og sést nær svæðið frá brúnni yfir Fjarðará að miðju frystihúsi. Sótt er um þrjár svona stöðvar í innsiglingunni inn fjörðinn. Eldisstöðvarnar komast ekki fyrir í firðinum nema að loka siglingaleiðinni fyrir stórum skipum og vaða yfir helgunarsvæði Farice-1 fjarskiptastrengsins. Vonandi vaknar meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings áður en siglingaleiðin að góðri höfn, sem aflar mikilla tekna, verður illfær. Með þeim ráðherrum sem sitja í Þjóðaröryggisráði, koma alls sjö ráðherrar að sjókvíaeldismálinu í Seyðisfirði. Ráðherrar verða að átta sig á því að það gengur ekki upp að ógna netöryggi tveggja þjóða fyrir stundarhagsmuni eins sjókvíaeldisfyrirtækis. Farice-1 er mikilvægur innviður í eign ríkisins. Höfundur er félagi í VÁ – félagi um vernd fjarðar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar