Arnar Þór og Miðflokkur náðu ekki saman Jón Þór Stefánsson skrifar 25. september 2024 11:34 Arnar Þór Jónsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Viðræður Arnars Þórs Jónssonar, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, og Miðflokksins hafa fjarað út. Hann segist íhuga alvarlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Arnar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi komið með tillögur og hugmyndir að beiðni Miðflokksins en ekki fengið nein efnisleg svör. „Samningaviðræður ganga út á það að báðir taki þátt,“ segir Arnar. Hann tekur fram að það hafi verið snertifletir víða, en hann hafi viljað ræða mögulegar breytingar á Miðflokknum. Arnar segist þó skilja þeirra hlið þar sem hann hafi verið utanaðkomandi og kallað eftir breytingum á flokknum. „Ég er alls ekki vonsvikinn, þessir fundir þurftu að fara fram. Þetta hefur verið lærdómssríkt,“ segir Arnar sem bætir við að færi hann á þing gæti hann hæglega unnið með Miðflokknum. „Mér fannst ég þurfa að reyna á þetta. En þetta er líka ákveðinn léttir. Nú er ég með hreint borð.“ Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðinn. Nú segist Arnar íhuga það alvarlega að stofna nýjan flokk. Mikil orka hafi farið í viðræðurnar við Miðflokkinn og nú þurfi hann að setjast niður og ræða við sitt fólk og bakland um framtíðina. Hann segir þó ljóst að breytinga sé þörf. „Við þolum ekki önnur sjö ár eins og þau sjö ár sem hafa verið á undan,“ segir hann og minnist sérstaklega á löggæsluna, vegakerfið, og félagslega kerfið í heild sinni. „Það þarf að styrkja innviði Íslands, ef þeir eiga ekki á brotna undan okkar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Miðflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Arnar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi komið með tillögur og hugmyndir að beiðni Miðflokksins en ekki fengið nein efnisleg svör. „Samningaviðræður ganga út á það að báðir taki þátt,“ segir Arnar. Hann tekur fram að það hafi verið snertifletir víða, en hann hafi viljað ræða mögulegar breytingar á Miðflokknum. Arnar segist þó skilja þeirra hlið þar sem hann hafi verið utanaðkomandi og kallað eftir breytingum á flokknum. „Ég er alls ekki vonsvikinn, þessir fundir þurftu að fara fram. Þetta hefur verið lærdómssríkt,“ segir Arnar sem bætir við að færi hann á þing gæti hann hæglega unnið með Miðflokknum. „Mér fannst ég þurfa að reyna á þetta. En þetta er líka ákveðinn léttir. Nú er ég með hreint borð.“ Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðinn. Nú segist Arnar íhuga það alvarlega að stofna nýjan flokk. Mikil orka hafi farið í viðræðurnar við Miðflokkinn og nú þurfi hann að setjast niður og ræða við sitt fólk og bakland um framtíðina. Hann segir þó ljóst að breytinga sé þörf. „Við þolum ekki önnur sjö ár eins og þau sjö ár sem hafa verið á undan,“ segir hann og minnist sérstaklega á löggæsluna, vegakerfið, og félagslega kerfið í heild sinni. „Það þarf að styrkja innviði Íslands, ef þeir eiga ekki á brotna undan okkar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Miðflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira