Dagfarsprúði maðurinn aldrei verið eins reiður Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 21:46 Shahid Khan er almennt ljúfur sem lamb en misbauð allhressilega í gærkvöld. vísir/afp Allt er í báli og brandi hjá ameríska fótboltaliðinu Jacksonville Jaguars og er eigandi liðsins, Shahid Khan, sagður ævareiður yfir stöðunni. Félagið þurfti að þola eitt stærsta tap í sögu þess í gærkvöld. Ekki var að sjá rándýrseðlið í liði Jaguars er það tapaði hressilega, 47-10, fyrir Buffalo Bills í NFL-deildinni í gærkvöld. Gæðaleysi er eitt en helsta gagnrýnin hefur beinst að andleysinu, kraftleysinu og dugleysinu sem einkenndi bæði sókn og vörn. Um er að ræða sjötta stærsta tap í sögu félagsins og hefur það tapað öllum þremur leikjum sínum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Þá vann liðið aðeins einn af síðustu sex leikjum sínum í fyrra og sá sigur kom gegn arfaslöku liði Carolina Panthers. Menn orðlausir og hvers kyns breytingar á borðinu Varnarmaðurinn Josh Hines-Allen var orðlaus eftir leik gærkvöldsins og sagði Jacksonville hreinlega hafa verið yfirspilað í bæði vörn og sókn. „Það er ekkert hægt að sykurhúða þetta,“ sagði hann eftir leik. „Ég er bara í sjokki, þetta var rugl,“ bætti hann við. Lawrence á ekki öruggt sæti, samkvæmt þjálfaranum.Wesley Hitt/Getty Images Vandræði Jaguars eru þá komin á það stig að Doug Pederson, þjálfari liðsins, sem er sagður í afar heitu sæti, segir engan öruggan um starf sitt, eða byrjunarliðssæti. Ekki einu sinni leikstjórnandinn rándýri, Trevor Lawrence. „Það þurfa að verða breytingar. Hvort sem það er sóknarleikurinn, starfsfólk, allt er á borðinu,“ sagði öskuillur Pederson sem útilokaði ekki að bekkja Lawrence, sem á að vera stjarna liðsins, en lék líkt og aðrir leikmenn þess töluvert yfir pari vallar í gær. Eigandinn foxillur Eigandi liðsins, Shahid Khan, er ekki sagður mikið hressari en þjálfarinn og verður áhugavert að sjá hvort hann sjái sér hreinlega vænlegastan kost í stöðunni að skipta Pederson út. Ráðalausir Pederson og Lawrence í gær. Pederson er sagður sitja á funheitum stjórastóli.Kevin Sabitus/Getty Images Khan er almennt álitinn prúðlyndismaður með mikið jafnaðargeð en samkvæmt bandarískum miðlum misbauð honum algjörlega er Jacksonville þurfti að þola 37 stiga tap. Heimildamaður nátengdur Khan segir hann hafa verið „reiðari en ég hef nokkurn tíma séð Shad. Hann er venjulega hlédrægur, indæll heiðursmaður. En ekki í kvöld.“ Næsti leikur Jacksonville Jaguars er gegn Houston Texans á sunnudaginn kemur. Houston-liðið hefur spilað vel síðustu misseri en tapaði óvænt stórt, 34-7, fyrir Minnesota Vikings síðustu helgi. Bæði lið hafa því eitthvað að sanna er þau mætast seinni partinn á sunnudag. NFL Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Sjá meira
Ekki var að sjá rándýrseðlið í liði Jaguars er það tapaði hressilega, 47-10, fyrir Buffalo Bills í NFL-deildinni í gærkvöld. Gæðaleysi er eitt en helsta gagnrýnin hefur beinst að andleysinu, kraftleysinu og dugleysinu sem einkenndi bæði sókn og vörn. Um er að ræða sjötta stærsta tap í sögu félagsins og hefur það tapað öllum þremur leikjum sínum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Þá vann liðið aðeins einn af síðustu sex leikjum sínum í fyrra og sá sigur kom gegn arfaslöku liði Carolina Panthers. Menn orðlausir og hvers kyns breytingar á borðinu Varnarmaðurinn Josh Hines-Allen var orðlaus eftir leik gærkvöldsins og sagði Jacksonville hreinlega hafa verið yfirspilað í bæði vörn og sókn. „Það er ekkert hægt að sykurhúða þetta,“ sagði hann eftir leik. „Ég er bara í sjokki, þetta var rugl,“ bætti hann við. Lawrence á ekki öruggt sæti, samkvæmt þjálfaranum.Wesley Hitt/Getty Images Vandræði Jaguars eru þá komin á það stig að Doug Pederson, þjálfari liðsins, sem er sagður í afar heitu sæti, segir engan öruggan um starf sitt, eða byrjunarliðssæti. Ekki einu sinni leikstjórnandinn rándýri, Trevor Lawrence. „Það þurfa að verða breytingar. Hvort sem það er sóknarleikurinn, starfsfólk, allt er á borðinu,“ sagði öskuillur Pederson sem útilokaði ekki að bekkja Lawrence, sem á að vera stjarna liðsins, en lék líkt og aðrir leikmenn þess töluvert yfir pari vallar í gær. Eigandinn foxillur Eigandi liðsins, Shahid Khan, er ekki sagður mikið hressari en þjálfarinn og verður áhugavert að sjá hvort hann sjái sér hreinlega vænlegastan kost í stöðunni að skipta Pederson út. Ráðalausir Pederson og Lawrence í gær. Pederson er sagður sitja á funheitum stjórastóli.Kevin Sabitus/Getty Images Khan er almennt álitinn prúðlyndismaður með mikið jafnaðargeð en samkvæmt bandarískum miðlum misbauð honum algjörlega er Jacksonville þurfti að þola 37 stiga tap. Heimildamaður nátengdur Khan segir hann hafa verið „reiðari en ég hef nokkurn tíma séð Shad. Hann er venjulega hlédrægur, indæll heiðursmaður. En ekki í kvöld.“ Næsti leikur Jacksonville Jaguars er gegn Houston Texans á sunnudaginn kemur. Houston-liðið hefur spilað vel síðustu misseri en tapaði óvænt stórt, 34-7, fyrir Minnesota Vikings síðustu helgi. Bæði lið hafa því eitthvað að sanna er þau mætast seinni partinn á sunnudag.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Sjá meira