Innlent

Faðirinn ekki lengur í ein­angrun

Jón Þór Stefánsson skrifar
48BAD0871C18A1D6182A293314C68520F765729D328E95AA93110A066ACBB4E5_713x0

Sigurður Fannar Þórsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 21. október í Héraðsdómi Reykjaness í dag að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti ungrar stúlku. 

Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn er faðir áðurnefndrar stúlku, sem var 10 ára, og er hann grunaður um að hafa orðið henni að bana.

Sigurður Fannar hefur sætt gæsluvarðhaldi frá sunnudagskvöldinu 15. september, eftir að hann hringdi í lögreglu og tilkynnti að hann hefði ráðið dóttur sinni bana. Hann var handtekinn við Krýsuvíkurveg og lík dóttur hans fannst skammt frá.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að maðurinn sé ekki lengur í einangrun, henni hafi verið aflétt fyrir helgi. Hann er því í almennu gæsluvarðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×