Tvö hundruð milljónir í baráttuna um Bessastaði Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 16:15 Frambjóðendurnir sex sem tóku þátt í sjónvarpskappræðum Stöðvar 2 eyddu á bilinu tíu til 57 milljónir króna í framboð sín. Vísir/Vilhelm Frambjóðendurnir tólf sem kepptust um embætti forseta eyddu samtals tæpum 194 milljónum króna í framboð sín. Framboð Katrínar Jakobsdóttur var það langdýrasta en kostnaðurinn við það nam tæpum þrjátíu prósentum af heildarútgjöldum framboðanna. Katrín, sem sagði af sér sem forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram til forseta, eyddi alls 57,3 milljónum króna í framboð sitt, meira en tvöfalt meira en Halla Hrund Logadóttir sem átti næstdýrasta framboðið. Framboð Höllu Hrundar kostaði 27,5 milljónir króna. Þriðja dýrasta framboðið var Höllu Tómasdóttur en það kostaði rétt rúmar 26 milljónir króna. Framboð Arnars Þórs Jónssonar, sem hafnaði í sjötta sæti í kosningunum, var það fjórða dýrasta og kostaði 25,6 milljónir króna. Baldur Þórhallsson átti fimmta dýrasta framboðið, ríflega tuttugu milljónir króna fóru í það. Jón Gnarr hafnaði í fjórða sæti í kosningunum en eyddi umtalsvert minna í sitt framboð en þau fimm sem eyddu mestu. Framboð hans kostaði um 10,6 milljónir króna. Sigurvegarinn fékk flest atkvæði fyrir krónurnar Halla Tómsdóttir fékk flest atkvæði út á hverja krónu sem framboð hennar lagði í baráttuna. Kostnaður hennar við hvert atkvæði var 355 krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Katrínar og Baldurs Þórhallssonar rúmlega þúsund krónur og Höllu Hrundar ríflega átta hundruð krónur. Langhæsti kostnaðurinn við hvert atkvæði var hjá Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Hann nam tæpum 64.500 krónum á atkvæði. Ástþór Magnússon komst henni næstur en hann greiddi rúmlega nítján þúsund krónur fyrir hvert atkvæði sem hann hlaut. Tveir frambjóðendur, þeir Viktor Traustason og Eríkur Ingi Jóhannsson, sögðu að hvorki heildartekjur né kostnaður vegna framboðs þeirra hefði farið umfram 550.000 krónur. Þeir þurftu því ekki að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar. Steinunn Ólína Þorsteinssdóttir skilaði ekki inn slíkri yfirlýsingu. Henni var það ekki skylt að því gefnu að kostnaður eða tekjur framboðsins færu ekki yfir fyrrnefnd fjárhæðarmörk. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44 Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54 Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20 Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58 Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Katrín, sem sagði af sér sem forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram til forseta, eyddi alls 57,3 milljónum króna í framboð sitt, meira en tvöfalt meira en Halla Hrund Logadóttir sem átti næstdýrasta framboðið. Framboð Höllu Hrundar kostaði 27,5 milljónir króna. Þriðja dýrasta framboðið var Höllu Tómasdóttur en það kostaði rétt rúmar 26 milljónir króna. Framboð Arnars Þórs Jónssonar, sem hafnaði í sjötta sæti í kosningunum, var það fjórða dýrasta og kostaði 25,6 milljónir króna. Baldur Þórhallsson átti fimmta dýrasta framboðið, ríflega tuttugu milljónir króna fóru í það. Jón Gnarr hafnaði í fjórða sæti í kosningunum en eyddi umtalsvert minna í sitt framboð en þau fimm sem eyddu mestu. Framboð hans kostaði um 10,6 milljónir króna. Sigurvegarinn fékk flest atkvæði fyrir krónurnar Halla Tómsdóttir fékk flest atkvæði út á hverja krónu sem framboð hennar lagði í baráttuna. Kostnaður hennar við hvert atkvæði var 355 krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Katrínar og Baldurs Þórhallssonar rúmlega þúsund krónur og Höllu Hrundar ríflega átta hundruð krónur. Langhæsti kostnaðurinn við hvert atkvæði var hjá Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Hann nam tæpum 64.500 krónum á atkvæði. Ástþór Magnússon komst henni næstur en hann greiddi rúmlega nítján þúsund krónur fyrir hvert atkvæði sem hann hlaut. Tveir frambjóðendur, þeir Viktor Traustason og Eríkur Ingi Jóhannsson, sögðu að hvorki heildartekjur né kostnaður vegna framboðs þeirra hefði farið umfram 550.000 krónur. Þeir þurftu því ekki að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar. Steinunn Ólína Þorsteinssdóttir skilaði ekki inn slíkri yfirlýsingu. Henni var það ekki skylt að því gefnu að kostnaður eða tekjur framboðsins færu ekki yfir fyrrnefnd fjárhæðarmörk.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44 Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54 Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20 Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58 Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44
Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54
Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20
Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07