Fyrrum lögmaður Trump vill í enska boltann Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 07:03 Tacopina var verjandi Trump í málaferlum vegna kynferðisofbeldis og ærumeiðinga. Trump var fundinn sekur í maí í fyrra. Andrew Kelly-Pool/Getty Images Joe Tacopina, fyrrum lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana, hyggst kaupa enskt knattspyrnulið og líkja eftir árangri Wrexham. Kaup hans hafa ekki enn verið heimiluð vegna brota hans í ítalska fótboltanum. Tacopina er 58 ára gamall New York-búi af ítölskum ættum. Hann hefur átt í viðræðum um kaup á Tranmere Rovers um sex mánaða skeið en bíður þess að ensk knattspyrnuyfirvöld heimili skiptin. Tranmere er staðsett í Liverpool-borg og er í fjórðu efstu deild (League Two) í ensku deildarkeppninni. Liðið hefur verið í eigu Mark Palios, fyrrum framkvæmdastjóra hjá enska knattspyrnusambandinu, ásamt eiginkonu hans Nicolu frá árinu 2014. Tacopina er sagður vilja leika eftir árangur Hollywood-leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney hjá Wrexham. Þeir félagar keyptu félagið árið 2020, þegar það hafði verið fast í utandeildinni um árabil, en það er nú komið upp í C-deild og virðist uppgangur þess ætla að halda áfram. Tacopina hefur unnið sér það til frægðar vestanhafs að verja heimsfrægt fólk. Hann var lögmaður Michael Jackson um tíma, hafnaboltastjörnunnar Alex Rodriguez auk rapparans A$AP Rocky. Þá hefur hann reglulega tjáð sig um málaferli líðandi stundar í sjónvarpi. Tacopina var lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, um árabil. Hann varði Trump í máli tengdu kynferðisofbeldi og ærumeiðingum í garð E. Jean Carroll. Trump neitaði sök en var fundinn sekur í einkamáli sem Carroll höfðaði gegn honum í maí í fyrra. Leiðir þeirra Tacopina og Trump skildu í janúar á þessu ári. Auk þess að vera vel þekktur vestanhafs er hann kunnur á Ítalíu, sér í lagi í fótboltaheiminum þarlendis. Hann var hluti af bandarískum hópi sem keypti Roma árið 2011 áður en hann seldi hlut sinn og keypti þess í stað Bologna árið 2014. Hann seldi Bologna aðeins ári síðar til að kaupa Venezia í Feneyjum og í hans eignartíð fór liðið frá fjórðu deild upp í aðra. Hann var heiðraður í Feneyjum fyrir hlut sinn í að bjarga félaginu frá glötun en færði sig aftur um set árið 2020 þegar hann keypti lið SPAL í Ferrara. Joe Tacopina fylgist með leik Spal og Genoa í ítalska bikarnum.Getty/Simone Arveda SPAL var síðast í ítölsku A-deildinni árið 2020 en féll í þriðju deildina síðasta vor. Liðið hóf yfirstandandi leiktíð með þrjú stig í mínus þar sem það greiddi ekki skatta í janúar og febrúar á þessu ári. Tacopina hlaut þriggja mánaða bann frá ítölskum knattspyrnuyfirvöldum, sem foresti félagsins. SPAL áfrýjaði dómnum og kenndi um mistökum banka, án árangurs og var refsingin staðfest í sumar. Reglur eru í gildi um háttvísi nýrra eigenda sem vilja kaupa félag í enska fótboltanum og eru reglubrot Tacopina á Ítalíu töld tefja yfirtöku hans á Tranmere. Hann er sagður vongóður og hugsar stórt. Hann vilji hífa bæði Tranmere og SPAL upp deildirnar í löndunum tveimur. Enski boltinn Donald Trump Fótbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Tacopina er 58 ára gamall New York-búi af ítölskum ættum. Hann hefur átt í viðræðum um kaup á Tranmere Rovers um sex mánaða skeið en bíður þess að ensk knattspyrnuyfirvöld heimili skiptin. Tranmere er staðsett í Liverpool-borg og er í fjórðu efstu deild (League Two) í ensku deildarkeppninni. Liðið hefur verið í eigu Mark Palios, fyrrum framkvæmdastjóra hjá enska knattspyrnusambandinu, ásamt eiginkonu hans Nicolu frá árinu 2014. Tacopina er sagður vilja leika eftir árangur Hollywood-leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney hjá Wrexham. Þeir félagar keyptu félagið árið 2020, þegar það hafði verið fast í utandeildinni um árabil, en það er nú komið upp í C-deild og virðist uppgangur þess ætla að halda áfram. Tacopina hefur unnið sér það til frægðar vestanhafs að verja heimsfrægt fólk. Hann var lögmaður Michael Jackson um tíma, hafnaboltastjörnunnar Alex Rodriguez auk rapparans A$AP Rocky. Þá hefur hann reglulega tjáð sig um málaferli líðandi stundar í sjónvarpi. Tacopina var lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, um árabil. Hann varði Trump í máli tengdu kynferðisofbeldi og ærumeiðingum í garð E. Jean Carroll. Trump neitaði sök en var fundinn sekur í einkamáli sem Carroll höfðaði gegn honum í maí í fyrra. Leiðir þeirra Tacopina og Trump skildu í janúar á þessu ári. Auk þess að vera vel þekktur vestanhafs er hann kunnur á Ítalíu, sér í lagi í fótboltaheiminum þarlendis. Hann var hluti af bandarískum hópi sem keypti Roma árið 2011 áður en hann seldi hlut sinn og keypti þess í stað Bologna árið 2014. Hann seldi Bologna aðeins ári síðar til að kaupa Venezia í Feneyjum og í hans eignartíð fór liðið frá fjórðu deild upp í aðra. Hann var heiðraður í Feneyjum fyrir hlut sinn í að bjarga félaginu frá glötun en færði sig aftur um set árið 2020 þegar hann keypti lið SPAL í Ferrara. Joe Tacopina fylgist með leik Spal og Genoa í ítalska bikarnum.Getty/Simone Arveda SPAL var síðast í ítölsku A-deildinni árið 2020 en féll í þriðju deildina síðasta vor. Liðið hóf yfirstandandi leiktíð með þrjú stig í mínus þar sem það greiddi ekki skatta í janúar og febrúar á þessu ári. Tacopina hlaut þriggja mánaða bann frá ítölskum knattspyrnuyfirvöldum, sem foresti félagsins. SPAL áfrýjaði dómnum og kenndi um mistökum banka, án árangurs og var refsingin staðfest í sumar. Reglur eru í gildi um háttvísi nýrra eigenda sem vilja kaupa félag í enska fótboltanum og eru reglubrot Tacopina á Ítalíu töld tefja yfirtöku hans á Tranmere. Hann er sagður vongóður og hugsar stórt. Hann vilji hífa bæði Tranmere og SPAL upp deildirnar í löndunum tveimur.
Enski boltinn Donald Trump Fótbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti