Ótrúleg bæting í Bakgarðshlaupinu: „Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi“ Aron Guðmundsson skrifar 24. september 2024 09:01 Þórdís náði frábærum árangri í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa um nýliðna helgi Vísir/Sigurjón Þórdís Ólöf Jónsdóttir ætlaði sér að hlaupa þangað til hún gæti ekki meira í Bakgarðshlaupinu sem fór fram um nýliðna helgi. Það varð til þess að hún stórbætti sinn besta árangur í hlaupinu. Þórdís endaði í öðru sæti í Bakgarðshlaupinu sem fór fram í Heiðmörk um nýliðna helgi. Keppnin stóð yfir í rúman einn og hálfan sólarhring og var það Marlena Radziszewska sem bar sigur úr býtum með því að klára 38 hringi sem hver er 6,7 kílómetra langur, það gera um 254,6 kílómetra. Sjálf kláraði Þórdís 37 hringi, rétt tæpa 248 kílómetra en lengi vel voru þær Marlena bara tvær eftir í hlaupinu. Best hafði Þórdís náð að hlaupa fimmtán hringi í bakgarðshlaupi fyrir keppni helgarinnar. Þeim árangri náði hún í maí fyrr á árinu og því er hún að bæta sig um rúma 147 kílómetra milli hlaupa. „Ég fór fimmtán hringi í maí en hefði geta haldið áfram þá. Ég var hins vegar búin að lofa sjálfri mér því að hætta því ég var á leiðinni í próf daginn eftir. Ég sá svo mikið eftir því þá. Að hafa hætt. Markmiðið var því alltaf að fara aftur í Bakgarðshlaupið og hætta ekki að hlaupa fyrr en ég bara gjörsamlega gæti ekki meira. Það gekk eftir.“ Þannig að þú vissir komandi inn í þetta hlaup að þú ættir kannski töluvert mikið inni? „Já allavegana eitthvað. Kannski ekki alveg þrjátíu og sjö hringi. En alveg eitthvað. “ „Ég hélt svona í besta falli að ég myndi komast þrjátíu hringi. Það væri þá á mjög góðum degi í mjög góðu dagsformi. Svo einhvern veginn getur maður meira en maður heldur. Ég held það sé alltaf þannig.“ Tekur einn hring í einu Andlegi styrkurinn skiptir ekki minna máli en sá líkamlegi þegar kemur að Bakgarðshlaupum og þar er Þórdís sterk og býr yfir þeim styrk að geta beint einbeitingunni í réttan farveg þegar á brattan sækir. „Nei maður verður bara að taka þetta einn hring í einu. Það er rosa misjafnt hvernig manni líður. Þetta er þó oftast þannig að ef maður líður illa í einum þessum hring þá líður það hjá eftir svona tvo hringi. Maður þarf bara að hafa einbeitinguna í lagi og hugsa um eitthvað annað eða beina einbeitingunni í einhvern annan farveg en að þjáningunni.“ Og fjölmennt stuðningsteymi fylgdi Þórdísi og átti stóran þátt í því að henni tækist að bæta sig svona svakalega. „Ég hefði aldrei getað þetta án þeirra og er ævinlega þakklát fyrir þau öll sem og öll þau sem hafa sent mér skilaboð, horft og fylgst með. Sérstaklega fjölskyldu og vini sem voru æðisleg fyrir mig á hliðarlínunni.“ Byrjaði að hlaupa fyrir fimm árum Maður gert sér það í hugarlund að dagurinn eftir Bakgarðshlaup sé erfiður fyrir hlaupara. Sjálf er Þórdís á réttri leið og líður betur en hún bjóst við. Hún horfir fram vegin og langar að reyna enn meira fyrir sér í Bakgarðshlaupum. Sjá hversu langt hún kemst. Sjálf byrjaði hún að hlaupa fyrir alvöru árið 2019 er hún hljóp sitt fyrsta hálfmaraþon. Eftir það var ekki aftur snúið. „Ég fór hálfmaraþon árið 2019. Hafandi ekkert hlaupið fyrir það. Svo bara ágerist þetta. Maður fær meiri og meiri áhuga á því að hlaupa. Maður vill alltaf meira, gera stærri hluti. Svo er maður komin á þennan stað. Þú hefur fengið hlaupabakteríuna þarna? Já ég held að það sé allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.“ Í gær var blíðskaparveður í Reykjavík, stillt og gott. Fullkomið útivistarveður. Það hefur ekkert kitlað, svona degi eftir Bakgarðshlaupið að fara út að hlaupa? „Mér hefur verið ráðlagt að hvíla. En það er alveg fullkomið hlaupaveður. Maður er aðeins að missa af.“ Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir Marlena vann Bakgarðshlaupið: „Ég hljóp bara“ Marlena Radziszewska fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu sem haldið var í Heiðmörk um helgina. Marlena stóð ein eftir þegar hún hafði hlaupið 38 hringi, eða 254,6 kílómetra. 22. september 2024 23:29 Fær sér ís í heita pottinum eftir tæplega 250 kílómetra hlaup Þórdís Ólöf Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti í Bakgarðshlaupinu sem fram fór í Heiðmörk um helgina. 22. september 2024 23:54 Mest lesið Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Íslenski boltinn Lærisveinar Solskjær úr leik Fótbolti „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Körfubolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Körfubolti „Sem betur fer spilum við innanhúss” Körfubolti Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Dagur og lærisveinar hans í úrslit Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Leikmaður Ravens sakaður um óviðeigandi hegðun Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Oggi snýr aftur heim Átján ára lést í fögnuði eftir sigur Eagles Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Willum sagður ætla að bjóða sig fram til formanns ÍSÍ Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Neymar ætlar sér að koma aftur til Evrópu eftir Santos ævintýrið Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Sjá meira
Þórdís endaði í öðru sæti í Bakgarðshlaupinu sem fór fram í Heiðmörk um nýliðna helgi. Keppnin stóð yfir í rúman einn og hálfan sólarhring og var það Marlena Radziszewska sem bar sigur úr býtum með því að klára 38 hringi sem hver er 6,7 kílómetra langur, það gera um 254,6 kílómetra. Sjálf kláraði Þórdís 37 hringi, rétt tæpa 248 kílómetra en lengi vel voru þær Marlena bara tvær eftir í hlaupinu. Best hafði Þórdís náð að hlaupa fimmtán hringi í bakgarðshlaupi fyrir keppni helgarinnar. Þeim árangri náði hún í maí fyrr á árinu og því er hún að bæta sig um rúma 147 kílómetra milli hlaupa. „Ég fór fimmtán hringi í maí en hefði geta haldið áfram þá. Ég var hins vegar búin að lofa sjálfri mér því að hætta því ég var á leiðinni í próf daginn eftir. Ég sá svo mikið eftir því þá. Að hafa hætt. Markmiðið var því alltaf að fara aftur í Bakgarðshlaupið og hætta ekki að hlaupa fyrr en ég bara gjörsamlega gæti ekki meira. Það gekk eftir.“ Þannig að þú vissir komandi inn í þetta hlaup að þú ættir kannski töluvert mikið inni? „Já allavegana eitthvað. Kannski ekki alveg þrjátíu og sjö hringi. En alveg eitthvað. “ „Ég hélt svona í besta falli að ég myndi komast þrjátíu hringi. Það væri þá á mjög góðum degi í mjög góðu dagsformi. Svo einhvern veginn getur maður meira en maður heldur. Ég held það sé alltaf þannig.“ Tekur einn hring í einu Andlegi styrkurinn skiptir ekki minna máli en sá líkamlegi þegar kemur að Bakgarðshlaupum og þar er Þórdís sterk og býr yfir þeim styrk að geta beint einbeitingunni í réttan farveg þegar á brattan sækir. „Nei maður verður bara að taka þetta einn hring í einu. Það er rosa misjafnt hvernig manni líður. Þetta er þó oftast þannig að ef maður líður illa í einum þessum hring þá líður það hjá eftir svona tvo hringi. Maður þarf bara að hafa einbeitinguna í lagi og hugsa um eitthvað annað eða beina einbeitingunni í einhvern annan farveg en að þjáningunni.“ Og fjölmennt stuðningsteymi fylgdi Þórdísi og átti stóran þátt í því að henni tækist að bæta sig svona svakalega. „Ég hefði aldrei getað þetta án þeirra og er ævinlega þakklát fyrir þau öll sem og öll þau sem hafa sent mér skilaboð, horft og fylgst með. Sérstaklega fjölskyldu og vini sem voru æðisleg fyrir mig á hliðarlínunni.“ Byrjaði að hlaupa fyrir fimm árum Maður gert sér það í hugarlund að dagurinn eftir Bakgarðshlaup sé erfiður fyrir hlaupara. Sjálf er Þórdís á réttri leið og líður betur en hún bjóst við. Hún horfir fram vegin og langar að reyna enn meira fyrir sér í Bakgarðshlaupum. Sjá hversu langt hún kemst. Sjálf byrjaði hún að hlaupa fyrir alvöru árið 2019 er hún hljóp sitt fyrsta hálfmaraþon. Eftir það var ekki aftur snúið. „Ég fór hálfmaraþon árið 2019. Hafandi ekkert hlaupið fyrir það. Svo bara ágerist þetta. Maður fær meiri og meiri áhuga á því að hlaupa. Maður vill alltaf meira, gera stærri hluti. Svo er maður komin á þennan stað. Þú hefur fengið hlaupabakteríuna þarna? Já ég held að það sé allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.“ Í gær var blíðskaparveður í Reykjavík, stillt og gott. Fullkomið útivistarveður. Það hefur ekkert kitlað, svona degi eftir Bakgarðshlaupið að fara út að hlaupa? „Mér hefur verið ráðlagt að hvíla. En það er alveg fullkomið hlaupaveður. Maður er aðeins að missa af.“
Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir Marlena vann Bakgarðshlaupið: „Ég hljóp bara“ Marlena Radziszewska fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu sem haldið var í Heiðmörk um helgina. Marlena stóð ein eftir þegar hún hafði hlaupið 38 hringi, eða 254,6 kílómetra. 22. september 2024 23:29 Fær sér ís í heita pottinum eftir tæplega 250 kílómetra hlaup Þórdís Ólöf Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti í Bakgarðshlaupinu sem fram fór í Heiðmörk um helgina. 22. september 2024 23:54 Mest lesið Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Íslenski boltinn Lærisveinar Solskjær úr leik Fótbolti „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Körfubolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Körfubolti „Sem betur fer spilum við innanhúss” Körfubolti Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Dagur og lærisveinar hans í úrslit Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Leikmaður Ravens sakaður um óviðeigandi hegðun Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Oggi snýr aftur heim Átján ára lést í fögnuði eftir sigur Eagles Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Willum sagður ætla að bjóða sig fram til formanns ÍSÍ Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Neymar ætlar sér að koma aftur til Evrópu eftir Santos ævintýrið Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Sjá meira
Marlena vann Bakgarðshlaupið: „Ég hljóp bara“ Marlena Radziszewska fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu sem haldið var í Heiðmörk um helgina. Marlena stóð ein eftir þegar hún hafði hlaupið 38 hringi, eða 254,6 kílómetra. 22. september 2024 23:29
Fær sér ís í heita pottinum eftir tæplega 250 kílómetra hlaup Þórdís Ólöf Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti í Bakgarðshlaupinu sem fram fór í Heiðmörk um helgina. 22. september 2024 23:54
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti