Tóku hraðanum misalvarlega en hlupu fyrir langveik börn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. september 2024 15:32 Barþjónar landsins hlupu fyrir langveik börn á föstudaginn. Kuba Skwara Yfir þrjátíu barþjónar tóku sig saman og hlupu þrjá hringi í kringum Austurvöll með Negroni í hönd síðastliðinn föstudag. Barþjónarnir keyptu hlaupanúmer til styrktar Mía Magic samtökunum á Íslandi sem styðja við þjónustu langveikra barna. „Hlaupararnir þurftu að koma við á barstöð í hverjum hring til að blanda hinn fullkomna Negroni sem inniheldur þrjú innihaldsefni í jöfnum hlutföllum, campari, gin og sætan vermúð,“ segir í fréttatilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að Negroni vikan sem átti sér stað í síðustu viku sé alþjóðleg góðgerðarvika sem er haldin um heim allan. „Negroni hlaupið gengur út á vitundarvakningu að fá barþjóna til að hugsa um andlega og líkamlega heilsu, hittast um bjartan dag og njóta útivistar og hreyfingar saman og safna um leið fyrir góðu málefni. Hlaupanúmer voru seld á 5000 krónur til styrktar Míu Magic sem styður við langveik börn og yfir 30 barþjónar tóku þátt. Dagskrá fór fram alla vikuna með mánudags Negroni-bingó á Bingo Drinkery, á þriðjudag hélt Jakob Eggerts ljósmyndanámskeið fyrir barþjóna og á fimmtudag voru eimhús á Íslandi heimsótt að sjá starfsemina en mikið af gæðaspíra er framleiddur á Íslandi. Klakavinnslan seldi flottar derhúfur og taupoka til styrktar Mía Magic og ásamt hlaupanúmerum söfnuðust 600.000 krónur í ár. Styrkurinn var afhentur í lokahófinu á Parliament í gær við mikinn fögnuð. Keli á Skál sigraði keppnina um besta Negroni bæjarins og hreppti verðlaunin annað árið í röð með gullfallegan og bragðgóðan drykk sem er vert að smakka og Himbrimi Winterbird var kosið besta gin í Negroni.“ Menn tóku hlaupahraðann misalvarlega en fyrstur í mark var Haukur frá Jungle, í öðru sæti var Leó Snæfeld sem vann Campari Red Hands keppnina í ár og þriðja sætið tók Dagur frá Apótekinu. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá hlaupinu: Hlaupararnir blönduðu drykk eftir hvern hring.Kuba Skwara Fyrstur í mark var Haukur frá Jungle, í öðru sæti var Leó Snæfeld og þriðja sætið tók Dagur frá Apótekinu.Kuba Skwara Kokteilar og hlaup eru öðruvísi blanda.Kuba Skwara Barþjónarnir voru í góðum gír.Kuba Skwara Skál og áfram gakk!Kuba Skwara Jakob Eggertsson brosti breitt.Kuba Skwara Donna María var til í hlaupið! Kuba Skwara Daníel Oddsson var í miklu stuði. Kuba Skwara Vindlar, Negroni og léttir sprettir.Kuba Skwara Gleði við mark!Kuba Skwara Hlaup Drykkir Reykjavík Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Fleiri fréttir Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Sjá meira
„Hlaupararnir þurftu að koma við á barstöð í hverjum hring til að blanda hinn fullkomna Negroni sem inniheldur þrjú innihaldsefni í jöfnum hlutföllum, campari, gin og sætan vermúð,“ segir í fréttatilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að Negroni vikan sem átti sér stað í síðustu viku sé alþjóðleg góðgerðarvika sem er haldin um heim allan. „Negroni hlaupið gengur út á vitundarvakningu að fá barþjóna til að hugsa um andlega og líkamlega heilsu, hittast um bjartan dag og njóta útivistar og hreyfingar saman og safna um leið fyrir góðu málefni. Hlaupanúmer voru seld á 5000 krónur til styrktar Míu Magic sem styður við langveik börn og yfir 30 barþjónar tóku þátt. Dagskrá fór fram alla vikuna með mánudags Negroni-bingó á Bingo Drinkery, á þriðjudag hélt Jakob Eggerts ljósmyndanámskeið fyrir barþjóna og á fimmtudag voru eimhús á Íslandi heimsótt að sjá starfsemina en mikið af gæðaspíra er framleiddur á Íslandi. Klakavinnslan seldi flottar derhúfur og taupoka til styrktar Mía Magic og ásamt hlaupanúmerum söfnuðust 600.000 krónur í ár. Styrkurinn var afhentur í lokahófinu á Parliament í gær við mikinn fögnuð. Keli á Skál sigraði keppnina um besta Negroni bæjarins og hreppti verðlaunin annað árið í röð með gullfallegan og bragðgóðan drykk sem er vert að smakka og Himbrimi Winterbird var kosið besta gin í Negroni.“ Menn tóku hlaupahraðann misalvarlega en fyrstur í mark var Haukur frá Jungle, í öðru sæti var Leó Snæfeld sem vann Campari Red Hands keppnina í ár og þriðja sætið tók Dagur frá Apótekinu. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá hlaupinu: Hlaupararnir blönduðu drykk eftir hvern hring.Kuba Skwara Fyrstur í mark var Haukur frá Jungle, í öðru sæti var Leó Snæfeld og þriðja sætið tók Dagur frá Apótekinu.Kuba Skwara Kokteilar og hlaup eru öðruvísi blanda.Kuba Skwara Barþjónarnir voru í góðum gír.Kuba Skwara Skál og áfram gakk!Kuba Skwara Jakob Eggertsson brosti breitt.Kuba Skwara Donna María var til í hlaupið! Kuba Skwara Daníel Oddsson var í miklu stuði. Kuba Skwara Vindlar, Negroni og léttir sprettir.Kuba Skwara Gleði við mark!Kuba Skwara
Hlaup Drykkir Reykjavík Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Fleiri fréttir Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið