Kristófer Helga í veikindaleyfi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2024 13:13 Kristófer Helgason hefur annast Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um árabil. Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. „Ég er lamaður öðrum megin í andlitinu. Af sex stigum Palsy þá er ég á fimmta stigi, svo að þetta er töluverð lömun,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Kristófer sem stýrt hefur Reykjavík síðdegis um árabil á Bylgjunni opnaði sig fyrst um veikindi sín á samfélagsmiðlinum Facebook. Gerði vart við sig á þremur dögum „Fyrr á þessu ári greindist ég með Parkinson sjúkdóminn eftir ítarlegar prófanir og rannsóknir. Fyrstu merkin voru skjálfti og skertar fínhreyfingar í vinstri hendi. Nýjasta verkefnið skall á fyrir viku þegar ég greindist með Bell´s Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins.. Bell's Palsy er ákveðin ráðgáta í læknisfræði þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur.“ Kristófer segir að fyrstu einkennin hafi verið höfuðverkur í kringum hægra eyrað, frá kjálka og aftur í hnakka. Þar á eftir hafi tungan og varir byrjað að dofna eins og eftir góða deyfingu hjá tannlækni. Að lokum hafi hann hætt að geta blikkað og lokað hægra auganu en alls tók það Kristófer þrjá daga að lamast. Kristófer deilir á Facebook viðtali sem hann tók í Reykjavík síðdegis árið 2017 við Elías Ólafsson yfirlækni á taugadeild Landspítalans um sjúkdóminn. Grunlaus um að rúmum sjö árum síðar myndi hann reyna þetta á eigin skinni. Getur gengið til baka Samkvæmt tölfræðinni eru ágætis líkur á að lömunin gangi að einhverju leyti eða öllu leyti til baka, þó tíminn verði að leiða það í ljós. „Flestir sem ég hef hitt hafa fengið fullan bata á einhverjum tíma. Þetta er algengara en margir halda, en það getur tekið visst langan tíma.“ Kristófer segir að hann eigi sömuleiðis erfitt með að mynda hljóð þegar varirnar detti út. Þá sérstaklega til að mynda hljóð til að segja stafi eins og B og P. Kristófer er merkilega brattur þrátt fyrir allt. „Ég grínaðist nú með það að það hljóti að hafa verið einhver grínisti sem ákvað að skýra þetta Bell's Palsy, miðað við hvað það er erfitt að segja B og P,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Hann segir ljóst að hann verði frá störfum í útvarpinu í einhvern tíma hið minnsta. Þá hyggst hann einnig taka sér hlé frá því að halda sín vinsælu ketilbjöllunámskeið í World Class. „Við sjáum hvernig þetta þróast. En læknar segja að maður megi samt gera hvað sem er. Þetta er ekki þannig að maður sé rúmfastur.“ Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Bylgjan Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
„Ég er lamaður öðrum megin í andlitinu. Af sex stigum Palsy þá er ég á fimmta stigi, svo að þetta er töluverð lömun,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Kristófer sem stýrt hefur Reykjavík síðdegis um árabil á Bylgjunni opnaði sig fyrst um veikindi sín á samfélagsmiðlinum Facebook. Gerði vart við sig á þremur dögum „Fyrr á þessu ári greindist ég með Parkinson sjúkdóminn eftir ítarlegar prófanir og rannsóknir. Fyrstu merkin voru skjálfti og skertar fínhreyfingar í vinstri hendi. Nýjasta verkefnið skall á fyrir viku þegar ég greindist með Bell´s Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins.. Bell's Palsy er ákveðin ráðgáta í læknisfræði þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur.“ Kristófer segir að fyrstu einkennin hafi verið höfuðverkur í kringum hægra eyrað, frá kjálka og aftur í hnakka. Þar á eftir hafi tungan og varir byrjað að dofna eins og eftir góða deyfingu hjá tannlækni. Að lokum hafi hann hætt að geta blikkað og lokað hægra auganu en alls tók það Kristófer þrjá daga að lamast. Kristófer deilir á Facebook viðtali sem hann tók í Reykjavík síðdegis árið 2017 við Elías Ólafsson yfirlækni á taugadeild Landspítalans um sjúkdóminn. Grunlaus um að rúmum sjö árum síðar myndi hann reyna þetta á eigin skinni. Getur gengið til baka Samkvæmt tölfræðinni eru ágætis líkur á að lömunin gangi að einhverju leyti eða öllu leyti til baka, þó tíminn verði að leiða það í ljós. „Flestir sem ég hef hitt hafa fengið fullan bata á einhverjum tíma. Þetta er algengara en margir halda, en það getur tekið visst langan tíma.“ Kristófer segir að hann eigi sömuleiðis erfitt með að mynda hljóð þegar varirnar detti út. Þá sérstaklega til að mynda hljóð til að segja stafi eins og B og P. Kristófer er merkilega brattur þrátt fyrir allt. „Ég grínaðist nú með það að það hljóti að hafa verið einhver grínisti sem ákvað að skýra þetta Bell's Palsy, miðað við hvað það er erfitt að segja B og P,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Hann segir ljóst að hann verði frá störfum í útvarpinu í einhvern tíma hið minnsta. Þá hyggst hann einnig taka sér hlé frá því að halda sín vinsælu ketilbjöllunámskeið í World Class. „Við sjáum hvernig þetta þróast. En læknar segja að maður megi samt gera hvað sem er. Þetta er ekki þannig að maður sé rúmfastur.“
Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Bylgjan Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira