Ríkisstjórnin seilist í sjóði erfiðisvinnufólks Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 22. september 2024 16:02 Fjárlagaumræðan undanfarna daga hefur afhjúpað algjört skeytingarleysi ríkisstjórnarflokkanna gagnvart kjörum og hagsmunum fólks sem hefur unnið slítandi störf um langa ævi. Um leið gerist ríkisstjórnin sek um það sem verður að teljast annaðhvort alvarlegt skilningsleysi á því hvernig ellilífeyriskerfið virkar eða aum tilraun til að slá ryki í augu eldra fólks. Eins og ég fjallaði um hér á Vísi.is á dögunum vill ríkisstjórnin lækka jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkugreiðslna um 4,7 milljarða strax á næsta ári og að framlagið falli alfarið niður árið þar á eftir. Ef fer sem horfir verða þannig lífeyrisréttindi í sjóðum verkafólks skert upp undir fjögur prósent. Tvö reikningsdæmi sem ganga ekki upp Formenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa haldið því fram á Alþingi að þessi stórfellda lækkun framlagsins eigi ekki að bitna á sjóðunum þar sem örorka er mikil. En reikningsdæmi ráðherranna gengur ekki upp. Staðreyndin er sú að fimm sjóðir eru með örorkutíðni yfir meðaltali. Þetta eru Gildi, Festa, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga. Í dag njóta þessir sjóðir samtals 66 prósenta af jöfnunarframlaginu. Ríkisstjórnin hyggst skera það niður úr 7,2 milljörðum í 2,5 milljarða, eða í 35 prósent af því sem fyrir var. Slík aðgerð mun eðli máls samkvæmt koma niður á flestum eða öllum þessum sjóðum og launafólki sem hefur greitt í þá. Þetta er ekki eina reikningsdæmi ríkisstjórnarinnar sem gengur ekki upp. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er því haldið ranglega fram að lítils háttar hækkun almenns frítekjumarks eldri borgara, eftir áralanga raunrýrnun fjárhæðarinnar sem hefur í raun falið í sér stórauknar skerðingar á hverju ári, skili eldra fólki 11.500 kr. kjarabót á mánuði. Hið rétta er að hækkunin, sem nemur 11.500 kr., skilar eldra fólki að jafnaði 5.200 kr. kjarabót á mánuði eða 3.500 kr. eftir skatt. Þetta sjá allir sem hafa lágmarksskilning á skerðingarreglum almannatryggingakerfisins (breytingin felur í sér að 11.500 kr. lífeyrissjóðstekjur sem áður ollu skerðingu á greiðslum TR upp á 5.175 kr. (45%) hætta að gera það). Ég hef farið fram á það við fjármálaráðherra á Alþingi að þessar rangfærslur gagnvart eldra fólki verði leiðréttar, eða að þingið sameinist um að hækka fjárhæð frítekjumarksins þannig að breytingin skili eldra fólki raunverulega þeirri kjarabót sem ríkisstjórnin heldur á lofti. Senda verka- og láglaunafólki reikninginn Ráðherrar hafa afsakað og réttlætt skerðinguna á jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða verkafólks með því að vísa til breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem samþykktar voru á síðasta þingi. Hins vegar bendir ekkert til þess að nýtt örorkulífeyriskerfi muni draga sérstaklega úr muninum á örorkutíðni milli launafólks í ólíkum starfsgreinum og erfitt að sjá nokkurt rökrænt samhengi milli þeirra breytinga og niðurfellingar jöfnunarframlagsins. „Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingarnar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“ spurði Kristrún Frostadóttir í umræðum um fjárlögin þann 12. september. Um slíkt verður enginn friður á Alþingi og óhætt að taka undir með miðstjórn Alþýðusambandsins sem segir „siðlaust og óboðlegt að skerða lífeyrisréttindi fólksins sem vinnur erfiðustu störfin og ber minnst úr býtum.“ Samfylking starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Jóhann Páll Jóhannsson Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárlagaumræðan undanfarna daga hefur afhjúpað algjört skeytingarleysi ríkisstjórnarflokkanna gagnvart kjörum og hagsmunum fólks sem hefur unnið slítandi störf um langa ævi. Um leið gerist ríkisstjórnin sek um það sem verður að teljast annaðhvort alvarlegt skilningsleysi á því hvernig ellilífeyriskerfið virkar eða aum tilraun til að slá ryki í augu eldra fólks. Eins og ég fjallaði um hér á Vísi.is á dögunum vill ríkisstjórnin lækka jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkugreiðslna um 4,7 milljarða strax á næsta ári og að framlagið falli alfarið niður árið þar á eftir. Ef fer sem horfir verða þannig lífeyrisréttindi í sjóðum verkafólks skert upp undir fjögur prósent. Tvö reikningsdæmi sem ganga ekki upp Formenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa haldið því fram á Alþingi að þessi stórfellda lækkun framlagsins eigi ekki að bitna á sjóðunum þar sem örorka er mikil. En reikningsdæmi ráðherranna gengur ekki upp. Staðreyndin er sú að fimm sjóðir eru með örorkutíðni yfir meðaltali. Þetta eru Gildi, Festa, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga. Í dag njóta þessir sjóðir samtals 66 prósenta af jöfnunarframlaginu. Ríkisstjórnin hyggst skera það niður úr 7,2 milljörðum í 2,5 milljarða, eða í 35 prósent af því sem fyrir var. Slík aðgerð mun eðli máls samkvæmt koma niður á flestum eða öllum þessum sjóðum og launafólki sem hefur greitt í þá. Þetta er ekki eina reikningsdæmi ríkisstjórnarinnar sem gengur ekki upp. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er því haldið ranglega fram að lítils háttar hækkun almenns frítekjumarks eldri borgara, eftir áralanga raunrýrnun fjárhæðarinnar sem hefur í raun falið í sér stórauknar skerðingar á hverju ári, skili eldra fólki 11.500 kr. kjarabót á mánuði. Hið rétta er að hækkunin, sem nemur 11.500 kr., skilar eldra fólki að jafnaði 5.200 kr. kjarabót á mánuði eða 3.500 kr. eftir skatt. Þetta sjá allir sem hafa lágmarksskilning á skerðingarreglum almannatryggingakerfisins (breytingin felur í sér að 11.500 kr. lífeyrissjóðstekjur sem áður ollu skerðingu á greiðslum TR upp á 5.175 kr. (45%) hætta að gera það). Ég hef farið fram á það við fjármálaráðherra á Alþingi að þessar rangfærslur gagnvart eldra fólki verði leiðréttar, eða að þingið sameinist um að hækka fjárhæð frítekjumarksins þannig að breytingin skili eldra fólki raunverulega þeirri kjarabót sem ríkisstjórnin heldur á lofti. Senda verka- og láglaunafólki reikninginn Ráðherrar hafa afsakað og réttlætt skerðinguna á jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða verkafólks með því að vísa til breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem samþykktar voru á síðasta þingi. Hins vegar bendir ekkert til þess að nýtt örorkulífeyriskerfi muni draga sérstaklega úr muninum á örorkutíðni milli launafólks í ólíkum starfsgreinum og erfitt að sjá nokkurt rökrænt samhengi milli þeirra breytinga og niðurfellingar jöfnunarframlagsins. „Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingarnar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“ spurði Kristrún Frostadóttir í umræðum um fjárlögin þann 12. september. Um slíkt verður enginn friður á Alþingi og óhætt að taka undir með miðstjórn Alþýðusambandsins sem segir „siðlaust og óboðlegt að skerða lífeyrisréttindi fólksins sem vinnur erfiðustu störfin og ber minnst úr býtum.“ Samfylking starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun