Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 15:02 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. Þann 8. október byrjuðu Hezbollah-liðar að skjóta eldflaugum að Ísrael og hafa Ísraelar svarað þeim. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín beggja vegna við landamærin. Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Aðrir vígahópar sem studdir eru af klerkastjórninni í Íran, eins og Hezbollah, hafa skotið stýriflaugum og flogið drónum að Ísrael frá Írak. Sjá einnig: Skiptast á eldflaugum í massavís Netanjahú sagði að ekkert ríki gæti sætt sig við stöðugar eldflaugaárásir á íbúa sína og það gerði Ísrael ekki heldur. „Ef Hezbollah hefur ekki enn skilið skilaboðin, lofa ég ykkur því að þeir munu skilja þau,“ sagði Netanjahú í ávarpi sem hann birti í dag. No country can accept the wanton rocketing of its cities. We can't accept it either. pic.twitter.com/Gkw8ruxFsc— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) September 22, 2024 Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að aðgerðum gegn Hezbollah verði ekki hætt fyrr en áðurnefndir íbúar geti snúið aftur heim. „Við munum gera allt sem er nauðsynlegt til að ná því markmiði.“ Tilbúnir í stríð Óttast er að stigmögnunin milli Ísraela og Hezbollah muni leiða til allsherjar stríðs þar á milli. Hryðjuverkasamtökin eru skipuð þúsundum vígamanna sem hafa hafa margir hverjir mikla reynslu af átökum í Sýrlandi og eru sagðir vel þjálfaðir. Þá eru samtökin einnig talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum af ýmsum gerðum, auk dróna og annarra hergagna. AP fréttaveitan hefur eftir þingmanni Hezbollah að samtökin séu tilbúin fyrir mögulegt stríð við Ísrael, þó Ísraelar hafi valdið samtökunum þung högg á undanförnum dögum. Sjá einnig: Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Þingmaðurinn sagði einnig að Ísraelum myndi aldrei takast að snúa aftur til síns heima í Norður-Ísrael. Hezbollah byggi yfir miklum mannafla og hergögnum sem gerðu samtökunum kleift að bregðast við mannfalli og fjölbreyttum aðstæðum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Íran Tengdar fréttir Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. 21. september 2024 23:24 Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Þann 8. október byrjuðu Hezbollah-liðar að skjóta eldflaugum að Ísrael og hafa Ísraelar svarað þeim. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín beggja vegna við landamærin. Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Aðrir vígahópar sem studdir eru af klerkastjórninni í Íran, eins og Hezbollah, hafa skotið stýriflaugum og flogið drónum að Ísrael frá Írak. Sjá einnig: Skiptast á eldflaugum í massavís Netanjahú sagði að ekkert ríki gæti sætt sig við stöðugar eldflaugaárásir á íbúa sína og það gerði Ísrael ekki heldur. „Ef Hezbollah hefur ekki enn skilið skilaboðin, lofa ég ykkur því að þeir munu skilja þau,“ sagði Netanjahú í ávarpi sem hann birti í dag. No country can accept the wanton rocketing of its cities. We can't accept it either. pic.twitter.com/Gkw8ruxFsc— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) September 22, 2024 Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að aðgerðum gegn Hezbollah verði ekki hætt fyrr en áðurnefndir íbúar geti snúið aftur heim. „Við munum gera allt sem er nauðsynlegt til að ná því markmiði.“ Tilbúnir í stríð Óttast er að stigmögnunin milli Ísraela og Hezbollah muni leiða til allsherjar stríðs þar á milli. Hryðjuverkasamtökin eru skipuð þúsundum vígamanna sem hafa hafa margir hverjir mikla reynslu af átökum í Sýrlandi og eru sagðir vel þjálfaðir. Þá eru samtökin einnig talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum af ýmsum gerðum, auk dróna og annarra hergagna. AP fréttaveitan hefur eftir þingmanni Hezbollah að samtökin séu tilbúin fyrir mögulegt stríð við Ísrael, þó Ísraelar hafi valdið samtökunum þung högg á undanförnum dögum. Sjá einnig: Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Þingmaðurinn sagði einnig að Ísraelum myndi aldrei takast að snúa aftur til síns heima í Norður-Ísrael. Hezbollah byggi yfir miklum mannafla og hergögnum sem gerðu samtökunum kleift að bregðast við mannfalli og fjölbreyttum aðstæðum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Íran Tengdar fréttir Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. 21. september 2024 23:24 Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. 21. september 2024 23:24
Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03