Þar sem náttúran tapar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 22. september 2024 12:00 Fyrirhugaðar framkvæmdir vegna atvinnustarfsemi í og við Þorlákshöfn, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, hafa vakið ugg hjá mörgum íbúum svæðisins. Iðnaðarsvæðið vestan Þorlákshafnar munu nefnilega verða mjög sýnilegt og gjörbreyta ásýnd strandsvæðisins til frambúðar að mati Náttúrufræðistofnun Íslands. Almennt séð verður um gífurlega mikið rask að ræða og munu til dæmis fyrirhugaðar byggingar mölunarverksmiðju Heidelberg sjást frá stöðum líkt og Selvogsvita, Karlsminni, Arnarkeri og fjörunni við Eyrarbakka sem skráðir eru sem áhugaverðir staðir á vefsjá Ferðamálastofu. Verksmiðjan mun sjást á nánast allri gönguleiðinni frá Hafnarnesi að Selvogsvita og áhrifa mun gæta á öðrum svæðum sem nýtt eru til útivistar og geta verið viðkvæm fyrir ásýndaráhrifum enda muni framkvæmdin hafa bein og varanleg áhrif á ásýnd í allt að 20 km fjarlægð frá verksmiðjunni. Mannvirki verksmiðju Heidelberg munu einnig vera umfangsmikil og ráðgert er að lækka efri hluta hraunsins sem hún mun standa á um nokkra metra auk þess sem verulegar breytingar á jarðmyndunum næst ströndinni, vegna afrennslis frá settjörnum og hafnargerðar, munu verða að veruleika. Hafsbotni þarf að raska mjög mikið með dýpkun til að koma upp starfhæfri höfn og gríðarlegri umbreyting mun eiga sér stað á stóru svæði við Þorlákshöfn. Hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem er afar verðmætt svæði eru afskaplega varhugaverðar. Bæði vegna lífríkis eins og komið hefur fram í skrifum margra en einnig mun efnisþörf vegna hafnargerðar verða töluvert umfangsmikil og ekki er fyrir séð úr hvaða námum sú efnistaka eigi að fara fram. Það er nefnilega ekki sjálfbært til framtíðar að einstök sveitarfélög og landeigendur taki ákvarðanir um efnistöku á móbergi (eða hverju öðru hráefni í náttúrunni) á forsendum stakra verkefna heldur þarf að móta heildstæða stefnu byggða á greinagóðu mati til að tryggja megi sjálfbæra landnýtingu og vernd. Samkvæmt 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd njóta ákveðnar jarðmyndanir sérstakrar verndar. Hluti fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis (litla Sandfell) er staðsett á Leitarhrauni sem er rúmlega 5000 ára gamalt. Í hrauninu er að finna marga hella þ.á.m. Raufarhólshelli, Arnarker og Árnahelli. Samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins skal forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra, sem undir greinina falla, nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki til staðar. Mikil áhersla er á að einungis mjög ríkir hagsmunir geti réttlætt röskun og þá fyrst og fremst brýnir almannahagsmunir. Erfitt er að sjá hvaða brýnu hagsmuni er um að ræða, auk þess er rask á hrauni er varanleg og óafturkræf aðgerð sem verður hvorki bætt né milduð með mótvægisaðgerðum. Heidelberg er einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg bein og óafturkræf áhrif á jarðmyndanir og sjávarbotn. Umfang áhrifanna er mikið þar sem nálega öllu hrauni innan athafnasvæðis verður raskað og heildaráhrif á jarðmyndanir og hafsbotn eru neikvæð að mati sérfræðinga. Lífríki sveitarfélagsins og landsins alls mun bera skaða af. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyrirbæri. Fuglalíf mun einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þá er bent á að grunnsævið verði fyrir varanlegu og óafturkræfu raski með tilheyrandi áhrifum á lífríki þess. Landvernd ályktaði á síðasta landsfundi um mikilvægi þess að koma 5% allra hafsvæða við landið undir stranga vernd og að ráðast þyrfti í viðamiklar rannsóknir á vistkerfum hafbotnsins til að ákvarða hvaða 30% hafsvæða (að lágmarki) þarfnist verndar á grundvelli mikilvægra vistkerfa. Næsta víst er að Selvogsbanki myndi falla þar undir og því glapræði að ráðast í óafturkræfar og eyðileggjandi framkvæmdir á meðan rannsóknarniðurstöður liggja ekki fyrir. Höfundur er leikskólastjóri, oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í hreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Umhverfismál Ölfus Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar framkvæmdir vegna atvinnustarfsemi í og við Þorlákshöfn, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, hafa vakið ugg hjá mörgum íbúum svæðisins. Iðnaðarsvæðið vestan Þorlákshafnar munu nefnilega verða mjög sýnilegt og gjörbreyta ásýnd strandsvæðisins til frambúðar að mati Náttúrufræðistofnun Íslands. Almennt séð verður um gífurlega mikið rask að ræða og munu til dæmis fyrirhugaðar byggingar mölunarverksmiðju Heidelberg sjást frá stöðum líkt og Selvogsvita, Karlsminni, Arnarkeri og fjörunni við Eyrarbakka sem skráðir eru sem áhugaverðir staðir á vefsjá Ferðamálastofu. Verksmiðjan mun sjást á nánast allri gönguleiðinni frá Hafnarnesi að Selvogsvita og áhrifa mun gæta á öðrum svæðum sem nýtt eru til útivistar og geta verið viðkvæm fyrir ásýndaráhrifum enda muni framkvæmdin hafa bein og varanleg áhrif á ásýnd í allt að 20 km fjarlægð frá verksmiðjunni. Mannvirki verksmiðju Heidelberg munu einnig vera umfangsmikil og ráðgert er að lækka efri hluta hraunsins sem hún mun standa á um nokkra metra auk þess sem verulegar breytingar á jarðmyndunum næst ströndinni, vegna afrennslis frá settjörnum og hafnargerðar, munu verða að veruleika. Hafsbotni þarf að raska mjög mikið með dýpkun til að koma upp starfhæfri höfn og gríðarlegri umbreyting mun eiga sér stað á stóru svæði við Þorlákshöfn. Hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem er afar verðmætt svæði eru afskaplega varhugaverðar. Bæði vegna lífríkis eins og komið hefur fram í skrifum margra en einnig mun efnisþörf vegna hafnargerðar verða töluvert umfangsmikil og ekki er fyrir séð úr hvaða námum sú efnistaka eigi að fara fram. Það er nefnilega ekki sjálfbært til framtíðar að einstök sveitarfélög og landeigendur taki ákvarðanir um efnistöku á móbergi (eða hverju öðru hráefni í náttúrunni) á forsendum stakra verkefna heldur þarf að móta heildstæða stefnu byggða á greinagóðu mati til að tryggja megi sjálfbæra landnýtingu og vernd. Samkvæmt 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd njóta ákveðnar jarðmyndanir sérstakrar verndar. Hluti fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis (litla Sandfell) er staðsett á Leitarhrauni sem er rúmlega 5000 ára gamalt. Í hrauninu er að finna marga hella þ.á.m. Raufarhólshelli, Arnarker og Árnahelli. Samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins skal forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra, sem undir greinina falla, nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki til staðar. Mikil áhersla er á að einungis mjög ríkir hagsmunir geti réttlætt röskun og þá fyrst og fremst brýnir almannahagsmunir. Erfitt er að sjá hvaða brýnu hagsmuni er um að ræða, auk þess er rask á hrauni er varanleg og óafturkræf aðgerð sem verður hvorki bætt né milduð með mótvægisaðgerðum. Heidelberg er einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg bein og óafturkræf áhrif á jarðmyndanir og sjávarbotn. Umfang áhrifanna er mikið þar sem nálega öllu hrauni innan athafnasvæðis verður raskað og heildaráhrif á jarðmyndanir og hafsbotn eru neikvæð að mati sérfræðinga. Lífríki sveitarfélagsins og landsins alls mun bera skaða af. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyrirbæri. Fuglalíf mun einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þá er bent á að grunnsævið verði fyrir varanlegu og óafturkræfu raski með tilheyrandi áhrifum á lífríki þess. Landvernd ályktaði á síðasta landsfundi um mikilvægi þess að koma 5% allra hafsvæða við landið undir stranga vernd og að ráðast þyrfti í viðamiklar rannsóknir á vistkerfum hafbotnsins til að ákvarða hvaða 30% hafsvæða (að lágmarki) þarfnist verndar á grundvelli mikilvægra vistkerfa. Næsta víst er að Selvogsbanki myndi falla þar undir og því glapræði að ráðast í óafturkræfar og eyðileggjandi framkvæmdir á meðan rannsóknarniðurstöður liggja ekki fyrir. Höfundur er leikskólastjóri, oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í hreyfingunni.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun