Ég vil ekki þennan veruleika Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir skrifar 21. september 2024 15:03 Enn eitt barnið hefur verið myrt. Lítil 10 ára stúlka úr hverfinu mínu. Ég fékk illt í hjartað þegar ég sá frétt um að barn hafi verið myrt af foreldri sínu. Það sem var mér efst í huga var að biðja til guðs að þessi litla stúlka hafi ekki upplifað angist og sársauka á síðustu augnablikum lífs síns. Það næsta var það sama og ég hef hugsað í hin tvö skiptin á undan þegar barn hefur verið myrt á árinu - að enginn sem ég þekki tengist þessu barni persónulega. Hversu hryllilegt áfall að missa barn í lífi sínu á svona skyndilegan og ofbeldisfullan hátt. Ég óska engum svoleiðis sársauka og sálarkvalir. Svo komu fréttir um hvaða skóla barnið gekk í. Ég fór að hágráta um leið og ég sá myndina af skólanum. Barnið sem var myrt var nemandi í mínum hverfisskóla, skólanum sem ég gekk sjálf í frá 1.-7. bekk. Eitt af börnunum í hverfinu mínu. Ég vissi um leið að fjöldi fólks í hverfinu mínu er að syrgja þetta barn. Vinir og nágrannar misstu nemandann sinn, börn í hverfinu misstu skólasystkini og vinkonu. Fjöldinn allur af fólki í húsunum í kringum mig er að upplifa ólýsanlegan sársauka vegna þessa atburðar núna. Ég er sjálf kennaranemi og vinn með börnum í 5. bekk í öðrum skóla. Hún er skelfileg, tilhugsunin um að kennarar og starfsfólk hverfisskólans míns, mínum gamla barnaskóla hafi kvatt 10 ára nemanda sinn á föstudegi, eflaust brosað og sagt eitthvað á borð við: „Ertu með allt? Muna eftir peysu, úlpu, húfu! Góða helgi, við sjáumst á mánudaginn!“ En á mánudaginn kemur lítil stelpa ekki í skólann. Á mánudegi fá kennarar ekki að heilsa Kolfinnu Eldey sinni, spyrja hvað hún gerði skemmtilegt um helgina, biðja hana um að taka upp pennaveskið og útskýra fyrir henni verkefni dagsins. Hún var myrt daginn áður og faðir hennar er í haldi lögreglu. Það er eins og skyggt hafi á rólega, friðsæla hverfið mitt. Að vita að eitt af börnunum úr hverfinu hafi mætt slíkum örlögum. Að sjá sársaukann í augum nágranna sinna, að labba inn í búðina í hverfinu, sjá að byrjað er stilla upp vörum fyrir Hrekkjavöku og vita að það verður einu barninu færra sem velur sér búning, fer í hrekkjavökugleði eða gengur um hverfið með vinum sínum og bankar upp á fyrir sælgæti. Að vita að það er einu barninu færra sem mun stoppa mig úti á götu til að segja mér hvað hundarnir mínir eru sætir og hvort hún megi klappa þeim? Ég fór í vinnuna í kjölfarið í skólanum sem ég vinn í og fann svo mikinn létti að sjá alla mína nemendur á lífi. Ég var ákveðin í að njóta að vera með þeim, hafa gaman með þeim af því þau eru hér með mér. Mikið ótrúlega er ég þakklát fyrir að nemendur mínir eru á lífi. Þrjú börn hafa verið myrt á árinu. Tvö grunnskólabörn, eitt barn í menntaskóla. Mánuður er ekki liðinn frá því að ung stúlka var myrt á Menningarnótt þegar næsti harmleikur dynur á okkur og í þetta skiptið í mínu nærumhverfi. Ég fann fyrir ákveðnum kvíða eftir að hafa kvatt öll börnin í skólanum sem ég starfa við í gær, föstudag…munu þau öll koma í skólann á mánudag? Elsku þjóð, við verðum að gera betur. Öll sem eitt, ríkisstjórn, sveitarfélög, einstaklingar, við verðum að gera eitthvað. Þrjú börn á innan við ári í okkar litla þjóðfélagi. Þrír skólar. Þrír nemendur sem að standa fjölmargir ættingjar, vinir, skólasystkini, kennarar og starfsfólk skóla sem öllum þótti gríðarlega vænt um barnið. Þetta má ekki verða nýr veruleiki Íslendinga að vita aldrei hvenær eitthvert barn í þeirra lífi muni skyndilega mæta endalokum sínum svona, hvort sem það er fjölskyldumeðlimur, nemandi, nágranni eða skólasystkini barnanna ykkar. Ég vil ekki búa við þann veruleika að kennarar, kennaranemar og starfsfólk skóla þurfi að undirbúa sig fyrir þann möguleika að geta misst nemanda svona hvenær sem er. Jafnvel þó að barnið tengist okkur ekki beinum tengslum, þá er heimurinn lítill á Íslandi. Þau okkar sem ekki tengjast börnunum beint þekkjum samt mörg hver fólk sem eru aðstandendur barnanna. Við þurfum öll að hafa í huga að styðja fólkið okkar sem eru að syrgja börnin sem voru myrt. Elsku nágrannar í Rimahverfi, kennarar og starfsfólk Rimaskóla, ættingjar og aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar og allra barnanna sem við misstum árinu, ég samhryggist ykkur svo innilega. Elsku þjóð, nú verðum við að vakna. Við megum ekki missa fleiri börn vegna ofbeldisverka. Höfundur er kennaranemi í MT í Kennslufræði yngri barna í grunnskóla við Háskóla Íslands, meðstjórnandi og hagsmunafulltrúi Stúdentafélagsins Kennó og fulltrúi nemenda í fagráði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um kennaramenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Enn eitt barnið hefur verið myrt. Lítil 10 ára stúlka úr hverfinu mínu. Ég fékk illt í hjartað þegar ég sá frétt um að barn hafi verið myrt af foreldri sínu. Það sem var mér efst í huga var að biðja til guðs að þessi litla stúlka hafi ekki upplifað angist og sársauka á síðustu augnablikum lífs síns. Það næsta var það sama og ég hef hugsað í hin tvö skiptin á undan þegar barn hefur verið myrt á árinu - að enginn sem ég þekki tengist þessu barni persónulega. Hversu hryllilegt áfall að missa barn í lífi sínu á svona skyndilegan og ofbeldisfullan hátt. Ég óska engum svoleiðis sársauka og sálarkvalir. Svo komu fréttir um hvaða skóla barnið gekk í. Ég fór að hágráta um leið og ég sá myndina af skólanum. Barnið sem var myrt var nemandi í mínum hverfisskóla, skólanum sem ég gekk sjálf í frá 1.-7. bekk. Eitt af börnunum í hverfinu mínu. Ég vissi um leið að fjöldi fólks í hverfinu mínu er að syrgja þetta barn. Vinir og nágrannar misstu nemandann sinn, börn í hverfinu misstu skólasystkini og vinkonu. Fjöldinn allur af fólki í húsunum í kringum mig er að upplifa ólýsanlegan sársauka vegna þessa atburðar núna. Ég er sjálf kennaranemi og vinn með börnum í 5. bekk í öðrum skóla. Hún er skelfileg, tilhugsunin um að kennarar og starfsfólk hverfisskólans míns, mínum gamla barnaskóla hafi kvatt 10 ára nemanda sinn á föstudegi, eflaust brosað og sagt eitthvað á borð við: „Ertu með allt? Muna eftir peysu, úlpu, húfu! Góða helgi, við sjáumst á mánudaginn!“ En á mánudaginn kemur lítil stelpa ekki í skólann. Á mánudegi fá kennarar ekki að heilsa Kolfinnu Eldey sinni, spyrja hvað hún gerði skemmtilegt um helgina, biðja hana um að taka upp pennaveskið og útskýra fyrir henni verkefni dagsins. Hún var myrt daginn áður og faðir hennar er í haldi lögreglu. Það er eins og skyggt hafi á rólega, friðsæla hverfið mitt. Að vita að eitt af börnunum úr hverfinu hafi mætt slíkum örlögum. Að sjá sársaukann í augum nágranna sinna, að labba inn í búðina í hverfinu, sjá að byrjað er stilla upp vörum fyrir Hrekkjavöku og vita að það verður einu barninu færra sem velur sér búning, fer í hrekkjavökugleði eða gengur um hverfið með vinum sínum og bankar upp á fyrir sælgæti. Að vita að það er einu barninu færra sem mun stoppa mig úti á götu til að segja mér hvað hundarnir mínir eru sætir og hvort hún megi klappa þeim? Ég fór í vinnuna í kjölfarið í skólanum sem ég vinn í og fann svo mikinn létti að sjá alla mína nemendur á lífi. Ég var ákveðin í að njóta að vera með þeim, hafa gaman með þeim af því þau eru hér með mér. Mikið ótrúlega er ég þakklát fyrir að nemendur mínir eru á lífi. Þrjú börn hafa verið myrt á árinu. Tvö grunnskólabörn, eitt barn í menntaskóla. Mánuður er ekki liðinn frá því að ung stúlka var myrt á Menningarnótt þegar næsti harmleikur dynur á okkur og í þetta skiptið í mínu nærumhverfi. Ég fann fyrir ákveðnum kvíða eftir að hafa kvatt öll börnin í skólanum sem ég starfa við í gær, föstudag…munu þau öll koma í skólann á mánudag? Elsku þjóð, við verðum að gera betur. Öll sem eitt, ríkisstjórn, sveitarfélög, einstaklingar, við verðum að gera eitthvað. Þrjú börn á innan við ári í okkar litla þjóðfélagi. Þrír skólar. Þrír nemendur sem að standa fjölmargir ættingjar, vinir, skólasystkini, kennarar og starfsfólk skóla sem öllum þótti gríðarlega vænt um barnið. Þetta má ekki verða nýr veruleiki Íslendinga að vita aldrei hvenær eitthvert barn í þeirra lífi muni skyndilega mæta endalokum sínum svona, hvort sem það er fjölskyldumeðlimur, nemandi, nágranni eða skólasystkini barnanna ykkar. Ég vil ekki búa við þann veruleika að kennarar, kennaranemar og starfsfólk skóla þurfi að undirbúa sig fyrir þann möguleika að geta misst nemanda svona hvenær sem er. Jafnvel þó að barnið tengist okkur ekki beinum tengslum, þá er heimurinn lítill á Íslandi. Þau okkar sem ekki tengjast börnunum beint þekkjum samt mörg hver fólk sem eru aðstandendur barnanna. Við þurfum öll að hafa í huga að styðja fólkið okkar sem eru að syrgja börnin sem voru myrt. Elsku nágrannar í Rimahverfi, kennarar og starfsfólk Rimaskóla, ættingjar og aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar og allra barnanna sem við misstum árinu, ég samhryggist ykkur svo innilega. Elsku þjóð, nú verðum við að vakna. Við megum ekki missa fleiri börn vegna ofbeldisverka. Höfundur er kennaranemi í MT í Kennslufræði yngri barna í grunnskóla við Háskóla Íslands, meðstjórnandi og hagsmunafulltrúi Stúdentafélagsins Kennó og fulltrúi nemenda í fagráði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um kennaramenntun.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar