Ekkert sem bendir til þess að sakborningum fjölgi Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2024 12:31 Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild. Vísir/Einar Rannsókn lögreglu á andláti tíu ára stúlku miðar vel. Faðir stúlkunnar er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið henni að bana. Lögregla segir að ekkert bendi til þess að sakborningum í málinu muni fjölga. Faðirinn var handtekinn á sunnudagskvöld við Krýsuvíkurveg. Dóttir hans fannst látin skammt frá handtökustaðnum. Hann var á mánudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins í næstu viku. Hann var síðast yfirheyrður á miðvikudag og hefur verið samvinnuþýður frá fyrsta degi. Fyrir helgi óskaði lögreglan eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um veginn tímunum áður en maðurinn tilkynnti sig til lögreglu. Í samtali við fréttastofu segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, það vera eðlilegan hluta af rannsókninni. Verið sé að vinna í því að skoða myndefnið sem lögreglu barst. Rannsókn málsins miðar vel að sögn Elínar. Lögreglan er með góða hugmynd hvar og hvenær stúlkunni var ráðinn bani en Elín gat ekki tjáð sig meira um þann hluta rannsóknarinnar. Frá því að málið kom fyrst upp hafa margar sögur gengið á milli manna um manndrápið. Lögreglan hefur ítrekað hvatt fólk til að hafa samband við yfirvöld frekar en að deila sögum á netinu. Elín segir að sem stendur bendi ekkert til þess að sakborningum muni fjölga í málinu en faðirinn hélt því fram þegar hann tilkynnti um andlátið að hann hafi sjálfur orðið dóttur sinni að bana. Samkvæmt Ríkisútvarpinu hefur verið gert bráðabirgðageðmat á föðurnum og hann metinn sakhæfur. Lögreglan hefur þó ekki viljað staðfesta það. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Faðirinn var handtekinn á sunnudagskvöld við Krýsuvíkurveg. Dóttir hans fannst látin skammt frá handtökustaðnum. Hann var á mánudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins í næstu viku. Hann var síðast yfirheyrður á miðvikudag og hefur verið samvinnuþýður frá fyrsta degi. Fyrir helgi óskaði lögreglan eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um veginn tímunum áður en maðurinn tilkynnti sig til lögreglu. Í samtali við fréttastofu segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, það vera eðlilegan hluta af rannsókninni. Verið sé að vinna í því að skoða myndefnið sem lögreglu barst. Rannsókn málsins miðar vel að sögn Elínar. Lögreglan er með góða hugmynd hvar og hvenær stúlkunni var ráðinn bani en Elín gat ekki tjáð sig meira um þann hluta rannsóknarinnar. Frá því að málið kom fyrst upp hafa margar sögur gengið á milli manna um manndrápið. Lögreglan hefur ítrekað hvatt fólk til að hafa samband við yfirvöld frekar en að deila sögum á netinu. Elín segir að sem stendur bendi ekkert til þess að sakborningum muni fjölga í málinu en faðirinn hélt því fram þegar hann tilkynnti um andlátið að hann hafi sjálfur orðið dóttur sinni að bana. Samkvæmt Ríkisútvarpinu hefur verið gert bráðabirgðageðmat á föðurnum og hann metinn sakhæfur. Lögreglan hefur þó ekki viljað staðfesta það.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira