Lífræni dagurinn er í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2024 12:05 Þeir staðir, sem opið er á í dag eru Yrkja, Syðra-Holt rétt við Dalvík, garðyrkjustöðin Sólbakki rétt við Akureyri, Móðir jörð í Vallanesi skammt frá Egilsstöðum og svo er líka tekið á móti fólki á Bistro í Elliðárdal í Reykjavík. Boðið verður upp á smakk á öllum stöðum og hægt verður að versla lífrænar vörur frá framleiðendum. Aðsend Lífræni dagurinn er haldinn í dag en þá gefst áhugasömum kostur á að kynna sér allt um lífræna ræktun á nokkrum stöðum á landinu. Eins og staðan er í dag er aðeins eitt prósent af vörum lífrænar á Íslandi, en stefnt er á að sú tala verði komin upp í tíu prósent árið 2040. Lífræni dagurinn er nú haldinn í þriðja sinn. Hann hófst klukkan 11:00 í morgun með opnu húsi á nokkrum stöðum og stendur til klukkan þrjú í dag. Staðirnir eru Yrkja, Syðra-Holt rétt við Dalvík, garðyrkjustöðin Sólbakki rétt við Akureyri, Móðir jörð í Vallanesi skammt frá Egilsstöðum ogsvo er líka tekið á móti fólki á Bistro í Elliðárdal í Reykjavík. Boðið verður upp á smakk á öllum stöðum og hægt verður að versla lífrænar vörur frá framleiðendum. En lífrænn dagur, hvað er það? Anna María Björnsdóttir er verkefnisstjóri dagsins. „Góð spurning. Lífræni dagurinn er sem sagt dagur, sem er haldinn til að vekja athygli á lífrænni ræktun á Íslandi. Lífræn ræktun er einungis um eitt prósent á Íslandi í dag,“ segir Anna. Og nú hafa stjórnvöld gefið út aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar ræktunar á Íslandi, sem þykir mjög spennandi og áhugavert verkefni. „Þannig að þetta er svolítið stór stund í rauninni fyrir lífræna ræktun á Íslandi þar sem að það er núna komin áætlun um að stórauka þessi ræktun á Íslandi upp í 10 prósent árið 2040,“ segir Anna. Anna María Björnsdóttir er verkefnisstjóri dagsins.Aðsend En hver er til dæmis munurinn á hefðbundnu grænmeti eins og við þekkjum og lífrænu grænmeti? „Einn stór munur er að það er eingöngu notast við lífræna áburð í lífrænni ræktun.Síðan er það líka að það eru engin eiturefni leyfð og svo er það eins og þegar þú ert með tilbúnar vörur, það er strangt eftirlit með öllu þessu kerfi, þetta er alþjóðlegt gæðaeftirlitskerfi, lífrænt áburðarkerfi og er eitt strangasta eftirlitskerfi með matvörum. En það eru allskonar hlutir líka í þessu eins og skiptir mig máli, sem neytenda en það eru útilokuð um 350 aukaefni úr matnum,“ segir Anna um leið og hún hvetur fólk til að taka þátt í deginum og kynna sér þannig hvað er að gerast í lífrænni ræktun á Íslandi. Eins og staðan er í dag er aðeins eitt prósent af vörum lífrænar á Íslandi, en stefnt er á að sú tala verði komin upp í tíu prósent árið 2040Aðsend Landbúnaður Grænmetisréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Lífræni dagurinn er nú haldinn í þriðja sinn. Hann hófst klukkan 11:00 í morgun með opnu húsi á nokkrum stöðum og stendur til klukkan þrjú í dag. Staðirnir eru Yrkja, Syðra-Holt rétt við Dalvík, garðyrkjustöðin Sólbakki rétt við Akureyri, Móðir jörð í Vallanesi skammt frá Egilsstöðum ogsvo er líka tekið á móti fólki á Bistro í Elliðárdal í Reykjavík. Boðið verður upp á smakk á öllum stöðum og hægt verður að versla lífrænar vörur frá framleiðendum. En lífrænn dagur, hvað er það? Anna María Björnsdóttir er verkefnisstjóri dagsins. „Góð spurning. Lífræni dagurinn er sem sagt dagur, sem er haldinn til að vekja athygli á lífrænni ræktun á Íslandi. Lífræn ræktun er einungis um eitt prósent á Íslandi í dag,“ segir Anna. Og nú hafa stjórnvöld gefið út aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar ræktunar á Íslandi, sem þykir mjög spennandi og áhugavert verkefni. „Þannig að þetta er svolítið stór stund í rauninni fyrir lífræna ræktun á Íslandi þar sem að það er núna komin áætlun um að stórauka þessi ræktun á Íslandi upp í 10 prósent árið 2040,“ segir Anna. Anna María Björnsdóttir er verkefnisstjóri dagsins.Aðsend En hver er til dæmis munurinn á hefðbundnu grænmeti eins og við þekkjum og lífrænu grænmeti? „Einn stór munur er að það er eingöngu notast við lífræna áburð í lífrænni ræktun.Síðan er það líka að það eru engin eiturefni leyfð og svo er það eins og þegar þú ert með tilbúnar vörur, það er strangt eftirlit með öllu þessu kerfi, þetta er alþjóðlegt gæðaeftirlitskerfi, lífrænt áburðarkerfi og er eitt strangasta eftirlitskerfi með matvörum. En það eru allskonar hlutir líka í þessu eins og skiptir mig máli, sem neytenda en það eru útilokuð um 350 aukaefni úr matnum,“ segir Anna um leið og hún hvetur fólk til að taka þátt í deginum og kynna sér þannig hvað er að gerast í lífrænni ræktun á Íslandi. Eins og staðan er í dag er aðeins eitt prósent af vörum lífrænar á Íslandi, en stefnt er á að sú tala verði komin upp í tíu prósent árið 2040Aðsend
Landbúnaður Grænmetisréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?