Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2024 16:52 Margir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárás á fjölbýlishús í Beirút í morgun. Ísraelar segja háttsetta meðlimi Hezbollah hafa fundað undir húsinu. AP/Bilal Hussein Talsmaður Ísraelshers segir að þó nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah-samtakanna hafi verið felldir í loftárás í Beirút í dag. Helsta skotmark árásarinnar var Ibrahim Aqil, einn af æðstu leiðtogum samtakanna sem sagður var hafa leitt hernaðararm Hezbollah eftir að fyrrverandi leiðtogi þessa arms var ráðinn af dögum í júlí. Þar að auki leiddi hann hinar svokölluðu Radwan-sveitir Hezbollah, sem eru nokkurs konar sérsveitir samtakanna. Ísraelar segja að ásamt Aqil hafi að minnsta kosti tíu af æðstu meðlimum Radwan-sveitanna fallið. Forsvarsmenn hersins halda því fram að mennirnir hafi verið á fundi um að mögulegar árásir á byggðir í Ísrael þegar nokkrum sprengjum var varpað á fjölbýlishús sem mennirnir eru sagðir hafa verið í. Aqil var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir aðkomu hans að árás á sendiráð Bandaríkjanna í Beirút og mannskæðri sprengjuárás í bragga bandarískra landgönguliða í Beirút en báðar árásirnar voru gerðar árið 1983. Sjá einnig: Felldu einn af leiðtogum Hezbollah Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að áðurnefndur fundur hafi farið fram undir fjölbýlishúsinu sem loftárásin var gerð á í dag. Ísraelski miðillinn Haaretz sagði frá því að Aqil hafi verið útskráður af sjúkrahúsi í morgun, eftir að hann særðist þegar símboðar Hezbollah sprungu í loft upp fyrr í vikunni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í árásinni og að nærri því sextíu séu særðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eftir árásina í morgun skutu meðlimir Hezbollah fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Gífurlega spenna er nú á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem árásum á báða bóga hefur farið fjölgandi. Hezbollah hófu árásir með eldflaugum og drónum upprunalega þann 8. október og hafa Ísraelar gert fjölmargar loft- og stórskotaliðsárásir yfir landamærin. Spennan náði svo nýjum hæðum á dögunum þegar þúsundir símboða í eigu vígamanna Hezbollah sprungu í loft upp. Ísraelar hófu svo í gær umfangsmiklar árásir í suðurhluta Líbanon. Sjá einnig: Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ráðamenn í Ísrael hafa talað um nýjan „áfanga“ í stríðinu og hefur verið deilt um það hvort herinn eigi að gera innrás í suðurhluta Líbanon. Einn talsmanna Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að enn væri verið að leita friðsamlegra lausna á deilunni. Blaðamður Axios hefur þó eftir ónafngreindum ísraelskum embættismanni að þar á bæ sé talið að ekki sé lengur hægt að finna friðsama lausn. Þess í stað hafi verið ákveðið að engin vetlingatök dugi lengur til og árásum á samtökin fjölgað. Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37 Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Þar að auki leiddi hann hinar svokölluðu Radwan-sveitir Hezbollah, sem eru nokkurs konar sérsveitir samtakanna. Ísraelar segja að ásamt Aqil hafi að minnsta kosti tíu af æðstu meðlimum Radwan-sveitanna fallið. Forsvarsmenn hersins halda því fram að mennirnir hafi verið á fundi um að mögulegar árásir á byggðir í Ísrael þegar nokkrum sprengjum var varpað á fjölbýlishús sem mennirnir eru sagðir hafa verið í. Aqil var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir aðkomu hans að árás á sendiráð Bandaríkjanna í Beirút og mannskæðri sprengjuárás í bragga bandarískra landgönguliða í Beirút en báðar árásirnar voru gerðar árið 1983. Sjá einnig: Felldu einn af leiðtogum Hezbollah Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að áðurnefndur fundur hafi farið fram undir fjölbýlishúsinu sem loftárásin var gerð á í dag. Ísraelski miðillinn Haaretz sagði frá því að Aqil hafi verið útskráður af sjúkrahúsi í morgun, eftir að hann særðist þegar símboðar Hezbollah sprungu í loft upp fyrr í vikunni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í árásinni og að nærri því sextíu séu særðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eftir árásina í morgun skutu meðlimir Hezbollah fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Gífurlega spenna er nú á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem árásum á báða bóga hefur farið fjölgandi. Hezbollah hófu árásir með eldflaugum og drónum upprunalega þann 8. október og hafa Ísraelar gert fjölmargar loft- og stórskotaliðsárásir yfir landamærin. Spennan náði svo nýjum hæðum á dögunum þegar þúsundir símboða í eigu vígamanna Hezbollah sprungu í loft upp. Ísraelar hófu svo í gær umfangsmiklar árásir í suðurhluta Líbanon. Sjá einnig: Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ráðamenn í Ísrael hafa talað um nýjan „áfanga“ í stríðinu og hefur verið deilt um það hvort herinn eigi að gera innrás í suðurhluta Líbanon. Einn talsmanna Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að enn væri verið að leita friðsamlegra lausna á deilunni. Blaðamður Axios hefur þó eftir ónafngreindum ísraelskum embættismanni að þar á bæ sé talið að ekki sé lengur hægt að finna friðsama lausn. Þess í stað hafi verið ákveðið að engin vetlingatök dugi lengur til og árásum á samtökin fjölgað.
Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37 Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37
Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03
Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37