Gabbia hetjan í borgarslagnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 18:15 Matteo Gabbia fagnaði marki sínu vel og innilega. Eðlilega. Marco Luzzani/Getty Images Matteo Gabbia reyndist hetja AC Milan er hann tryggði liðinu 2-1 útisigur gegn Inter í Mílanó-slagnum í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eins og knattspyrnuunnendur vita leika bæði lið heimaleiki sína á San Siro, en það voru Inter-menn sem áttu heimaleikinn í kvöld. Það voru hins vegar gestirnir í AC Milan, ef gesti skyldi kalla, sem tóku forystuna strax á tíundu mínútu þegar Christian Pulisic kom boltanum í netið áður en Federico Dimarco jafnaði metin fyrir Inter á 28. mínútu eftir undirbúning Lautaro Martinez. Í síðari hálfleik leit svo lengst af út fyrir að liðin myndu skipta stigunum á milli sín og það var ekki fyrr en á 89. mínútu að sigurmarkið leit dagsins ljós. Þá var það ítalski varnarmaðurinn Matteo Gabbia sem stangaði aukaspyrnu Tijjani Reijnders í netið og tryggði AC Milan dramatískan 2-1 sigur. Úrslitin þýða að liðin eru nú bæði með átta stig eftir fimm leiki, í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar, en AC Milan situr ofar á innbirðis viðureignum. Ítalski boltinn
Matteo Gabbia reyndist hetja AC Milan er hann tryggði liðinu 2-1 útisigur gegn Inter í Mílanó-slagnum í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eins og knattspyrnuunnendur vita leika bæði lið heimaleiki sína á San Siro, en það voru Inter-menn sem áttu heimaleikinn í kvöld. Það voru hins vegar gestirnir í AC Milan, ef gesti skyldi kalla, sem tóku forystuna strax á tíundu mínútu þegar Christian Pulisic kom boltanum í netið áður en Federico Dimarco jafnaði metin fyrir Inter á 28. mínútu eftir undirbúning Lautaro Martinez. Í síðari hálfleik leit svo lengst af út fyrir að liðin myndu skipta stigunum á milli sín og það var ekki fyrr en á 89. mínútu að sigurmarkið leit dagsins ljós. Þá var það ítalski varnarmaðurinn Matteo Gabbia sem stangaði aukaspyrnu Tijjani Reijnders í netið og tryggði AC Milan dramatískan 2-1 sigur. Úrslitin þýða að liðin eru nú bæði með átta stig eftir fimm leiki, í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar, en AC Milan situr ofar á innbirðis viðureignum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti