Veðmál systkina til lykta leitt: „Veit að ég mun aldrei tapa fyrir honum“ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2024 07:03 Óttar Gunnlaugsson og Eygló Rún Karlsdóttir takast á við sitt fyrsta bakgarðshlaup í dag. Vísir „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa fyrir honum,“ segir Eygló Rún Karlsdóttir sem ásamt bróður sínum, Óttari Gunnlaugssyni, keppir í fyrsta sinn í bakgarðshlaupi í dag. Refsing bíður þess sem kemst styttra og virðast systkinin afar misvel undirbúin. Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst klukkan 9 í Heiðmörk og er í beinni útsendingu á Vísi. Systkinin Eygló og Óttar hlaupa þá af stað fyrsta 6,7 kílómetra hringinn og þurfa líkt og aðrir að klára þann hring á innan við klukkutíma til að fá að halda áfram. Keppendur hvíla svo þar til að nýr klukkutími hefst og þurfa þá aftur að klára hring á innan við klukkutíma, til að falla ekki úr keppni. Eygló og Óttar renna nokkuð blint í sjóinn enda bakgarðshlaup ólík öðrum keppnishlaupum, en þau fóru yfir málin í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Systkinaslagur í Bakgarðshlaupinu „Ég ætla að hlaupa einum hring lengra en hún,“ segir Óttar um sitt markmið. „Og ég ætla að hlaupa endalaust,“ bætir Eygló við kankvís. Þykist ekkert hafa æft Eygló hefur undirbúið sig vandlega fyrir keppnina, bæði með æfingum og vali á réttum græjum og nesti. En Óttar? „Ég hef ekki æft mig neitt. En ég er statt og stöðugt í langan tíma búinn að vera að sannfæra hana um að ég sé búinn að vera að æfa mig. Svo er ég búinn að sannfæra hana um að ég sé ekkert búinn að æfa mig,“ segir Óttar og hefur þannig ítrekað ruglað í systur sinni sem trúir því nú tæplega að hann hafi ekkert æft sig: „En alltaf þegar hann er búinn að vera að „mindfucka“ mig með því að segjast vera að æfa, þá hefur það gefið mér búst. Þá hef ég æft aðeins meira og farið lengra.“ Óttar heldur áfram að rugla í systur sinni í viðtalinu: „Ég held að þetta verði þannig að þegar ég verð dottinn út, ábyggilega nokkuð snemma, þá mun ég vera þarna að hvetja hana áfram.“ „Ertu að viðurkenna að þú munir tapa?“ spyr Eygló. „Já. Eða sko, þú getur ekki látið óæfðan mann vinna þig,“ svarar Óttar og glottir. „Svo er Dominos með heimsendingu“ Garpur ákvað refsingu fyrir þann sem kemst styttra í keppninni, og þarf það systkini að mæta í beina útsendingu og viðurkenna vanmátt sinn gagnvart systkini sínu. En þau eru bæði kokhraust, þó þau virðist hafa hugað mismikið að klæðnaði og næringu: „Stuttbuxur, húfa, bolur og tveir jafnhraðir. Ekkert vesen. Svo er Dominos með heimsendingu. Þetta verður aldrei vesen,“ segir Óttar. „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa, en ef eitthvað kæmi upp á, ég myndi misstíga mig og þurfa að hætta…“ segir Eygló. „Þá myndi ég hætta,“ fullyrðir Óttar en hljómar samt ekki eins og að hann myndi láta sér renna úr greipum tækifærið til að vinna systur sína. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst klukkan 9 í Heiðmörk og er í beinni útsendingu á Vísi. Systkinin Eygló og Óttar hlaupa þá af stað fyrsta 6,7 kílómetra hringinn og þurfa líkt og aðrir að klára þann hring á innan við klukkutíma til að fá að halda áfram. Keppendur hvíla svo þar til að nýr klukkutími hefst og þurfa þá aftur að klára hring á innan við klukkutíma, til að falla ekki úr keppni. Eygló og Óttar renna nokkuð blint í sjóinn enda bakgarðshlaup ólík öðrum keppnishlaupum, en þau fóru yfir málin í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Systkinaslagur í Bakgarðshlaupinu „Ég ætla að hlaupa einum hring lengra en hún,“ segir Óttar um sitt markmið. „Og ég ætla að hlaupa endalaust,“ bætir Eygló við kankvís. Þykist ekkert hafa æft Eygló hefur undirbúið sig vandlega fyrir keppnina, bæði með æfingum og vali á réttum græjum og nesti. En Óttar? „Ég hef ekki æft mig neitt. En ég er statt og stöðugt í langan tíma búinn að vera að sannfæra hana um að ég sé búinn að vera að æfa mig. Svo er ég búinn að sannfæra hana um að ég sé ekkert búinn að æfa mig,“ segir Óttar og hefur þannig ítrekað ruglað í systur sinni sem trúir því nú tæplega að hann hafi ekkert æft sig: „En alltaf þegar hann er búinn að vera að „mindfucka“ mig með því að segjast vera að æfa, þá hefur það gefið mér búst. Þá hef ég æft aðeins meira og farið lengra.“ Óttar heldur áfram að rugla í systur sinni í viðtalinu: „Ég held að þetta verði þannig að þegar ég verð dottinn út, ábyggilega nokkuð snemma, þá mun ég vera þarna að hvetja hana áfram.“ „Ertu að viðurkenna að þú munir tapa?“ spyr Eygló. „Já. Eða sko, þú getur ekki látið óæfðan mann vinna þig,“ svarar Óttar og glottir. „Svo er Dominos með heimsendingu“ Garpur ákvað refsingu fyrir þann sem kemst styttra í keppninni, og þarf það systkini að mæta í beina útsendingu og viðurkenna vanmátt sinn gagnvart systkini sínu. En þau eru bæði kokhraust, þó þau virðist hafa hugað mismikið að klæðnaði og næringu: „Stuttbuxur, húfa, bolur og tveir jafnhraðir. Ekkert vesen. Svo er Dominos með heimsendingu. Þetta verður aldrei vesen,“ segir Óttar. „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa, en ef eitthvað kæmi upp á, ég myndi misstíga mig og þurfa að hætta…“ segir Eygló. „Þá myndi ég hætta,“ fullyrðir Óttar en hljómar samt ekki eins og að hann myndi láta sér renna úr greipum tækifærið til að vinna systur sína. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti