„Hún reif í mig og hraunaði yfir mig, á Marilegan hátt“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 14:01 Ásdís Björg Pálmadóttir er með ýmis góð ráð fyrir keppendur í bakgarðshlaupi. Vísir Ásdís Björg Pálmadóttir, vörumerkjastjóri í Sportvörum, er á leið í sitt fimmta bakgarðshlaup á morgun og ætlar sér að hlaupa að minnsta kosti hundrað kílómetra. Hún fékk góða aðstoð frá drottningu bakgarðshlaupanna, Mari Järsk, þegar hún rauf hundrað kílómetra múrinn fyrst. „Það er alltaf smákvíði. Þetta er svo erfitt,“ segir Ásdís Björg um hlaupið á morgun en hún ræddi við Garp Elísabetarson í aðdraganda keppninnar. Viðtalið má sjá hér að neðan en þar fer Ásdís meðal annars vel yfir það hvernig best er að búa sig undir hlaup, varðandi klæðnað og næringu, en hún verður til að mynda með flatkökur, avókadó og egg til að gæða sér á á milli hringja. Bakgarðshlaupið hefst í Heiðmörk klukkan 9 í fyrramálið, í beinni útsendingu á Vísi, en keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring og þurfa að ljúka honum á innan við klukkutíma. Þeir fá svo hvíld þar til að klukkutíminn er liðinn og fara svo aftur af stað. Þannig er markmiðið að klára sem flesta hringi. Ásdís keppti fyrst í Heiðmörk árið 2020 og fór þá átta hringi, en í síðasta hlaupi fór hún heila fimmtán hringi og rauf 100 kílómetra múrinn. Fékk dýrmæta hjálp frá vinkonu sinni Hún var þó við það að gefast upp eftir ellefu hringi en Mari, vinkona hennar, kom til bjargar: „Þá nappar Mari mig og segir bara: „Þú ert að fara hundrað kílómetra! Þú ert með það markmið!“ Hún reif bara í mig og bókstaflega dróg mig næsta hring, og hraunaði yfir mig, á Mari-legan hátt. Fólk safnaðist á bakvið okkur því það þurftu bara allir að heyra þetta pepp,“ segir Ásdís sem náði að jafna sig og endaði á að fara yfir 100 kílómetra. En hvað með hlaupið í ár? Vinirnir þrýsta á enn meiri árangur „Þetta leggst alveg vel í mig. Ég er bara „average Joe“ hlaupari, miðaldra kona sem hefur gaman að hreyfa sig. En ég á vini sem eru framarlega í hlaupum á Íslandi. Ég næ að skokka með þeim. Þau eru með mjög mikið keppnisskap, og láta mig gera hluti,“ segir Ásdís létt og bætir við: „Það hentar mér mjög vel að fara hluti í ákveðnum skrefum. En svo byrjar bara: „Farðu hundrað“, og ég alveg: „Nei, ég er ekki að fara hundrað“. „Jú víst, farðu hundrað.“ Þá var ég neydd til að fara hundrað. Ég gerði það í fyrra og það var mjög erfitt,“ segir Ásdís og tekur fram að nú sé þrýstingur frá vinunum á að hún fari enn lengra. Líður ekki vel á meðan og ekki heldur eftir á „Það er ótrúlega mikið „kick“ að fara svona langt. Af hverju myndi maður gera þetta? Manni líður ekki vel á meðan þessu stendur, og manni líður ekki vel þegar þetta er búið, en það er eitthvað við þetta, að keyra sig lengra en maður getur. Mitt aðalvandamál er að ná að gera þetta á tíma, þegar komið er langt inn í hlaupið. Þegar maður er kominn 5, 6, 7 hringi, þá kemur svolítil bugun. Maður er „bara“ búinn með 5-7 hringi og það er einhvern veginn öll keppnin eftir, en það góða við þetta er að Mari finnst þetta líka erfitt þarna. Þú ert kominn með maraþonlengd og þetta er orðið lengra en löngu æfingarnar þínar. Þetta er erfitt fyrir alla, það er öllum illt, en þú þarft að halda áfram,“ segir Ásdís en nánar er rætt við hana í myndbandinu hér að ofan. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á morgun og verður í beinni útsendingu á Vísi. Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir „Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Sjá meira
„Það er alltaf smákvíði. Þetta er svo erfitt,“ segir Ásdís Björg um hlaupið á morgun en hún ræddi við Garp Elísabetarson í aðdraganda keppninnar. Viðtalið má sjá hér að neðan en þar fer Ásdís meðal annars vel yfir það hvernig best er að búa sig undir hlaup, varðandi klæðnað og næringu, en hún verður til að mynda með flatkökur, avókadó og egg til að gæða sér á á milli hringja. Bakgarðshlaupið hefst í Heiðmörk klukkan 9 í fyrramálið, í beinni útsendingu á Vísi, en keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring og þurfa að ljúka honum á innan við klukkutíma. Þeir fá svo hvíld þar til að klukkutíminn er liðinn og fara svo aftur af stað. Þannig er markmiðið að klára sem flesta hringi. Ásdís keppti fyrst í Heiðmörk árið 2020 og fór þá átta hringi, en í síðasta hlaupi fór hún heila fimmtán hringi og rauf 100 kílómetra múrinn. Fékk dýrmæta hjálp frá vinkonu sinni Hún var þó við það að gefast upp eftir ellefu hringi en Mari, vinkona hennar, kom til bjargar: „Þá nappar Mari mig og segir bara: „Þú ert að fara hundrað kílómetra! Þú ert með það markmið!“ Hún reif bara í mig og bókstaflega dróg mig næsta hring, og hraunaði yfir mig, á Mari-legan hátt. Fólk safnaðist á bakvið okkur því það þurftu bara allir að heyra þetta pepp,“ segir Ásdís sem náði að jafna sig og endaði á að fara yfir 100 kílómetra. En hvað með hlaupið í ár? Vinirnir þrýsta á enn meiri árangur „Þetta leggst alveg vel í mig. Ég er bara „average Joe“ hlaupari, miðaldra kona sem hefur gaman að hreyfa sig. En ég á vini sem eru framarlega í hlaupum á Íslandi. Ég næ að skokka með þeim. Þau eru með mjög mikið keppnisskap, og láta mig gera hluti,“ segir Ásdís létt og bætir við: „Það hentar mér mjög vel að fara hluti í ákveðnum skrefum. En svo byrjar bara: „Farðu hundrað“, og ég alveg: „Nei, ég er ekki að fara hundrað“. „Jú víst, farðu hundrað.“ Þá var ég neydd til að fara hundrað. Ég gerði það í fyrra og það var mjög erfitt,“ segir Ásdís og tekur fram að nú sé þrýstingur frá vinunum á að hún fari enn lengra. Líður ekki vel á meðan og ekki heldur eftir á „Það er ótrúlega mikið „kick“ að fara svona langt. Af hverju myndi maður gera þetta? Manni líður ekki vel á meðan þessu stendur, og manni líður ekki vel þegar þetta er búið, en það er eitthvað við þetta, að keyra sig lengra en maður getur. Mitt aðalvandamál er að ná að gera þetta á tíma, þegar komið er langt inn í hlaupið. Þegar maður er kominn 5, 6, 7 hringi, þá kemur svolítil bugun. Maður er „bara“ búinn með 5-7 hringi og það er einhvern veginn öll keppnin eftir, en það góða við þetta er að Mari finnst þetta líka erfitt þarna. Þú ert kominn með maraþonlengd og þetta er orðið lengra en löngu æfingarnar þínar. Þetta er erfitt fyrir alla, það er öllum illt, en þú þarft að halda áfram,“ segir Ásdís en nánar er rætt við hana í myndbandinu hér að ofan. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á morgun og verður í beinni útsendingu á Vísi.
Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir „Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Sjá meira
„Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01