Búðu til pláss – fyrir öll börn Birna Þórarinsdóttir skrifar 20. september 2024 07:45 „Hjálpumst öll að – búum þeim stað. Búðu til pláss í hjartanu þínu.“ Landsnefnd UNICEF á Íslandi fagnar nú 20 ára afmæli sínu með ákalli til þjóðarinnar sem vitnar í ljóðið þar sem upphafsorð þessarar greinar er um finna. Ákall um að landsmenn búi til pláss í hjartanu sínu fyrir öll börn sem þurfa á okkur að halda og gerist Heimsforeldrar UNICEF. UNICEF á Íslandi hófst sem lítið ástríðuverkefni örfárra eldsála með draum og lítið skrifborð fyrir 20 árum síðan. Þetta ástríðuverkefni hefur vaxið og dafnað í hlutfallslega eina öflugustu landsnefnd UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í heiminum. Hér á litla Íslandi eigum við heimsmet í fjölda Heimsforeldra miðað við höfðatölu. Heimsforeldra sem mánaðarlega styðja við verkefni og markmið Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að tryggja réttindi og velferð allra barna, um allan heim. Við erum svo heppin að eiga hér mörg hundruð Heimsforeldra sem hafa verið með okkur frá upphafi og nú alls ríflega 23 þúsund Heimsforeldra sem gefa til starfsins í hverjum mánuði. Við erum þeim þakklát fyrir traustið og þau geta verið stolt af sínum árangri. Því þrátt fyrir að áskoranirnar séu vissulega margar þá hefur margt breyst til hins betra fyrir börn í heiminum á þessum 20 árum. Dánartíðni barna undir fimm ára aldri hefur dregist saman um 50% frá árinu 2000 og t.d. í Kambódíu hefur ungbarnadauði dregist saman um 75% bara síðustu 20 árin. Því öll erum við sammála um að ekkert barn ætti að láta lífið vegna sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir. Ekki vegna hungurs eða stríðsátaka. Á þessum 20 árum hefur aðgengi að menntun, sérstaklega stúlkna, verið stórlega bætt og fleiri börn hafa aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og færri börn eru neydd til barnaþrælkunar, í hjónaband eða til að bera vopn. Fyrir vikið fá fleiri börn að vera einfaldlega börn í heiminum í dag. Heimsforeldrar UNICEF eiga hlutdeild í öllum þessum jákvæðu breytingum í þágu barna um allan heim og og líf þeirra á pláss í hjarta þeirra. Hvað þýðir þá að búa til pláss í hjartanu sínu? Einmitt þetta. Að vita að þrátt fyrir að áskoranirnar virðist oft óyfirstíganlega miklar í fjölkrísuheimi, þar sem réttindi og velferð barna eru fótum troðin, þá tökum við afstöðu með von, frið og samkennd. Þeirri staðföstu trú að með því að vera hluti af jákvæðum samtakamætti er hægt að gera heiminn að betri stað fyrir öll börn. Og það er hægt. Við höfum séð það. Búðu til pláss – í hjartanu þínu. Vertu hluti af lausninni. Vertu Heimsforeldri UNICEF Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Félagasamtök Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
„Hjálpumst öll að – búum þeim stað. Búðu til pláss í hjartanu þínu.“ Landsnefnd UNICEF á Íslandi fagnar nú 20 ára afmæli sínu með ákalli til þjóðarinnar sem vitnar í ljóðið þar sem upphafsorð þessarar greinar er um finna. Ákall um að landsmenn búi til pláss í hjartanu sínu fyrir öll börn sem þurfa á okkur að halda og gerist Heimsforeldrar UNICEF. UNICEF á Íslandi hófst sem lítið ástríðuverkefni örfárra eldsála með draum og lítið skrifborð fyrir 20 árum síðan. Þetta ástríðuverkefni hefur vaxið og dafnað í hlutfallslega eina öflugustu landsnefnd UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í heiminum. Hér á litla Íslandi eigum við heimsmet í fjölda Heimsforeldra miðað við höfðatölu. Heimsforeldra sem mánaðarlega styðja við verkefni og markmið Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að tryggja réttindi og velferð allra barna, um allan heim. Við erum svo heppin að eiga hér mörg hundruð Heimsforeldra sem hafa verið með okkur frá upphafi og nú alls ríflega 23 þúsund Heimsforeldra sem gefa til starfsins í hverjum mánuði. Við erum þeim þakklát fyrir traustið og þau geta verið stolt af sínum árangri. Því þrátt fyrir að áskoranirnar séu vissulega margar þá hefur margt breyst til hins betra fyrir börn í heiminum á þessum 20 árum. Dánartíðni barna undir fimm ára aldri hefur dregist saman um 50% frá árinu 2000 og t.d. í Kambódíu hefur ungbarnadauði dregist saman um 75% bara síðustu 20 árin. Því öll erum við sammála um að ekkert barn ætti að láta lífið vegna sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir. Ekki vegna hungurs eða stríðsátaka. Á þessum 20 árum hefur aðgengi að menntun, sérstaklega stúlkna, verið stórlega bætt og fleiri börn hafa aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og færri börn eru neydd til barnaþrælkunar, í hjónaband eða til að bera vopn. Fyrir vikið fá fleiri börn að vera einfaldlega börn í heiminum í dag. Heimsforeldrar UNICEF eiga hlutdeild í öllum þessum jákvæðu breytingum í þágu barna um allan heim og og líf þeirra á pláss í hjarta þeirra. Hvað þýðir þá að búa til pláss í hjartanu sínu? Einmitt þetta. Að vita að þrátt fyrir að áskoranirnar virðist oft óyfirstíganlega miklar í fjölkrísuheimi, þar sem réttindi og velferð barna eru fótum troðin, þá tökum við afstöðu með von, frið og samkennd. Þeirri staðföstu trú að með því að vera hluti af jákvæðum samtakamætti er hægt að gera heiminn að betri stað fyrir öll börn. Og það er hægt. Við höfum séð það. Búðu til pláss – í hjartanu þínu. Vertu hluti af lausninni. Vertu Heimsforeldri UNICEF Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar