Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2024 14:03 Herforingjar Ísrael tilkynntu í dag árásir gegn Hezbollah í suðurhluta Líbanon. Ísraelski herinn Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað felst í þessari aðgerðaáætlun en háværar umræður um mögulega innrás í Líbanon hafa átt sér stað innan stjórnvalda Ísrael á undanförnum dögum. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Fregnir hafa borist af umfangsmiklum loftárásum í Líbanon en þær hófust á öðrum tímanum í dag. Just before #Hezbollah secretary-general is scheduled today to deliver his speech after the exploding pager attack by #Israel, the IDF announces it is now attacking Hezbollah targets in Lebanon to damage and destroy the organization's terrorist capabilities and military… pic.twitter.com/G1zjYGmy4C— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 19, 2024 Herforingjar segja markmið þessara árása að grafa undan hernaðargetu Hezbollah og granda neðanjarðargöngum þeirra og byrgjum. Þannig eigi að gera um sjötíu þúsund Ísraelum sem hafa þurft að flýja heimili sín í norðurhluta Ísrael kleift að snúa aftur heim. Meðlimir Hezbollah hafa gert tíðar árásir með eldflaugum og drónum á bæi og byggðir í norðanverðu Ísrael. ⭕️The IDF is currently striking Hezbollah targets in Lebanon to degrade Hezbollah’s terrorist capabilities and infrastructure. For decades, Hezbollah has weaponized civilian homes, dug tunnels beneath them and used civilians as human shields—having turned southern Lebanon into…— Israel Defense Forces (@IDF) September 19, 2024 Þessar árásir koma í kjölfar þess að þúsundir símboða og talstöðva í notkun Hezbollah sprungu í loft upp í dag og í gær. Allt að þrjú þúsund manns særðust í þessum sprengingum. Herþotur eru sagðar á flugi yfir Beirút, höfuðborg Líbanon. Israeli jets flying low over Beirut during Hezbollah leader Hassan Nasrallah's speech. pic.twitter.com/yl5077S5G1— Moshe Schwartz (backup) (@MosheReports) September 19, 2024 Í ávarpi sem Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi Hezbollah, hélt í dag sagði hann mögulegt að kalla árásir síðustu daga stríðsyfirlýsingu. Hann gekk þó ekki svo langt að fullyrða að svo væri. Hann hélt því einnig fram að leiðtogum Hezbollah hefðu borist skilaboð um að þeir ættu að hætta árásum sínum á norðanvert Ísrael. Hann sagði að það yrði ekki gert, fyrr en í fyrsta lagi eftir að Ísraelar hættu hernaði sínum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Nasrallah sagðist vonast eftir því að Ísraelar gerðu innrás í suðurhluta Líbanon. Hann hét því að slík innrás myndi ekki hafa þær afleiðingar að áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í Ísrael. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir 20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. 18. september 2024 11:22 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað felst í þessari aðgerðaáætlun en háværar umræður um mögulega innrás í Líbanon hafa átt sér stað innan stjórnvalda Ísrael á undanförnum dögum. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Fregnir hafa borist af umfangsmiklum loftárásum í Líbanon en þær hófust á öðrum tímanum í dag. Just before #Hezbollah secretary-general is scheduled today to deliver his speech after the exploding pager attack by #Israel, the IDF announces it is now attacking Hezbollah targets in Lebanon to damage and destroy the organization's terrorist capabilities and military… pic.twitter.com/G1zjYGmy4C— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 19, 2024 Herforingjar segja markmið þessara árása að grafa undan hernaðargetu Hezbollah og granda neðanjarðargöngum þeirra og byrgjum. Þannig eigi að gera um sjötíu þúsund Ísraelum sem hafa þurft að flýja heimili sín í norðurhluta Ísrael kleift að snúa aftur heim. Meðlimir Hezbollah hafa gert tíðar árásir með eldflaugum og drónum á bæi og byggðir í norðanverðu Ísrael. ⭕️The IDF is currently striking Hezbollah targets in Lebanon to degrade Hezbollah’s terrorist capabilities and infrastructure. For decades, Hezbollah has weaponized civilian homes, dug tunnels beneath them and used civilians as human shields—having turned southern Lebanon into…— Israel Defense Forces (@IDF) September 19, 2024 Þessar árásir koma í kjölfar þess að þúsundir símboða og talstöðva í notkun Hezbollah sprungu í loft upp í dag og í gær. Allt að þrjú þúsund manns særðust í þessum sprengingum. Herþotur eru sagðar á flugi yfir Beirút, höfuðborg Líbanon. Israeli jets flying low over Beirut during Hezbollah leader Hassan Nasrallah's speech. pic.twitter.com/yl5077S5G1— Moshe Schwartz (backup) (@MosheReports) September 19, 2024 Í ávarpi sem Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi Hezbollah, hélt í dag sagði hann mögulegt að kalla árásir síðustu daga stríðsyfirlýsingu. Hann gekk þó ekki svo langt að fullyrða að svo væri. Hann hélt því einnig fram að leiðtogum Hezbollah hefðu borist skilaboð um að þeir ættu að hætta árásum sínum á norðanvert Ísrael. Hann sagði að það yrði ekki gert, fyrr en í fyrsta lagi eftir að Ísraelar hættu hernaði sínum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Nasrallah sagðist vonast eftir því að Ísraelar gerðu innrás í suðurhluta Líbanon. Hann hét því að slík innrás myndi ekki hafa þær afleiðingar að áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í Ísrael.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir 20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. 18. september 2024 11:22 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34
Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37
Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. 18. september 2024 11:22