„Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2024 13:49 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar. EGILL AÐALSTEINSSON Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsti þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA, á samfélagsmiðlum í gær. Þar gangrýnir hann stjórnvöld og langa biðlista eftir þjónustunni sem er lögbundinn. Fjallað var einnig um málefni NPA í Kastljósi á Rúv í gærkvöldi þar sem aðstandandi lýsti raunum sínum af kerfinu og margra ára bið eftir viðunandi þjónustu. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, er formaður NPA-miðstöðvar en hann segir ástandið óboðlegt. „Það er náttúrlega alveg óásættanlegt að það séu biðlistar sem spanna margra ára bil eftir sjálfsögðum mannréttindum,“ segir Rúnar. 1. janúar í fyrra tóku gildi breytingar á lögum frá 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þær felast í því að bráðabirgðaákvæði um innleiðingartímabil NPA var framlengt út þetta ár, 2024 og að á árinu muni ríkissjóður veita framlag vegna allt að 172 NPA-samninga. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eru 128 NPA-samningar í gildi í dag, sem fjármagnaðir eru af ríki á móti sveitarfélögum. Þannig er heimild fyrir 25% fjármögnun frá ríkinu ekki nýtt vegna ríflega fjörutíu samninga þar sem ekki hafi borist fleiri umsóknir frá sveitarfélögunum. Allar umsóknir hafi verið samþykktar „Það er búið að vera innleiðingarferli síðan 2012 þannig að þetta er búið að vera í innleiðingu meira en áratug. Og þá bara er spurningin, hvað ætlum við að taka marga áratugi í þetta,“ segir Rúnar. Þá segir hann fráleitt að enn sé miðað við sama fjölda samninga og í upphafi. Í takt við fólksfjölgun og raunfjölda þeirra sem þurfi á slíkri þjónustu að halda í erlendum samanburði muni þeim að öllum líkindum fara fjölgandi sem þurfi á NPA-samningi að halda. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur verið opið fyrir umsóknir sveitarfélaga síðan í fyrra vor um 25 prósent framlag ríkisins vegna NPA samninga. Allar slíkar umsóknir hafi verið samþykktar jafnóðum. Sveitarfélögum sé frjálst að gera NPA samninga án fjárhagslegrar aðkomu ríkisins, en ekkert sveitarfélag hefur gert það eftir því sem ráðuneytið kemst næst. „Bæði ríki og sveitarfélög eru að vísa á hvert annað og eru ekki að upplifa skyldur sínar og fatlaða fólkið verður fyrir miskanum,“ segir Rúnar. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsti þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA, á samfélagsmiðlum í gær. Þar gangrýnir hann stjórnvöld og langa biðlista eftir þjónustunni sem er lögbundinn. Fjallað var einnig um málefni NPA í Kastljósi á Rúv í gærkvöldi þar sem aðstandandi lýsti raunum sínum af kerfinu og margra ára bið eftir viðunandi þjónustu. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, er formaður NPA-miðstöðvar en hann segir ástandið óboðlegt. „Það er náttúrlega alveg óásættanlegt að það séu biðlistar sem spanna margra ára bil eftir sjálfsögðum mannréttindum,“ segir Rúnar. 1. janúar í fyrra tóku gildi breytingar á lögum frá 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þær felast í því að bráðabirgðaákvæði um innleiðingartímabil NPA var framlengt út þetta ár, 2024 og að á árinu muni ríkissjóður veita framlag vegna allt að 172 NPA-samninga. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eru 128 NPA-samningar í gildi í dag, sem fjármagnaðir eru af ríki á móti sveitarfélögum. Þannig er heimild fyrir 25% fjármögnun frá ríkinu ekki nýtt vegna ríflega fjörutíu samninga þar sem ekki hafi borist fleiri umsóknir frá sveitarfélögunum. Allar umsóknir hafi verið samþykktar „Það er búið að vera innleiðingarferli síðan 2012 þannig að þetta er búið að vera í innleiðingu meira en áratug. Og þá bara er spurningin, hvað ætlum við að taka marga áratugi í þetta,“ segir Rúnar. Þá segir hann fráleitt að enn sé miðað við sama fjölda samninga og í upphafi. Í takt við fólksfjölgun og raunfjölda þeirra sem þurfi á slíkri þjónustu að halda í erlendum samanburði muni þeim að öllum líkindum fara fjölgandi sem þurfi á NPA-samningi að halda. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur verið opið fyrir umsóknir sveitarfélaga síðan í fyrra vor um 25 prósent framlag ríkisins vegna NPA samninga. Allar slíkar umsóknir hafi verið samþykktar jafnóðum. Sveitarfélögum sé frjálst að gera NPA samninga án fjárhagslegrar aðkomu ríkisins, en ekkert sveitarfélag hefur gert það eftir því sem ráðuneytið kemst næst. „Bæði ríki og sveitarfélög eru að vísa á hvert annað og eru ekki að upplifa skyldur sínar og fatlaða fólkið verður fyrir miskanum,“ segir Rúnar.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira