Brynjar snýr sér að mannréttindamálum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2024 11:34 Brynjar hefur sagt af sér varaþingmennsku og mun að öllum líkindum taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson mun taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar, nái tillaga þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins að ganga. Brynjar sagði af sér varaþingmennsku fyrir flokkinn í dag. „Ég ræddi við Brynjar í síðustu viku,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um þessi tíðindi, sem óhætt er að segja að mörgum hafi þótt nokkuð óvænt. Hún segir Brynjar hafa verið boðinn og búinn til að taka verkefnið að sér. „Auðvitað stöldruðum við við það sem segir í lögunum um að þingmenn megi ekki sitja í stjórninni. Fyrir mitt leyti er varaþingmennska ekki það sama og að vera þingmaður. En nú þegar hann hefur sagt af sér varaþingmennsku þá er algjörlega hafið yfir vafa réttmæti þess að hann geti setið í þessari stjórn,“ segir Hildur. Stjórnarflokkarnir fái einn mann hver Stjórn Mannréttindastofnunar er skipuð fimm manns, eftir tillögum flokkanna á Alþingi. „Ég hef tilkynnt um þá tillögu mína að fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins sitji þar Brynjar Níelsson, enda fáir með jafn víðtæka reynslu af því að verja réttindi borgaranna og Brynjar. Það fer því fel á því að mínu viti að hann setjist fyrir hönd flokksins í þessa stjórn.“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir missi af Brynjari. Þó sé gleðilegt að hann sé til í að taka að sér hið nýja verkefni.Vísir/Vilhelm Hildur segir að enn eigi eftir að setjast yfir hvaða flokkar fái tillögur sínar um stjórnarmenn samþykktar. „Þetta fer iðulega í svokallaða D'Hondt-reglu. Þá er þumalputtareglan sú að stjórnarflokkarnir væru með einn fulltrúa hver og stjórnarandstaðan tvo. Mér þykir líklegt að það verði uppleggið, en ítreka að þetta á eftir að formgera endanlega. En mér þykir rétt að ég hef gert að tillögu minni að Brynjar verði okkar fulltrúi,“ segir Hildur. Missir af kærum vini úr liðinu Hún hafi hringt í Brynjar í morgun til að fá staðfest að hann væri enn til í að taka sæti í stjórninni. „Hann er aldeilis til í það. Ég fagna því, og þrátt fyrir að það sé missir af okkar kæra vini, svona formlega, úr liðinu, þá er hann ennþá í verkefnum fyrir okkur. Ég er bara mjög þakklát og glöð með það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mannréttindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
„Ég ræddi við Brynjar í síðustu viku,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um þessi tíðindi, sem óhætt er að segja að mörgum hafi þótt nokkuð óvænt. Hún segir Brynjar hafa verið boðinn og búinn til að taka verkefnið að sér. „Auðvitað stöldruðum við við það sem segir í lögunum um að þingmenn megi ekki sitja í stjórninni. Fyrir mitt leyti er varaþingmennska ekki það sama og að vera þingmaður. En nú þegar hann hefur sagt af sér varaþingmennsku þá er algjörlega hafið yfir vafa réttmæti þess að hann geti setið í þessari stjórn,“ segir Hildur. Stjórnarflokkarnir fái einn mann hver Stjórn Mannréttindastofnunar er skipuð fimm manns, eftir tillögum flokkanna á Alþingi. „Ég hef tilkynnt um þá tillögu mína að fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins sitji þar Brynjar Níelsson, enda fáir með jafn víðtæka reynslu af því að verja réttindi borgaranna og Brynjar. Það fer því fel á því að mínu viti að hann setjist fyrir hönd flokksins í þessa stjórn.“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir missi af Brynjari. Þó sé gleðilegt að hann sé til í að taka að sér hið nýja verkefni.Vísir/Vilhelm Hildur segir að enn eigi eftir að setjast yfir hvaða flokkar fái tillögur sínar um stjórnarmenn samþykktar. „Þetta fer iðulega í svokallaða D'Hondt-reglu. Þá er þumalputtareglan sú að stjórnarflokkarnir væru með einn fulltrúa hver og stjórnarandstaðan tvo. Mér þykir líklegt að það verði uppleggið, en ítreka að þetta á eftir að formgera endanlega. En mér þykir rétt að ég hef gert að tillögu minni að Brynjar verði okkar fulltrúi,“ segir Hildur. Missir af kærum vini úr liðinu Hún hafi hringt í Brynjar í morgun til að fá staðfest að hann væri enn til í að taka sæti í stjórninni. „Hann er aldeilis til í það. Ég fagna því, og þrátt fyrir að það sé missir af okkar kæra vini, svona formlega, úr liðinu, þá er hann ennþá í verkefnum fyrir okkur. Ég er bara mjög þakklát og glöð með það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mannréttindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira