Neyðarástand vegna skógarelda í Portúgal Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2024 10:42 Slökkviliðsmaður að störfum í Portúgal. AP/Bruno Fonseca Yfirvöld í Portúgal lýstu í vikunni yfir neyðarástandi vegna rúmlega hundrað skógarelda sem loga víðsvegar um norðanvert landið. Þúsundir slökkviliðsmenn berjast við eldana en vitað er til þess að sjö hafi látið lífið vegna eldanna. Luís Montenegro, forsætisráðherra, lýsti yfir neyðarástandi á þriðjudaginn á þeim svæðum sem hafa orðið hvað verst úti og getur ríkisstjórnin þannig beitt frekari auðlindum ríkisins til að berjast við eldana. Um fimm þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana en samkvæmt frétt Reuters hafa Portúgalar einnig fengið liðsauka frá Spáni og Marokkó. Um 270 spænskir hermenn á jarðýtum hafa komið að björgunarstörfum og hafa tvær slökkviliðsflugvélar frá Marokkó verið notaðar, auk þess sem tvær til viðbótar eru sagðar á leiðinni. Þær flugvélar eru til viðbótar við tvær frá Spáni, Ítalíu og Frakklandi, í heildina sex. Þar að auki eru miklar vonir bundnar við kólnandi veður næstu daga, þó talið sé að veðrið muni lítið hjálpa til lengri tíma. Tugir heimila hafa brunnið og ógna eldarnir heimilum um 210 þúsund manna til viðbótar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Embættismenn segja eldana þá umfangsmestu í Portúgal frá 2017 þegar tveir stærðarinnar eldar bönuðu rúmlega hundrað manns. Talið er að einhverjir eldanna hafi verið kveiktir af brennivörgum og hefur Montenegro heitið því að hafa hendur í hári þeirra og refsa þeim. Nú þegar er búið að handtaka tólf manns frá því á laugardaginn. Portúgal Gróðureldar Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Luís Montenegro, forsætisráðherra, lýsti yfir neyðarástandi á þriðjudaginn á þeim svæðum sem hafa orðið hvað verst úti og getur ríkisstjórnin þannig beitt frekari auðlindum ríkisins til að berjast við eldana. Um fimm þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana en samkvæmt frétt Reuters hafa Portúgalar einnig fengið liðsauka frá Spáni og Marokkó. Um 270 spænskir hermenn á jarðýtum hafa komið að björgunarstörfum og hafa tvær slökkviliðsflugvélar frá Marokkó verið notaðar, auk þess sem tvær til viðbótar eru sagðar á leiðinni. Þær flugvélar eru til viðbótar við tvær frá Spáni, Ítalíu og Frakklandi, í heildina sex. Þar að auki eru miklar vonir bundnar við kólnandi veður næstu daga, þó talið sé að veðrið muni lítið hjálpa til lengri tíma. Tugir heimila hafa brunnið og ógna eldarnir heimilum um 210 þúsund manna til viðbótar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Embættismenn segja eldana þá umfangsmestu í Portúgal frá 2017 þegar tveir stærðarinnar eldar bönuðu rúmlega hundrað manns. Talið er að einhverjir eldanna hafi verið kveiktir af brennivörgum og hefur Montenegro heitið því að hafa hendur í hári þeirra og refsa þeim. Nú þegar er búið að handtaka tólf manns frá því á laugardaginn.
Portúgal Gróðureldar Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira