Forsætisráðherra mætir fyrstur manna í Samtalið Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2024 10:21 Bjarni Benediksson forsætisráðherra er fyrsti gesturinn í Samtalinu með Heimi Má. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætir fyrstur manna í Samtalið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag. Þátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 og sýndur á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10. Samtalið er nýr þjóðmálaþáttur fréttastofunnar sem verður á dagskrá alla fimmtudaga í vetur. Mörg spjót standa að Bjarna Benediktssyni sem um þessar mundir hefur gegnt formennsku í Sjálfstæðisflokknum næst lengst allra eða í 15 ár. Hann fer fyrir ríkisstjórn sem verið hefur umdeild frá upphafi fyrri stjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Vaxandi ólgu hefur gætt í stjórnarsamstarfinu frá því það var endurnýjað eftir kosningarnar 2021 og segja sumir að ríkisstjórnin þurfi varla á stjórnarandstöðu að halda með þá ólgu sem ríkir innan hennar. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað mikið og samkvæmt könnunum er hún kolfallin. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sömuleiðis fallið í áður óþekktar lægðir og mælst allt niður í 14 prósent. Mörg umdeild mál bíða afgreiðslu á Alþingi þennan síðasta þingvetur fyrir kosningar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar upp á 217 mál. Allt bendir til að innan ríkisstjórnarinnar verði tekist á um orku- og virkjanamál, útlendingamál og málefni löggæslunnar í landinu svo eitthvað sé talið. Samkvæmt kosningalögum ættu næstu alþingiskosningar að fara fram í september á næsta ári. Kosið var að hausti 2016 eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra áður en kjörtímabilið var úti og kosningum flýtt og haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk eftir aðeins tíu mánuði. Núverandi stjórnarflokkar sem hófu samstarf að loknum kosningum 2017 ákváðu síðan að sitja út kjörtímabilið þannig að í þriðja sinn í röð var kosið að hausti 2021. Nú velta margir fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir ætli sér að boða til kosninga næsta vor, þar sem það hefur verið lengst af verið hefð að alþingiskosningar fari fram að vori. Þessari spurningu og mörgum fleirum verður velt upp í beinni útsendingu í Samtalinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Uppfært klukkan 15:18 Þættinum er lokið en upptöku má sjá að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samtalið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Samtalið er nýr þjóðmálaþáttur fréttastofunnar sem verður á dagskrá alla fimmtudaga í vetur. Mörg spjót standa að Bjarna Benediktssyni sem um þessar mundir hefur gegnt formennsku í Sjálfstæðisflokknum næst lengst allra eða í 15 ár. Hann fer fyrir ríkisstjórn sem verið hefur umdeild frá upphafi fyrri stjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Vaxandi ólgu hefur gætt í stjórnarsamstarfinu frá því það var endurnýjað eftir kosningarnar 2021 og segja sumir að ríkisstjórnin þurfi varla á stjórnarandstöðu að halda með þá ólgu sem ríkir innan hennar. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað mikið og samkvæmt könnunum er hún kolfallin. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sömuleiðis fallið í áður óþekktar lægðir og mælst allt niður í 14 prósent. Mörg umdeild mál bíða afgreiðslu á Alþingi þennan síðasta þingvetur fyrir kosningar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar upp á 217 mál. Allt bendir til að innan ríkisstjórnarinnar verði tekist á um orku- og virkjanamál, útlendingamál og málefni löggæslunnar í landinu svo eitthvað sé talið. Samkvæmt kosningalögum ættu næstu alþingiskosningar að fara fram í september á næsta ári. Kosið var að hausti 2016 eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra áður en kjörtímabilið var úti og kosningum flýtt og haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk eftir aðeins tíu mánuði. Núverandi stjórnarflokkar sem hófu samstarf að loknum kosningum 2017 ákváðu síðan að sitja út kjörtímabilið þannig að í þriðja sinn í röð var kosið að hausti 2021. Nú velta margir fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir ætli sér að boða til kosninga næsta vor, þar sem það hefur verið lengst af verið hefð að alþingiskosningar fari fram að vori. Þessari spurningu og mörgum fleirum verður velt upp í beinni útsendingu í Samtalinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Uppfært klukkan 15:18 Þættinum er lokið en upptöku má sjá að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samtalið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira