Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2024 13:28 Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi, segir Sjálfstæðismenn í borginni hafa viljað standa með sinni sannfæringu. Vísir/vilhelm Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. Uppfærður samgöngusáttmáli var samþykktur í borgarstjórn í borgarstjórn í gær. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segir sáttmálann fela í sér fjölmargar aðgerðir sem miði að því að greiða fyrir flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. „Fjölbreyttar aðgerðir bæði fyrir einkabílinn, með mislægum gatnamótum með stokkum og göngum en líka bættar almenningssamgöngur þannig að þær verði skilvirkar og áreiðanlegar og svo mikil sókn í hjólastígum og það sem ég hef mikinn áhuga á, bætt ljósastýring á umferðarljósunum,“ segir borgarstjóri. Segir Sjálfstæðismenn í borginni skorta stefnu í samgöngumálum Ef við gefum okkur að hjáseta sé afstaða þá var Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þríklofinn í afstöðu til málsins. Einn greiddi atkvæði með, fjórir greiddu atkvæði gegn og einn sat hjá. Einar segir að honum virðist Sjálfstæðisflokkurinn í borginni ekki hafa neina stefnu í samgöngumálum í Reykjavík. „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vinnur gegn stefnu formannsins, gegn stefnu flokksráðsfundar sem var samþykkt núna nýlega, gegn stefnu sjálfstæðismanna í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík og það er sorglegt að horfa á það hvað þau eru ósamstíga og atkvæðagreiðslan í gær leiddi það í ljós,“ segir Einar Þorsteinsson. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem sat hjá við afgreiðslu málsins, segir flokkinn stóran og að innan hans rúmist ólíkar skoðanir. „Sum okkar kjósa að líta á glasið hálf fullt í þessu máli, og önnur hálf tómt og aðrir sjá bara hálft glas. Við nálgumst þetta öll á ólíkum forsendum og tókum þá ákvörðun að leyfa okkur að standa með eigin sannfæringu vegna þess að við höfum ólíka afstöðu.“ Vildu flýta Miklubrautargöngum Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu í gær um að ráðast fyrr í Miklubrautargöng sem borgarfulltrúar telja að sé einna mikilvægast til að greiða fyrir umferð. „Og klára það um það leyti sem þau eiga að hefjast í skipulagi og plani samgöngusáttmálans og okkur finnst einmitt vera mikil innviða-og samgöngubótaskuld á höfuðborgarsvæðinu. Milljörðum á milljörðum ofan hefur verið varið í alls konar samgönguverkefni um allt land en lítið gerst á höfuðborgarsvæðinu síðustu tíu til fimmtán árin. Þess vegna meðal annars lögðum við fram þessa tillögu um að flýta Miklubrautargöngum sem meirihlutinn hafnaði,“ segir Friðjón. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31 Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Uppfærður samgöngusáttmáli var samþykktur í borgarstjórn í borgarstjórn í gær. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segir sáttmálann fela í sér fjölmargar aðgerðir sem miði að því að greiða fyrir flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. „Fjölbreyttar aðgerðir bæði fyrir einkabílinn, með mislægum gatnamótum með stokkum og göngum en líka bættar almenningssamgöngur þannig að þær verði skilvirkar og áreiðanlegar og svo mikil sókn í hjólastígum og það sem ég hef mikinn áhuga á, bætt ljósastýring á umferðarljósunum,“ segir borgarstjóri. Segir Sjálfstæðismenn í borginni skorta stefnu í samgöngumálum Ef við gefum okkur að hjáseta sé afstaða þá var Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þríklofinn í afstöðu til málsins. Einn greiddi atkvæði með, fjórir greiddu atkvæði gegn og einn sat hjá. Einar segir að honum virðist Sjálfstæðisflokkurinn í borginni ekki hafa neina stefnu í samgöngumálum í Reykjavík. „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vinnur gegn stefnu formannsins, gegn stefnu flokksráðsfundar sem var samþykkt núna nýlega, gegn stefnu sjálfstæðismanna í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík og það er sorglegt að horfa á það hvað þau eru ósamstíga og atkvæðagreiðslan í gær leiddi það í ljós,“ segir Einar Þorsteinsson. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem sat hjá við afgreiðslu málsins, segir flokkinn stóran og að innan hans rúmist ólíkar skoðanir. „Sum okkar kjósa að líta á glasið hálf fullt í þessu máli, og önnur hálf tómt og aðrir sjá bara hálft glas. Við nálgumst þetta öll á ólíkum forsendum og tókum þá ákvörðun að leyfa okkur að standa með eigin sannfæringu vegna þess að við höfum ólíka afstöðu.“ Vildu flýta Miklubrautargöngum Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu í gær um að ráðast fyrr í Miklubrautargöng sem borgarfulltrúar telja að sé einna mikilvægast til að greiða fyrir umferð. „Og klára það um það leyti sem þau eiga að hefjast í skipulagi og plani samgöngusáttmálans og okkur finnst einmitt vera mikil innviða-og samgöngubótaskuld á höfuðborgarsvæðinu. Milljörðum á milljörðum ofan hefur verið varið í alls konar samgönguverkefni um allt land en lítið gerst á höfuðborgarsvæðinu síðustu tíu til fimmtán árin. Þess vegna meðal annars lögðum við fram þessa tillögu um að flýta Miklubrautargöngum sem meirihlutinn hafnaði,“ segir Friðjón.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31 Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07
Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31
Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31