Telur íslenska stjórnsýslu hafa brotið lög í máli Yazan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2024 12:21 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Hinn ellefu ára Yazan Tamimi frá Palestínu er mjög skelkaður eftir aðgerðir lögreglu aðfararnótt mánudags, þegar vísa átti honum og fjölskyldu hans úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar telur að íslensk yfirvöld hafi brotið lög við málsmeðferð og framkvæmd í máli fjölskyldunnar. Öryggi hans er talið betur borgið á Barnaspítalanum en í Rjóðrinu. Líkt og fram hefur komið í fréttum ákvað dómsmálaráðherra að fresta brottflutningi fjölskyldunnar til að verða við beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra um að ræða málið á vettvangi ríkisstjórnar. Fjölskyldan hafði þá þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Eftir fleiri klukkustunda bið á flugvellinum var Yazan, sem er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, fluttur aftur á Landspítala. „Landspítalinn hugðist flytja Yazan aftur yfir í Rjóðrið þar sem hann var. En síðan var sú ákvörðun tekin á spítalanum að öryggi hans og annarra sjúklinga væri betur borgið ef hann væri áfram á Barnaspítalanum ef að lögreglan gripi aftur til annara svipaðra aðgerða,“ segir Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar. Vegið hafi verið að friðhelgi Yazans „Hann er mjög skelkaður eftir þessar aðgerðir lögreglu. Móðir hans lýsir því að hann sé hvumpinn og bregðist við ef að einhver ókunnugur birtist eða eitthvað óvænt gerist og hann hefur átt erfitt með svefn líka skilst mér. Þannig þessi reynsla hefur reynt mjög mikið á hann.“ Þá hefur Albert tilkynnt um meint alvarleg brot gegn Yazan til réttindagæslu fyrir fatlað fólk. „Ég sendi inn tilkynningu í samræmi við lög um réttindagæslu fatlaðs fólks til réttindagæslunnar vegna aðgerða lögreglu. Það eru nokkur atriði sem ég tel að lögregla hafi ekki gætt að þeim tilmælum sem réttindagæslan lét lögreglunni í té, þar sem meðal annars var ekki gætt að almennri virðingu fyrir friðhelgi Yazans,“ segir Albert. Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, vonar að hún verði ekki send úr landi.Vísir/Arnar Skilaboð stjórnvalda séu köld og misvísandi Kveðið hefur við ólíkan tón meðal ráðherra ríkisstjórnarinnar vegna máls fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa sagt ákvörðun um brottvísun standa, en þá hefur barnamálaráðherra til að mynda sagt ólíklegt að Yazan verði vísað úr landi. Albert telur málflutning forsætisráðherra nöturlegan. „Mér finnst náttúrlega svolítið nöturlegt að heyra forsætisráðherra til dæmis tala um að það sé mikilvægt að lögum sé fylgt. Að sjálfsögðu er ég hlynntur því að lögum sé fylgt en með þessum orðum finnst mér hann gera því skóna umbjóðendur mínir hafi ekki fylgt lögum og því vil ég mótmæla. Þau hafa í hvívetna fylgt lögum og fyrirmælum og verið samstarfsfús hér á Íslandi. Ég tel hins vegar þvert á móti við meiningu forsætisráðherra að íslenska stjórnsýslan, lögregla, kærunefnd útlendingamála hafi brotið lög við málsmeðferð og framkvæmd á málum umbjóðenda minna. Þannig að þessi orð eru köld og þessi misvísandi skilaboð valda því að fjölskyldan er mjög óörugg og óttast mjög hvað gerist næstu daga,“ segir Albert. Spurður hvort hann telji að fjölskyldan muni að endingu fá efnismeðferð segist Albert vona að fjölskyldan verði ekki send frá landinu. „Ég tel að það væri rangt og það væri hrein og bein mannvonska að gera það. En meðan að ekkert er í hendi þá þurfum við bara að búast við því versta,“ segir Albert. Hann segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að mál fjölskyldunnar sé tekið til efnismeðferðar. Íslensk stjórnvöld hafi fulla heimild til að taka málið til meðferðar hvenær sem þeim sýnist. „Ég reyndar tel að þeim beri skylda til að gera það. Ég hef bent á það bæði opinberlega og í rökstuðningi til kærunefndar útlendingamála að rannsóknarregla stjórnsýslulaga hafi verið brotin við málsmeðferð mála þeirra.“ segir Albert. Í þeim eina úrskurði sem kærunefnd útlendingamála hafi kveðið upp í málinu, þar sem það var tekið til meðferðar, hafi nefndin komist að efnislega rangri niðurstöðu um veikindi og þá meðferð sem Yazan hafi hlotið á Íslandi. Nefndin hafi ranglega haldið því fram að hann hafi enga meðferð eða læknisþjónustu hlotið á Íslandi. „Ég tel að þetta standist ekki.“ Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira
Líkt og fram hefur komið í fréttum ákvað dómsmálaráðherra að fresta brottflutningi fjölskyldunnar til að verða við beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra um að ræða málið á vettvangi ríkisstjórnar. Fjölskyldan hafði þá þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Eftir fleiri klukkustunda bið á flugvellinum var Yazan, sem er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, fluttur aftur á Landspítala. „Landspítalinn hugðist flytja Yazan aftur yfir í Rjóðrið þar sem hann var. En síðan var sú ákvörðun tekin á spítalanum að öryggi hans og annarra sjúklinga væri betur borgið ef hann væri áfram á Barnaspítalanum ef að lögreglan gripi aftur til annara svipaðra aðgerða,“ segir Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar. Vegið hafi verið að friðhelgi Yazans „Hann er mjög skelkaður eftir þessar aðgerðir lögreglu. Móðir hans lýsir því að hann sé hvumpinn og bregðist við ef að einhver ókunnugur birtist eða eitthvað óvænt gerist og hann hefur átt erfitt með svefn líka skilst mér. Þannig þessi reynsla hefur reynt mjög mikið á hann.“ Þá hefur Albert tilkynnt um meint alvarleg brot gegn Yazan til réttindagæslu fyrir fatlað fólk. „Ég sendi inn tilkynningu í samræmi við lög um réttindagæslu fatlaðs fólks til réttindagæslunnar vegna aðgerða lögreglu. Það eru nokkur atriði sem ég tel að lögregla hafi ekki gætt að þeim tilmælum sem réttindagæslan lét lögreglunni í té, þar sem meðal annars var ekki gætt að almennri virðingu fyrir friðhelgi Yazans,“ segir Albert. Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, vonar að hún verði ekki send úr landi.Vísir/Arnar Skilaboð stjórnvalda séu köld og misvísandi Kveðið hefur við ólíkan tón meðal ráðherra ríkisstjórnarinnar vegna máls fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa sagt ákvörðun um brottvísun standa, en þá hefur barnamálaráðherra til að mynda sagt ólíklegt að Yazan verði vísað úr landi. Albert telur málflutning forsætisráðherra nöturlegan. „Mér finnst náttúrlega svolítið nöturlegt að heyra forsætisráðherra til dæmis tala um að það sé mikilvægt að lögum sé fylgt. Að sjálfsögðu er ég hlynntur því að lögum sé fylgt en með þessum orðum finnst mér hann gera því skóna umbjóðendur mínir hafi ekki fylgt lögum og því vil ég mótmæla. Þau hafa í hvívetna fylgt lögum og fyrirmælum og verið samstarfsfús hér á Íslandi. Ég tel hins vegar þvert á móti við meiningu forsætisráðherra að íslenska stjórnsýslan, lögregla, kærunefnd útlendingamála hafi brotið lög við málsmeðferð og framkvæmd á málum umbjóðenda minna. Þannig að þessi orð eru köld og þessi misvísandi skilaboð valda því að fjölskyldan er mjög óörugg og óttast mjög hvað gerist næstu daga,“ segir Albert. Spurður hvort hann telji að fjölskyldan muni að endingu fá efnismeðferð segist Albert vona að fjölskyldan verði ekki send frá landinu. „Ég tel að það væri rangt og það væri hrein og bein mannvonska að gera það. En meðan að ekkert er í hendi þá þurfum við bara að búast við því versta,“ segir Albert. Hann segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að mál fjölskyldunnar sé tekið til efnismeðferðar. Íslensk stjórnvöld hafi fulla heimild til að taka málið til meðferðar hvenær sem þeim sýnist. „Ég reyndar tel að þeim beri skylda til að gera það. Ég hef bent á það bæði opinberlega og í rökstuðningi til kærunefndar útlendingamála að rannsóknarregla stjórnsýslulaga hafi verið brotin við málsmeðferð mála þeirra.“ segir Albert. Í þeim eina úrskurði sem kærunefnd útlendingamála hafi kveðið upp í málinu, þar sem það var tekið til meðferðar, hafi nefndin komist að efnislega rangri niðurstöðu um veikindi og þá meðferð sem Yazan hafi hlotið á Íslandi. Nefndin hafi ranglega haldið því fram að hann hafi enga meðferð eða læknisþjónustu hlotið á Íslandi. „Ég tel að þetta standist ekki.“
Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira