Markafjöldi Haalands kemur Guardiola á óvart Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2024 13:32 Guardiola og Haaland fara yfir málin. James Gill - Danehouse/Getty Images Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir fjölda marka Norðmannsins Erling Haaland koma sér á óvart. Haaland hefur raðað inn mörkum á ferli sínum en náð nýjum hæðum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Guardiola sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðsins við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þar var hann spurður hvort markafjöldi Norðmannsins kæmi sér á óvart. Haaland hefur skorað níu mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins fyrir Manchester City, en alls hefur hann skorað 99 mörk í 103 leikjum fyrir félagið frá árinu 2022. „Já, þetta hefur aðeins komið á óvart. Veistu af hverju?“ spyr Guardiola blaðamanninn sem bar spurninguna upp. "I scored 11 goals in 11 years, he scored nine goals in four games" 😆Even Pep Guardiola is surprised by how many goals Erling Haaland has scored for Man City this season 😮 pic.twitter.com/3onbLfYuF2— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 17, 2024 „Ég spilaði í ellefu ár sem atvinnumaður. Ég var atvinnumaður í gamla daga, vissiru það?“ segir hann léttur. „Ég skoraði ellefu mörk [á öllum ellefu árunum]. En þessi gæji, í fjórum leikjum skorar hann níu. Einn leikur til og hann jafnar fjölda minna marka. Eins og þú getur ímyndað þér, þá koma þessar tölur á óvart,“ bætir Guardiola við. Manchester City og Inter Milan mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan á sínum stað klukkan 19:00 þar sem Gummi Ben fer yfir alla leiki og öll mörk úr leikjunum eftir því sem þau eru skoruð. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Guardiola sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðsins við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þar var hann spurður hvort markafjöldi Norðmannsins kæmi sér á óvart. Haaland hefur skorað níu mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins fyrir Manchester City, en alls hefur hann skorað 99 mörk í 103 leikjum fyrir félagið frá árinu 2022. „Já, þetta hefur aðeins komið á óvart. Veistu af hverju?“ spyr Guardiola blaðamanninn sem bar spurninguna upp. "I scored 11 goals in 11 years, he scored nine goals in four games" 😆Even Pep Guardiola is surprised by how many goals Erling Haaland has scored for Man City this season 😮 pic.twitter.com/3onbLfYuF2— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 17, 2024 „Ég spilaði í ellefu ár sem atvinnumaður. Ég var atvinnumaður í gamla daga, vissiru það?“ segir hann léttur. „Ég skoraði ellefu mörk [á öllum ellefu árunum]. En þessi gæji, í fjórum leikjum skorar hann níu. Einn leikur til og hann jafnar fjölda minna marka. Eins og þú getur ímyndað þér, þá koma þessar tölur á óvart,“ bætir Guardiola við. Manchester City og Inter Milan mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan á sínum stað klukkan 19:00 þar sem Gummi Ben fer yfir alla leiki og öll mörk úr leikjunum eftir því sem þau eru skoruð.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira