Áskorun til Sjúkratrygginga Íslands – hugsum í lausnum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 18. september 2024 11:31 Á íbúafundi sem haldinn var í Búðardal í nóvember 2023 var m.a. rætt um regluverk Sjúkratrygginga Íslands um greiðslufyrirkomulag stofnunarinnar vegna sjúkraþjálfunar því mikil vinna sjálfboðaliða hefur verið lögð fram í þeim tilgangi að byggja upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í Búðardal en erfiðlega hefur gengið að fá sjúkraþjálfara til starfa fram til þessa. Vöntun er á þjónustunni í byggðarlaginu og fjölmargir sem sækja hana utan þess, með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Meðal þess sem rætt var á fyrrnefndum íbúafundi var að Sjúkratryggingar Íslands greiða þeim sem þurfa að sækja sjúkraþjálfun fyrir aksturinn en sá möguleiki er ekki til staðar í núverandi regluverki og samningum við sjúkraþjálfara að snúa dæminu við. Það gæti verið jákvæð byggðaaðgerð stjórnvalda, og þá Sjúkratrygginga Íslands í þessu tilfelli, að opna á það að greiða sjúkraþjálfurum fyrir akstur á starfsstöð þar sem allur búnaður er til staðar, líkt og nú er í Búðardal þökk sé duglegu og framtakssömu fólki í Ungmennafélaginu okkar. Það verður að segjast að það hlýtur að vera hagkvæmara þjóðhagslega að greiða einum sjúkraþjálfara fyrir akstur heldur en að greiða þeim fjölmörgu íbúum landsbyggðarinnar sem þurfa að sækja þessa mikilvægu þjónustu sem um ræðir fyrir aksturinn. Í fámennum byggðarlögum geta slíkar greiðslur einnig skipt máli upp á að hægt sé að veita þjónustu í heimabyggð því vöntun er á sérfræðingum og greiðslurnar gætu aukið hvatann til að veita þjónustuna í fámennari byggðum og mögulega fleira sem þörf hafa fyrir þjónustu sem þessa nýtt sér. Ég vil með þessari stuttu grein skora á Sjúkratryggingar Íslands og aðra þá sem að málum koma að beita sér fyrir því að opnað verði á þennan möguleika því hér er um að ræða byggðamál og ekki síður lýðheilsumál fyrir landsmenn alla. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Sjúkratryggingar Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á íbúafundi sem haldinn var í Búðardal í nóvember 2023 var m.a. rætt um regluverk Sjúkratrygginga Íslands um greiðslufyrirkomulag stofnunarinnar vegna sjúkraþjálfunar því mikil vinna sjálfboðaliða hefur verið lögð fram í þeim tilgangi að byggja upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í Búðardal en erfiðlega hefur gengið að fá sjúkraþjálfara til starfa fram til þessa. Vöntun er á þjónustunni í byggðarlaginu og fjölmargir sem sækja hana utan þess, með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Meðal þess sem rætt var á fyrrnefndum íbúafundi var að Sjúkratryggingar Íslands greiða þeim sem þurfa að sækja sjúkraþjálfun fyrir aksturinn en sá möguleiki er ekki til staðar í núverandi regluverki og samningum við sjúkraþjálfara að snúa dæminu við. Það gæti verið jákvæð byggðaaðgerð stjórnvalda, og þá Sjúkratrygginga Íslands í þessu tilfelli, að opna á það að greiða sjúkraþjálfurum fyrir akstur á starfsstöð þar sem allur búnaður er til staðar, líkt og nú er í Búðardal þökk sé duglegu og framtakssömu fólki í Ungmennafélaginu okkar. Það verður að segjast að það hlýtur að vera hagkvæmara þjóðhagslega að greiða einum sjúkraþjálfara fyrir akstur heldur en að greiða þeim fjölmörgu íbúum landsbyggðarinnar sem þurfa að sækja þessa mikilvægu þjónustu sem um ræðir fyrir aksturinn. Í fámennum byggðarlögum geta slíkar greiðslur einnig skipt máli upp á að hægt sé að veita þjónustu í heimabyggð því vöntun er á sérfræðingum og greiðslurnar gætu aukið hvatann til að veita þjónustuna í fámennari byggðum og mögulega fleira sem þörf hafa fyrir þjónustu sem þessa nýtt sér. Ég vil með þessari stuttu grein skora á Sjúkratryggingar Íslands og aðra þá sem að málum koma að beita sér fyrir því að opnað verði á þennan möguleika því hér er um að ræða byggðamál og ekki síður lýðheilsumál fyrir landsmenn alla. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar