Samkennd samfélags Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 18. september 2024 07:01 Hann var kaldranalegur, mánudagsmorguninn 16. september þegar fréttir voru sagðar af langveikum dreng í hjólastól að hann hefði verið sóttur af lögreglufólki á Landspítalann og biði brottvísunar í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Drengurinn hafði það til saka unnið að vera í röngu landi á röngum tíma. Sama morgun var okkur sagt að tíu ára stúlka hafi fundist látin í hrauni við Krýsuvík, ekki langt frá Keflavíkurflugvelli. Faðir stúlkunnar var handtekinn, grunaður um morð. Þrjú börn eru látin á þessu ári. Tvö þeirra á undanförnum þremur vikum. Þrjú barnamorð á borði lögreglu. Það er ekki að undra að við spyrjum hvað sé eiginlega að gerast á okkar friðsæla landi. Fleiri eru óhæfuverkin og harmleikirnir, því fullorðnu fólki hefur einnig verið ráðinn bani. Sjálfsvígin eru of tíð og sömuleiðis banaslysin. Þegar of margir fréttatímar bera þess vitni að samkennd sé á undanhaldi í samfélaginu. Þegar við lesum, heyrum og sjáum að 12 ára langveiku hjólastólabundnu barni hafi verið ekið af spítala og út á flugvöll að nóttu til. Þegar þriðja barnið er myrt. Er þá ekki réttlætanlegt að staldra við og spyrja; hvernig sköpum við kærleiksríkara samfélag? Sjálfsmynd okkar Íslendinga byggir að miklu leyti á því að sama hversu háir eða lágir stýrivextir eru, sama hvað gengur á úti í hinum stóra heimi, þá fara börnin okkar af stað út í daginn og þau skila sér heim á kvöldin. En þegar við upplifum að öryggi barna okkar sé ekki lengur tryggt á Íslandi, þá er enn og aftur eðlilegt að við stöldrum við. Þegar Pisa-kannanir sýna að íslensk börn eiga erfiðara með að sýna samkennd en börn í löndum sem við kjósum að bera okkur saman við, þá er eðlilegt að við spyrjum okkur: Hvað gerðist?Því er reglulega slengt fram að reglur megi ekki snúast um einstaka manneskjur. Þær verði að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Það kann vel að vera, en reglur samfélags mega heldur ekki vera ómanneskjulegar. Með lögum skal land byggja, lesum við á skildi lögreglunnar. En gleymum ekki síðari hluta setningar Njáls á Bergþórshvoli, „en með ólögum eyða.“ Lög sem heimila aðgerðir lögreglu aðfaranótt mánudags síðastliðins, eru ólög og þau eru ómanneskjuleg. Þegar fullorðið fólk, og börn um leið, sjá ráðafólk takast á um það hvort spænskir spítalar séu ekki alveg nógu góðir fyrir drenginn, en skauta gjörsamlega framhjá því að lögregla hafi farið inn á barnaspítala í skjóli nætur og sótt þar sjúkling til brottvísunar, er eðlilegt að staldra við. Við erum slegin yfir fréttum undanfarna daga, vikur og mánuði. Það er heilbrigðismerki. Það eitt og sér segir okkur að við erum fær um að elska og finna til. Það segir okkur að við getum fundið til samkenndar. Það að við séum slegin leggur grunninn að því að við getum unnið úr áföllunum og styrkt okkur sem kærleiksríkt og heilbrigt samfélag. Jesús frá Nasaret sagði okkur að elska náungann. En hann lét ekki þar við sitja heldur sýndi okkur í verki hvað það raunverulega þýðir. Hann læknaði, hann rétti fólk við og reisti það upp. Hann fyrirgaf og hann huggaði. En hann reiddist líka óréttlæti og barðist fyrir réttlæti. Kærleikur og réttlæti haldast í hendur því bæði þurfa á hinu að halda. Þegar við verðum fyrir áfalli er ákaflega mikilvægt að ræða það sem gerðist og hvernig okkur líður, að ræða tilfinningar okkar. Því skiptir öllu máli að boðið sé upp á vettvang þar sem hægt er að ræða erfiðar tilfinningar er tengjast atburðum undanfarna daga. Það eykur líkurnar á því að við getum létt á þyngslunum og smám saman risið upp sem heilli þjóð. Það eykur líkurnar á því að eitthvað gott og fallegt vaxi úr þessum tilgangslausu voðaverkum. Í kirkjum landsins er vettvangur til samtals um erfiðar tilfinningar og reynslu. Þar er boðið upp á bænastundir, þar er hægt að koma inn og kveikja á kerti, sitja í þögn eða ræða við prest eða djákna. Það er einnig hlutverk fjölmiðla að skapa vettvang fyrir samtal og fræðslu þegar slík áföll verða og margir fjölmiðlar standa sig vel. Sorgin verður bærilegri ef við berum hana í sameiningu og samtalið hjálpar okkur að koma heilli frá erfiðri reynslu og vaxa með henni. Börnin horfa til okkar fullorðna fólksins. Þau meta heiminn út frá ákvörðunum okkar; Ef við sýnum samkennd, tölum við börnin um samkennd og kennum þeim að hver einasta manneskja skiptir máli þá aukum við líkurnar á því að þau rækti með sér samkennd. Ef við kennum börnum okkar, að það að verja þau okkar sem geta ekki varið sig sjálf er sjálfsagður hluti þess að vera manneskjur og að tilheyra samfélagi, þokumst við nær því samfélagi sem við viljum vera og tilheyra. Tökum utan um hvert annað og ekki síst börnin okkar og sýnum þeim hvernig við vinnum úr áföllum. Það er hlutverk okkar og skylda að ræða við börnin okkar og við megum alls ekki færa það mikilvæga dagskrárvald til samfélagsmiðla. Ég votta öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda vegna atburða undanfarinna vikna og mánaða mína dýpstu samúð og bið þess að við getum sameinast um að rísa upp í kærleika í samfélagi þar sem nægt rými er fyrir alla: litla langveika drengi og börn sem eiga það skilið að fá að lifa. Höfundur er biskup Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Þjóðkirkjan Guðrún Karls Helgudóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Hann var kaldranalegur, mánudagsmorguninn 16. september þegar fréttir voru sagðar af langveikum dreng í hjólastól að hann hefði verið sóttur af lögreglufólki á Landspítalann og biði brottvísunar í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Drengurinn hafði það til saka unnið að vera í röngu landi á röngum tíma. Sama morgun var okkur sagt að tíu ára stúlka hafi fundist látin í hrauni við Krýsuvík, ekki langt frá Keflavíkurflugvelli. Faðir stúlkunnar var handtekinn, grunaður um morð. Þrjú börn eru látin á þessu ári. Tvö þeirra á undanförnum þremur vikum. Þrjú barnamorð á borði lögreglu. Það er ekki að undra að við spyrjum hvað sé eiginlega að gerast á okkar friðsæla landi. Fleiri eru óhæfuverkin og harmleikirnir, því fullorðnu fólki hefur einnig verið ráðinn bani. Sjálfsvígin eru of tíð og sömuleiðis banaslysin. Þegar of margir fréttatímar bera þess vitni að samkennd sé á undanhaldi í samfélaginu. Þegar við lesum, heyrum og sjáum að 12 ára langveiku hjólastólabundnu barni hafi verið ekið af spítala og út á flugvöll að nóttu til. Þegar þriðja barnið er myrt. Er þá ekki réttlætanlegt að staldra við og spyrja; hvernig sköpum við kærleiksríkara samfélag? Sjálfsmynd okkar Íslendinga byggir að miklu leyti á því að sama hversu háir eða lágir stýrivextir eru, sama hvað gengur á úti í hinum stóra heimi, þá fara börnin okkar af stað út í daginn og þau skila sér heim á kvöldin. En þegar við upplifum að öryggi barna okkar sé ekki lengur tryggt á Íslandi, þá er enn og aftur eðlilegt að við stöldrum við. Þegar Pisa-kannanir sýna að íslensk börn eiga erfiðara með að sýna samkennd en börn í löndum sem við kjósum að bera okkur saman við, þá er eðlilegt að við spyrjum okkur: Hvað gerðist?Því er reglulega slengt fram að reglur megi ekki snúast um einstaka manneskjur. Þær verði að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Það kann vel að vera, en reglur samfélags mega heldur ekki vera ómanneskjulegar. Með lögum skal land byggja, lesum við á skildi lögreglunnar. En gleymum ekki síðari hluta setningar Njáls á Bergþórshvoli, „en með ólögum eyða.“ Lög sem heimila aðgerðir lögreglu aðfaranótt mánudags síðastliðins, eru ólög og þau eru ómanneskjuleg. Þegar fullorðið fólk, og börn um leið, sjá ráðafólk takast á um það hvort spænskir spítalar séu ekki alveg nógu góðir fyrir drenginn, en skauta gjörsamlega framhjá því að lögregla hafi farið inn á barnaspítala í skjóli nætur og sótt þar sjúkling til brottvísunar, er eðlilegt að staldra við. Við erum slegin yfir fréttum undanfarna daga, vikur og mánuði. Það er heilbrigðismerki. Það eitt og sér segir okkur að við erum fær um að elska og finna til. Það segir okkur að við getum fundið til samkenndar. Það að við séum slegin leggur grunninn að því að við getum unnið úr áföllunum og styrkt okkur sem kærleiksríkt og heilbrigt samfélag. Jesús frá Nasaret sagði okkur að elska náungann. En hann lét ekki þar við sitja heldur sýndi okkur í verki hvað það raunverulega þýðir. Hann læknaði, hann rétti fólk við og reisti það upp. Hann fyrirgaf og hann huggaði. En hann reiddist líka óréttlæti og barðist fyrir réttlæti. Kærleikur og réttlæti haldast í hendur því bæði þurfa á hinu að halda. Þegar við verðum fyrir áfalli er ákaflega mikilvægt að ræða það sem gerðist og hvernig okkur líður, að ræða tilfinningar okkar. Því skiptir öllu máli að boðið sé upp á vettvang þar sem hægt er að ræða erfiðar tilfinningar er tengjast atburðum undanfarna daga. Það eykur líkurnar á því að við getum létt á þyngslunum og smám saman risið upp sem heilli þjóð. Það eykur líkurnar á því að eitthvað gott og fallegt vaxi úr þessum tilgangslausu voðaverkum. Í kirkjum landsins er vettvangur til samtals um erfiðar tilfinningar og reynslu. Þar er boðið upp á bænastundir, þar er hægt að koma inn og kveikja á kerti, sitja í þögn eða ræða við prest eða djákna. Það er einnig hlutverk fjölmiðla að skapa vettvang fyrir samtal og fræðslu þegar slík áföll verða og margir fjölmiðlar standa sig vel. Sorgin verður bærilegri ef við berum hana í sameiningu og samtalið hjálpar okkur að koma heilli frá erfiðri reynslu og vaxa með henni. Börnin horfa til okkar fullorðna fólksins. Þau meta heiminn út frá ákvörðunum okkar; Ef við sýnum samkennd, tölum við börnin um samkennd og kennum þeim að hver einasta manneskja skiptir máli þá aukum við líkurnar á því að þau rækti með sér samkennd. Ef við kennum börnum okkar, að það að verja þau okkar sem geta ekki varið sig sjálf er sjálfsagður hluti þess að vera manneskjur og að tilheyra samfélagi, þokumst við nær því samfélagi sem við viljum vera og tilheyra. Tökum utan um hvert annað og ekki síst börnin okkar og sýnum þeim hvernig við vinnum úr áföllum. Það er hlutverk okkar og skylda að ræða við börnin okkar og við megum alls ekki færa það mikilvæga dagskrárvald til samfélagsmiðla. Ég votta öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda vegna atburða undanfarinna vikna og mánaða mína dýpstu samúð og bið þess að við getum sameinast um að rísa upp í kærleika í samfélagi þar sem nægt rými er fyrir alla: litla langveika drengi og börn sem eiga það skilið að fá að lifa. Höfundur er biskup Íslands.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun