Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Árni Sæberg skrifar 17. september 2024 16:59 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Vísir/Sigurjón Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. Heimferða- og fylgdadeildin hefur talsvert verið í fréttum síðustu tvo daga vegna máls Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Deildin hafði flutt fjölskylduna með valdi á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti henni til Spánar, þegar boð bárust frá dómsmálaráðherra að fresta ætti flutningnum. Fann tvö eldri dæmi Umfjöllun um heimferða- og fylgdadeild kom Eiríki Rögnvaldssyni, uppgjafaprófessors í íslenskri málfræði, spánskt fyrir sjónir, ef marka má aðsenda grein hans hér á Vísi. Hann segist aldrei hafa heyrt af deildinni áður og við leit á netinu hafi hann aðeins fundið tvö dæmi, í frétt síðan í júlí og annarri í ágúst. Nafninu breytt í óðagoti Eiríkur segir að fyrra heiti deildarinnar, stoðdeild, hafi ekki sagt mikið um hlutverk hennar. Frá stofnun árið 2016 hafi hún þó verið orðin vel þekkt og flestum væri væntanlega kunnugt um hlutverk hennar. „Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki.“ Fólk upplifi ekki að það sé að fara heim Hanns segir að í mörgum tilvikum sé hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd sé í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í tilviki deildarinnar sé oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki sé oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda eigi það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl, eins og í máli Yazans. Jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns sé það einmitt landið sem það flúði frá og líti ekki á sem heimaland sitt lengur og telji sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Ekki í þágu gagnsæis Þannig sé breyting á nafni deildarinnar því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leiki varla nokkur vafi á því að henni hafi verið ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings. Bæði fylgd og heimferð séu orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. „Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni.“ Mál Yazans Lögreglan Íslensk tunga Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum Sjá meira
Heimferða- og fylgdadeildin hefur talsvert verið í fréttum síðustu tvo daga vegna máls Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Deildin hafði flutt fjölskylduna með valdi á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti henni til Spánar, þegar boð bárust frá dómsmálaráðherra að fresta ætti flutningnum. Fann tvö eldri dæmi Umfjöllun um heimferða- og fylgdadeild kom Eiríki Rögnvaldssyni, uppgjafaprófessors í íslenskri málfræði, spánskt fyrir sjónir, ef marka má aðsenda grein hans hér á Vísi. Hann segist aldrei hafa heyrt af deildinni áður og við leit á netinu hafi hann aðeins fundið tvö dæmi, í frétt síðan í júlí og annarri í ágúst. Nafninu breytt í óðagoti Eiríkur segir að fyrra heiti deildarinnar, stoðdeild, hafi ekki sagt mikið um hlutverk hennar. Frá stofnun árið 2016 hafi hún þó verið orðin vel þekkt og flestum væri væntanlega kunnugt um hlutverk hennar. „Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki.“ Fólk upplifi ekki að það sé að fara heim Hanns segir að í mörgum tilvikum sé hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd sé í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í tilviki deildarinnar sé oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki sé oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda eigi það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl, eins og í máli Yazans. Jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns sé það einmitt landið sem það flúði frá og líti ekki á sem heimaland sitt lengur og telji sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Ekki í þágu gagnsæis Þannig sé breyting á nafni deildarinnar því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leiki varla nokkur vafi á því að henni hafi verið ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings. Bæði fylgd og heimferð séu orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. „Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni.“
Mál Yazans Lögreglan Íslensk tunga Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum Sjá meira