Sárnar hvernig fjölskyldunni bárust tíðindin hörmulegu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2024 15:40 Hulda Margrét segir Kolfinnu Eldeyju hafa verið augastein föður síns. Getty Systir karlmanns sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana segist sár yfir því hve seint nánustu aðstandendum í föðurlegg stúlkunnar voru færð tíðindin. Hún leggur áherslu á að feðginin hafi átt í mjög góðu sambandi. Lögregla greindi frá nafni stúlkunnar á þriðja tímanum í dag. Hún hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir og var tíu ára gömul, búsett í Reykjavík. Sigurður Fannar Þórsson, faðir hennar, hringdi í lögreglu um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld og sagðist að sögn lögreglu hafa orðið henni að bana. Heyrðu af málinu úti á götu Hulda Margrét Þorláksdóttir er ein sex systkina Sigurðar. Hún gagnrýnir hvernig lögregla nálgaðist fjölskylduna varðandi atburðinn. Að sögn Huldu hafi lögregla byrjað á því að mæta heim til móður Kolfinnu Eldeyjar á sunnudagskvöld. Lögregla hafi tilkynnt henni að að dóttir hennar hefði verið myrt og barnsfaðir hennar handtekinn. Móðirin hafi beðið lögreglu um að upplýsa föðurfjölskyldu stúlkunnar um málið eftir að henni höfðu verið færð tíðindin. „Hún biður lögreglu á sunnudagskvöldinu að hafa samband við föðurfjölskylduna,“ segir Hulda Margrét. Það hafi ekki verið gert. Fyrir vikið hafi þau systkinin og amma stúlkunnar í föðurlegg ekki vitað neitt. Sjálf hafi hún verið grunlaus þegar hún var spurð að því úti á götu í hádeginu á mánudag hvort fréttirnar úr Krýsuvík væru af bróður hennar og litlu frænku. Augasteinn föður síns „Sólarhring eftir atburðinn mæta loksins tveir lögreglumenn og prestar. Við erum fjölskylda, bróðir hennar, amma og við systkinin. Það spáir enginn í þessu,“ segir Hulda Margrét. „Á bak við þennan hörmulega atburð eru tvær stórar fjölskyldur sem eiga um sárt að binda og mörg lítil börn sem þekktu frænku sína vel,“ segir Hulda Margrét. Þá áréttar hún að feðginin hafi átt í góðum samskiptum og Kolfinna verið augasteinn föður síns. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu sagði að enginn prestur hefði verið í för með lögreglumönnum á sunnudagskvöldið. Beðist er velvirðingar á því. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53 Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48 Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Lögregla greindi frá nafni stúlkunnar á þriðja tímanum í dag. Hún hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir og var tíu ára gömul, búsett í Reykjavík. Sigurður Fannar Þórsson, faðir hennar, hringdi í lögreglu um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld og sagðist að sögn lögreglu hafa orðið henni að bana. Heyrðu af málinu úti á götu Hulda Margrét Þorláksdóttir er ein sex systkina Sigurðar. Hún gagnrýnir hvernig lögregla nálgaðist fjölskylduna varðandi atburðinn. Að sögn Huldu hafi lögregla byrjað á því að mæta heim til móður Kolfinnu Eldeyjar á sunnudagskvöld. Lögregla hafi tilkynnt henni að að dóttir hennar hefði verið myrt og barnsfaðir hennar handtekinn. Móðirin hafi beðið lögreglu um að upplýsa föðurfjölskyldu stúlkunnar um málið eftir að henni höfðu verið færð tíðindin. „Hún biður lögreglu á sunnudagskvöldinu að hafa samband við föðurfjölskylduna,“ segir Hulda Margrét. Það hafi ekki verið gert. Fyrir vikið hafi þau systkinin og amma stúlkunnar í föðurlegg ekki vitað neitt. Sjálf hafi hún verið grunlaus þegar hún var spurð að því úti á götu í hádeginu á mánudag hvort fréttirnar úr Krýsuvík væru af bróður hennar og litlu frænku. Augasteinn föður síns „Sólarhring eftir atburðinn mæta loksins tveir lögreglumenn og prestar. Við erum fjölskylda, bróðir hennar, amma og við systkinin. Það spáir enginn í þessu,“ segir Hulda Margrét. „Á bak við þennan hörmulega atburð eru tvær stórar fjölskyldur sem eiga um sárt að binda og mörg lítil börn sem þekktu frænku sína vel,“ segir Hulda Margrét. Þá áréttar hún að feðginin hafi átt í góðum samskiptum og Kolfinna verið augasteinn föður síns. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu sagði að enginn prestur hefði verið í för með lögreglumönnum á sunnudagskvöldið. Beðist er velvirðingar á því.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53 Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48 Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53
Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48
Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17