Segir lögin skipta máli en líka mannúð Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:49 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir mikilvægt að dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að fresta brottvísun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. Hún segir það mjög mikilvægt, fyrir ríkisstjórnina, að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að brottvísun yrði frestað þar til málið hafi verið rætt í ríkisstjórn. „Við ræddum það hér frá mjög mörgum hliðum,“ segir Svandís og að málið hafi sérstaklega verið rætt út frá hliðum veiks fólks og barna. Hvað ráðherrar Vinstri grænna hefðu gert hefði Guðrún ekki orðið við beiðninni segir Svandís það ekki liggja fyrir. Það hafi ekki þurft að hugsa til þess því Guðrún varð við beiðninni. Svandís segist hafa heyrt af brottvísuninni í fjölmiðlum. Eiginmaður hennar hafi vakið hana klukkan 5 og hún strax hringt í Guðmund Inga. Þau hafi staðið í þeirri trú að það yrði ekki ráðist í lögregluaðgerð á spítalanum og þau hafi því rætt það hvort að tilefni væri til að ræða það við forsætisráðherra. Fram hefur komið að eftir nokkra daga, þann 22. september, rennur út sá frestur sem yfirvöld hafa til að leggja málið í hendur yfirvalda á Spáni. Úrskurður kærunefndar hafi legið fyrir í mars og eftir það hafi yfirvöld sex mánuði til að vísa þeim úr landi. Sá frestur renni út á laugardag. Svandís segir að á laugardag verði þannig til réttur til endurupptöku máls hjá Útlendingastofnun og að þá geti fjölskyldan fengið efnismeðferð. „Það er þriðjudagur í dag og við þurfum að sjá hverju vindur fram,“ segir Svandís. Það sé samt þannig að ákvörðun um að bíða eða eitthvað slíkt sé ekki tekin á borði ríkisstjórnarinnar. Gleymi því ekki að vera manneskja Hvað varðar mannúð og hvort hún geti sigrað lögin segir Svandís það skipta miklu máli að fylgja lögum en það skipti jafn miklu máli að fólk í stjórnmálum gleymi því ekki hvernig það er að vera manneskja. „Í þessu mali þá snýst þetta dálítið um það að halda því til haga að þetta snýst um langveikt og fatlað barn sem er í mjög sérstakri stöðu og mér finnst að við eigum að opna hjartað fyrir því.“ Svandís segir það ástæðuna fyrir því að ráðherrar Vinstri grænna hafi óskað þess að málið yrði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. „Þetta varðar mannúð, þetta varðar hagsmuni barns. Þetta var sársaukafull aðgerð sem var þarna í uppsiglingu sem okkur fannst tilefni til þess að velta vöngum yfir hér í ríkisstjórn.“ Ekki ákvörðun ríkisstjórnarinnar Svandís segir það ekki á þeirra borði að taka ákvarðanir um framhaldið en að það hafi verið rætt hvort það sé tilefni til að skoða ýmis mál sem þessu tengjast. Eins og hagsmuni barna, sjúklinga og löregluaðgerð inni á sjúkrahúsi. „Það eru sjónarmið þarna sem þarf að ræða og taka til skoðunar,“ segir hún og að það skipti máli að fólk sé í skjóli á sjúkrahúsi. Hún segir spítalann sjálfan hafa vakið athygli á þessu og að það verði að skoða hver eigi að njóta vafans við þessar aðstæður. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Hún segir það mjög mikilvægt, fyrir ríkisstjórnina, að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að brottvísun yrði frestað þar til málið hafi verið rætt í ríkisstjórn. „Við ræddum það hér frá mjög mörgum hliðum,“ segir Svandís og að málið hafi sérstaklega verið rætt út frá hliðum veiks fólks og barna. Hvað ráðherrar Vinstri grænna hefðu gert hefði Guðrún ekki orðið við beiðninni segir Svandís það ekki liggja fyrir. Það hafi ekki þurft að hugsa til þess því Guðrún varð við beiðninni. Svandís segist hafa heyrt af brottvísuninni í fjölmiðlum. Eiginmaður hennar hafi vakið hana klukkan 5 og hún strax hringt í Guðmund Inga. Þau hafi staðið í þeirri trú að það yrði ekki ráðist í lögregluaðgerð á spítalanum og þau hafi því rætt það hvort að tilefni væri til að ræða það við forsætisráðherra. Fram hefur komið að eftir nokkra daga, þann 22. september, rennur út sá frestur sem yfirvöld hafa til að leggja málið í hendur yfirvalda á Spáni. Úrskurður kærunefndar hafi legið fyrir í mars og eftir það hafi yfirvöld sex mánuði til að vísa þeim úr landi. Sá frestur renni út á laugardag. Svandís segir að á laugardag verði þannig til réttur til endurupptöku máls hjá Útlendingastofnun og að þá geti fjölskyldan fengið efnismeðferð. „Það er þriðjudagur í dag og við þurfum að sjá hverju vindur fram,“ segir Svandís. Það sé samt þannig að ákvörðun um að bíða eða eitthvað slíkt sé ekki tekin á borði ríkisstjórnarinnar. Gleymi því ekki að vera manneskja Hvað varðar mannúð og hvort hún geti sigrað lögin segir Svandís það skipta miklu máli að fylgja lögum en það skipti jafn miklu máli að fólk í stjórnmálum gleymi því ekki hvernig það er að vera manneskja. „Í þessu mali þá snýst þetta dálítið um það að halda því til haga að þetta snýst um langveikt og fatlað barn sem er í mjög sérstakri stöðu og mér finnst að við eigum að opna hjartað fyrir því.“ Svandís segir það ástæðuna fyrir því að ráðherrar Vinstri grænna hafi óskað þess að málið yrði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. „Þetta varðar mannúð, þetta varðar hagsmuni barns. Þetta var sársaukafull aðgerð sem var þarna í uppsiglingu sem okkur fannst tilefni til þess að velta vöngum yfir hér í ríkisstjórn.“ Ekki ákvörðun ríkisstjórnarinnar Svandís segir það ekki á þeirra borði að taka ákvarðanir um framhaldið en að það hafi verið rætt hvort það sé tilefni til að skoða ýmis mál sem þessu tengjast. Eins og hagsmuni barna, sjúklinga og löregluaðgerð inni á sjúkrahúsi. „Það eru sjónarmið þarna sem þarf að ræða og taka til skoðunar,“ segir hún og að það skipti máli að fólk sé í skjóli á sjúkrahúsi. Hún segir spítalann sjálfan hafa vakið athygli á þessu og að það verði að skoða hver eigi að njóta vafans við þessar aðstæður.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira