Segir Vinstri græn hafa þröngvað Guðrúnu til lögbrots Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2024 11:25 Haukur er afgerandi í tali, hann segir nú Vinstri græn í tvígang hafa neytt ríkisstjórnina til lögbrota meðan nærtækara hefði verið ef hún hefði einfaldlega slitið samstarfinu. vísir/vilhelm/aðsend Eins og lýðum má ljóst vera gaf Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra út skipan um að brottflutningi hins ellefu ára Yazan frá Palestínu sem er með Duchenne sjúkdóminn yrði frestað. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir engan vafa á leika að þar með hafi hún framið lögbrot. Nú standa yfir mótmæli þar sem brottflutningi Yazans er mótmælt harðlega. Ríkisstjórnin er að ræða málefni hans sérstaklega en Guðrún hefur gefið það út að hún hafi viljað taka tillit til sjónarmiða formanns VG, Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem vildi ræða málið betur. Guðrún ekki æðsta vald í útlendingamálum Haukur segist verða að hryggja vini sína með því að segja að hér sé á ferðinni lögbrot og áníðsla stjórmálanna gagnvart framkvæmdavaldinu og stjórnsýslunni. Þetta gerir hann á Facebook-síðu sinni: „Gildir einu hvort málið er jákvætt og vinsælt eða ekki - munum að ofbeldi stjórnmálamanna er einvörðungu framið þegar þeir reyna að trekkja að sér atkvæði og klekkja á óvinum sínum,“ segir Haukur. Hann bendir á að stjórnsýslan framkvæmi lögin og æðsta stjórnsýsla hennar í þessu dæmi sé úrskurðarnefnd um útlendingamál. „Tökum eftir að dómsmálaráðherra er ekki æðsta vald í útlendingamálum. Alþingi treysti faglegri nefnd betur. Ákvörðun hefur verið tekin af til þess bæru yfirvaldi, sem stendur.“ Vinstri græn neyði ríkisstjórnina til lögbrota Haukur segir það einkenna suma stjórmálamenn að þeir vilji grípa inn í með ofbeldi Þetta eigi sér yfirleitt ekki stað í vestrænu lýðræði en sé hins vegar einkenni á alræðisríkjum. Þar gildi stjórnmálin en stjórnsýslulög gildi og séu tákn um virkt lýðræði og þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þingmenn Vinstri grænna hafa tvisvar níðst á valdi framkvæmdarvaldsins varðandi hvalveiðar og virðast nú hafa sett ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar. Ég sem stjórnsýslufræðingur verð að segja að ríkisstjórnin hefði ekki átt að láta neyða sig til lögbrota. Hún hefði frekar átt að fara frá. Við verðum að búa í réttarríki.“ Haukur segir svo réttvísina blinda í þessu máli sem sé svo annað mál. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira
Nú standa yfir mótmæli þar sem brottflutningi Yazans er mótmælt harðlega. Ríkisstjórnin er að ræða málefni hans sérstaklega en Guðrún hefur gefið það út að hún hafi viljað taka tillit til sjónarmiða formanns VG, Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem vildi ræða málið betur. Guðrún ekki æðsta vald í útlendingamálum Haukur segist verða að hryggja vini sína með því að segja að hér sé á ferðinni lögbrot og áníðsla stjórmálanna gagnvart framkvæmdavaldinu og stjórnsýslunni. Þetta gerir hann á Facebook-síðu sinni: „Gildir einu hvort málið er jákvætt og vinsælt eða ekki - munum að ofbeldi stjórnmálamanna er einvörðungu framið þegar þeir reyna að trekkja að sér atkvæði og klekkja á óvinum sínum,“ segir Haukur. Hann bendir á að stjórnsýslan framkvæmi lögin og æðsta stjórnsýsla hennar í þessu dæmi sé úrskurðarnefnd um útlendingamál. „Tökum eftir að dómsmálaráðherra er ekki æðsta vald í útlendingamálum. Alþingi treysti faglegri nefnd betur. Ákvörðun hefur verið tekin af til þess bæru yfirvaldi, sem stendur.“ Vinstri græn neyði ríkisstjórnina til lögbrota Haukur segir það einkenna suma stjórmálamenn að þeir vilji grípa inn í með ofbeldi Þetta eigi sér yfirleitt ekki stað í vestrænu lýðræði en sé hins vegar einkenni á alræðisríkjum. Þar gildi stjórnmálin en stjórnsýslulög gildi og séu tákn um virkt lýðræði og þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þingmenn Vinstri grænna hafa tvisvar níðst á valdi framkvæmdarvaldsins varðandi hvalveiðar og virðast nú hafa sett ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar. Ég sem stjórnsýslufræðingur verð að segja að ríkisstjórnin hefði ekki átt að láta neyða sig til lögbrota. Hún hefði frekar átt að fara frá. Við verðum að búa í réttarríki.“ Haukur segir svo réttvísina blinda í þessu máli sem sé svo annað mál.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira